Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 14:42 Rúmlega 60 aðilar sem lifðu árásina af og fjölskyldumeðlimir þeirra sem dóu munu tala fyrir dómi. AP/Vincent Thian Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. Þá mun dómsuppkvaðning í málinu gegn honum hefjast en hann var ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. Hann hefur gengist við þessum morðum og er búist við því að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi þegar dómsuppkvaðningunni lýkur. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant, sem er frá Ástralíu, lenti í Christchurch í dag í fylgd lögregluþjóna og hermanna. Dómsuppkvaðningin mun taka fjóra daga og á þeim tíma munu aðilar sem lifðu árás Tarrant af og aðstandendur þeirra sem dóu segja sögur sínar. Samkvæmt frétt BBC munu rúmlega sextíu manns bera vitni í dómshúsinu í Christchurch. Einhverjir þeirra hafa ferðast frá öðrum löndum og varið tveimur vikum í sóttkví til að geta sagt sögur sínar. Hundruð til viðbótar, fengu ekki að vera í salnum vegna sóttvarna, munu geta fylgst með í netið. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook. Hann réðst á tvær moskur í Christchurch og skaut á fólk sem hann sá. Tæpum mánuði eftir árásina greiddi 119 þingmenn Nýja Sjálands atkvæði með frumvarpi um að banna hálfsjálfvirkar byssur í landinu. Einn var andvígur. Í frétt New Zealand Herald segir að kostnaður ríkisins vegna fangelsunar Tarrant sé verulega mikill. Það kosti skattgreiðendur 3,6 milljónir dala á ári. Það samsvarar rúmum 350 milljónum króna. Það kostar ríkið 302 dali á degi hverjum að halda hefðbundnum fanga í fangelsi en fangelsun Tarrant kostar ríkið 4.932 dali á dag. Líklega mun fangelsun Tarrant vera álíka kostnaðarsöm út afplánun hans. Honum er haldið við mikla öryggisgæslu og frá öðrum föngum í háöryggisfangelsinu í Aukland af ótta við að aðrir fangar myndu ráðast á hann. Einn viðmælandi NZ Herald, sem leiðir samtök múslima í Canterbury og lifði árás Tarrant af, Feroze Ditta, segir að ekki eigi að aðskilja Tarrant frá öðrum glæpamönnum. „Hvern eru við að vernda hér? Þetta er maður sem slátraði 51 manneskju. Hann reyndi að valda meiri skaða og 41 var heppinn að lifa af,“ sagði Ditta. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. Þá mun dómsuppkvaðning í málinu gegn honum hefjast en hann var ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. Hann hefur gengist við þessum morðum og er búist við því að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi þegar dómsuppkvaðningunni lýkur. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant, sem er frá Ástralíu, lenti í Christchurch í dag í fylgd lögregluþjóna og hermanna. Dómsuppkvaðningin mun taka fjóra daga og á þeim tíma munu aðilar sem lifðu árás Tarrant af og aðstandendur þeirra sem dóu segja sögur sínar. Samkvæmt frétt BBC munu rúmlega sextíu manns bera vitni í dómshúsinu í Christchurch. Einhverjir þeirra hafa ferðast frá öðrum löndum og varið tveimur vikum í sóttkví til að geta sagt sögur sínar. Hundruð til viðbótar, fengu ekki að vera í salnum vegna sóttvarna, munu geta fylgst með í netið. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook. Hann réðst á tvær moskur í Christchurch og skaut á fólk sem hann sá. Tæpum mánuði eftir árásina greiddi 119 þingmenn Nýja Sjálands atkvæði með frumvarpi um að banna hálfsjálfvirkar byssur í landinu. Einn var andvígur. Í frétt New Zealand Herald segir að kostnaður ríkisins vegna fangelsunar Tarrant sé verulega mikill. Það kosti skattgreiðendur 3,6 milljónir dala á ári. Það samsvarar rúmum 350 milljónum króna. Það kostar ríkið 302 dali á degi hverjum að halda hefðbundnum fanga í fangelsi en fangelsun Tarrant kostar ríkið 4.932 dali á dag. Líklega mun fangelsun Tarrant vera álíka kostnaðarsöm út afplánun hans. Honum er haldið við mikla öryggisgæslu og frá öðrum föngum í háöryggisfangelsinu í Aukland af ótta við að aðrir fangar myndu ráðast á hann. Einn viðmælandi NZ Herald, sem leiðir samtök múslima í Canterbury og lifði árás Tarrant af, Feroze Ditta, segir að ekki eigi að aðskilja Tarrant frá öðrum glæpamönnum. „Hvern eru við að vernda hér? Þetta er maður sem slátraði 51 manneskju. Hann reyndi að valda meiri skaða og 41 var heppinn að lifa af,“ sagði Ditta.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29