Fimm daga sóttkví vægari skerðing en fyrri hömlur Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 07:52 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birtir grein í Morgunblaðinu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heilbrigði þjóðarinnar hafa verið forgangsmál í aðgerðum stjórnvalda frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Samkomutakmarkanir hafi tekið á marga og það sé mat ríkisstjórnarinnar að hertar aðgerðir á landamærunum séu vægari réttindaskerðing en ýmsar hömlur sem settar voru á í vor. Þetta skrifar Katrín í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún fer yfir faraldurinn og aðgerðir yfirvalda vegna hans. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar önnur bylgja fór af stað í lok júlímánaðar eftir kærkomið frí frá hörðum samkomutakmörkunum og umræðum um kórónuveiruna, enda höfðu fá smit greinst innanlands fyrri hluta sumars. „Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin,“ skrifar Katrín. Hún segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að það væri nauðsynlegt að herða aðgerðir á landamærum eftir að faraldurinn fór á flug á heimsvísu á ný. Líf og heilsa fólks hafi þannig verið sett í forgang og stefnt var að því að tryggja að samfélagið gæti gengið með sem eðlilegustum hætti. Hún segir hagræna greiningu benda til þess að slíkar takmarkanir geti komið í veg fyrir frekara rask á innanlandshagkerfinu. „Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna, þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti.“ Katrín segir matið flókið enda hafa aðgerðirnar mismikil áhrif á hverja atvinnugrein fyrir sig. Hertar aðgerðir á landamærunum hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, en hertar aðgerðir innanlands hafi viðtækar afleiðingar fyrir allar atvinnugreinar. Hún meti það sem svo að góður árangur í baráttunni við veiruna geti orðið styrkleiki fyrir ferðaþjónustuna í framhaldinu. Baráttunni hvergi nærri lokið „Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikilvæg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr,“ skrifar Katrín en bætir við að frelsi fólks hér á landi hafi verið takmarkað minna en í mörgum Evrópulöndum. Þær takmarkanir hafi þó haft áhrif á réttindi fólks og það skipti miklu máli að líta til samfélagsins alls. Hún segir mikilvægt að líta til skólastarfs og menningar- og íþróttastarfs í þessu samhengi. Einnig hafi aðgerðir innanlands áhrif á atvinnuréttindi þúsunda og óumdeilt sé að sóttvarnaráðstafanir hafi áhrif á ýmis réttindi borgaranna. „Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir.“ Þá segir Katrín baráttunni hvergi nærri lokið en það sé sameiginlegt markmið allra að heilsa, efnahagur og frelsi landsmanna standi sterkum fótum þegar henni lýkur. Það sé nauðsynlegt að þjóðlífið verði fyrir sem minnstum skaða og hægt verði að vinna til baka það sem tapaðist á meðan faraldrinum stóð. „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41 Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heilbrigði þjóðarinnar hafa verið forgangsmál í aðgerðum stjórnvalda frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Samkomutakmarkanir hafi tekið á marga og það sé mat ríkisstjórnarinnar að hertar aðgerðir á landamærunum séu vægari réttindaskerðing en ýmsar hömlur sem settar voru á í vor. Þetta skrifar Katrín í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún fer yfir faraldurinn og aðgerðir yfirvalda vegna hans. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar önnur bylgja fór af stað í lok júlímánaðar eftir kærkomið frí frá hörðum samkomutakmörkunum og umræðum um kórónuveiruna, enda höfðu fá smit greinst innanlands fyrri hluta sumars. „Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin,“ skrifar Katrín. Hún segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að það væri nauðsynlegt að herða aðgerðir á landamærum eftir að faraldurinn fór á flug á heimsvísu á ný. Líf og heilsa fólks hafi þannig verið sett í forgang og stefnt var að því að tryggja að samfélagið gæti gengið með sem eðlilegustum hætti. Hún segir hagræna greiningu benda til þess að slíkar takmarkanir geti komið í veg fyrir frekara rask á innanlandshagkerfinu. „Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna, þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti.“ Katrín segir matið flókið enda hafa aðgerðirnar mismikil áhrif á hverja atvinnugrein fyrir sig. Hertar aðgerðir á landamærunum hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, en hertar aðgerðir innanlands hafi viðtækar afleiðingar fyrir allar atvinnugreinar. Hún meti það sem svo að góður árangur í baráttunni við veiruna geti orðið styrkleiki fyrir ferðaþjónustuna í framhaldinu. Baráttunni hvergi nærri lokið „Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikilvæg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr,“ skrifar Katrín en bætir við að frelsi fólks hér á landi hafi verið takmarkað minna en í mörgum Evrópulöndum. Þær takmarkanir hafi þó haft áhrif á réttindi fólks og það skipti miklu máli að líta til samfélagsins alls. Hún segir mikilvægt að líta til skólastarfs og menningar- og íþróttastarfs í þessu samhengi. Einnig hafi aðgerðir innanlands áhrif á atvinnuréttindi þúsunda og óumdeilt sé að sóttvarnaráðstafanir hafi áhrif á ýmis réttindi borgaranna. „Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir.“ Þá segir Katrín baráttunni hvergi nærri lokið en það sé sameiginlegt markmið allra að heilsa, efnahagur og frelsi landsmanna standi sterkum fótum þegar henni lýkur. Það sé nauðsynlegt að þjóðlífið verði fyrir sem minnstum skaða og hægt verði að vinna til baka það sem tapaðist á meðan faraldrinum stóð. „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41 Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55