Merkilegt að þurfa að „ýta við fólki reglulega“ Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 10:01 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir enn svigrúm til bætinga hjá staðarhöldurum hvað varðar sóttvarnaráðstafanir. Margir hafi lagað starfsemi sína að tveggja metra reglunni svokölluðu en eftir helgina eru fjögur mál til rannsóknar hjá lögreglu vegna brota á reglum um lokun samkomustaða. „Menn eru betur að fylgjast með þessu en merkilegt að þurfa alltaf að vera að ýta við fólki reglulega […] Maður hefði haldið að hagsmunirnir væru það miklir að við fengjum fleiri með okkur í lið að passa þetta,“ sagði Rögnvaldur í Bítinu í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar hvort sömu staðirnir séu síendurtekið að brjóta gegn tilmælum yfirvalda en reglurnar eigi við um alla staði og svæði þeirra. Til að mynda hafi lögregla þurft að biðja fólk á útisvæðum að virða tveggja metra regluna um helgina. „Veiran er á djamminu og hún er alls staðar. Við erum að sjá núna hvað þetta hefur víðtæk áhrif, þessi rosalegu domino-áhrif. Við erum búin að sjá það frá því að þetta byrjaði og núna eru stórir skólar í bið því það er svo mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví. Það er ekkert útaf mörgum tilfellum, það er bara eitt tilfelli mögulega sem getur haft þessi gríðarlegu áhrif.“ Eftirlitið kostar mannskap Lögreglan leit við á um það bil fimmtíu samkomustöðum um helgina og var ástandið gott á þeim flestum að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í gærkvöldi voru sex staðir heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm þeirra. Rögnvaldur segir eftirlitið hafa áhrif á aðra starfsemi lögreglu, enda þurfi að nýta mannskapinn í heimsóknir svo reglunum sé framfylgt. „Það er alltaf þannig þegar þú ert með lítinn mannskap og þarft að smyrja honum víða, þá getur orðið þunnt annarsstaðar á móti.“ Hann segir hjálpa að lögregla hafi nú heimildir til þess að sekta staði ef aðstæðum er ábótavant. Ábyrgðin sé sett á staðarhaldara að tryggja að fólk geti viðhaldið tveggja metra fjarlægð og segir Rögnvaldur að fyrir suma þurfi fjárhagslegir hagsmunir að vera í húfi svo reglum sé fylgt. Þannig hafi mögulegar sektir áhrif. Hann segir rekstraraðila þurfa að huga að því að hafa sóttvarnir í lagi og helst vera reiðubúna með ákveðið fyrirkomulag ef smit komi upp á vinnustað. Reynslan sýni að eitt smit getur sett margt úr skorðum. „Við sjáum eins og gerist með skólann núna, við höfum þurft að setja marga í sóttkví því fólk var ekki komið 100 prósent í gírinn. Það var ekki búið að virkja hólfaskiptingar og svoleiðis, sem hefði fækkað þeim sem duttu út. Þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki og allir þurfa að vera að velta fyrir sér.“ Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Bítið Veitingastaðir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir enn svigrúm til bætinga hjá staðarhöldurum hvað varðar sóttvarnaráðstafanir. Margir hafi lagað starfsemi sína að tveggja metra reglunni svokölluðu en eftir helgina eru fjögur mál til rannsóknar hjá lögreglu vegna brota á reglum um lokun samkomustaða. „Menn eru betur að fylgjast með þessu en merkilegt að þurfa alltaf að vera að ýta við fólki reglulega […] Maður hefði haldið að hagsmunirnir væru það miklir að við fengjum fleiri með okkur í lið að passa þetta,“ sagði Rögnvaldur í Bítinu í morgun. Hann segist ekki hafa upplýsingar hvort sömu staðirnir séu síendurtekið að brjóta gegn tilmælum yfirvalda en reglurnar eigi við um alla staði og svæði þeirra. Til að mynda hafi lögregla þurft að biðja fólk á útisvæðum að virða tveggja metra regluna um helgina. „Veiran er á djamminu og hún er alls staðar. Við erum að sjá núna hvað þetta hefur víðtæk áhrif, þessi rosalegu domino-áhrif. Við erum búin að sjá það frá því að þetta byrjaði og núna eru stórir skólar í bið því það er svo mikill fjöldi starfsmanna í sóttkví. Það er ekkert útaf mörgum tilfellum, það er bara eitt tilfelli mögulega sem getur haft þessi gríðarlegu áhrif.“ Eftirlitið kostar mannskap Lögreglan leit við á um það bil fimmtíu samkomustöðum um helgina og var ástandið gott á þeim flestum að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í gærkvöldi voru sex staðir heimsóttir og var ástandið mjög gott á fimm þeirra. Rögnvaldur segir eftirlitið hafa áhrif á aðra starfsemi lögreglu, enda þurfi að nýta mannskapinn í heimsóknir svo reglunum sé framfylgt. „Það er alltaf þannig þegar þú ert með lítinn mannskap og þarft að smyrja honum víða, þá getur orðið þunnt annarsstaðar á móti.“ Hann segir hjálpa að lögregla hafi nú heimildir til þess að sekta staði ef aðstæðum er ábótavant. Ábyrgðin sé sett á staðarhaldara að tryggja að fólk geti viðhaldið tveggja metra fjarlægð og segir Rögnvaldur að fyrir suma þurfi fjárhagslegir hagsmunir að vera í húfi svo reglum sé fylgt. Þannig hafi mögulegar sektir áhrif. Hann segir rekstraraðila þurfa að huga að því að hafa sóttvarnir í lagi og helst vera reiðubúna með ákveðið fyrirkomulag ef smit komi upp á vinnustað. Reynslan sýni að eitt smit getur sett margt úr skorðum. „Við sjáum eins og gerist með skólann núna, við höfum þurft að setja marga í sóttkví því fólk var ekki komið 100 prósent í gírinn. Það var ekki búið að virkja hólfaskiptingar og svoleiðis, sem hefði fækkað þeim sem duttu út. Þetta er eitthvað sem öll fyrirtæki og allir þurfa að vera að velta fyrir sér.“
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Bítið Veitingastaðir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira