Chelsea ekkert að grínast: Að kaupa Kai Havertz og búast við Thiago Silva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 13:21 Kai Havertz verður væntanlega orðinn leikmaður Chelsea áður en vikan er liðin. Getty/Marius Becker Chelsea virðist búið að taka yfirburðarforystu meðal ensku úrvalsdeildarliðanna í kapphlaupinu um öfluga leikmenn á leikmannamarkaðnum. Ensku miðlarnir segja frá því í dag að Chelsea sé langt komið með að ganga frá kaupunum á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen. Guardian segir að Chelsea ætli að borga Bayer Leverkusen nálægt 90 milljónum punda og yrði þetta þá enn einn ungur og spennandi leikmaður sem kæmi til félagsins í sumar. Chelsea ætlar sér að krækja í reynslu líka því í frétt Guardian kemur einnig fram að Chelsea býst líka við að semja við Thiago Silva. Chelsea close to £90m Kai Havertz deal and expect to land Thiago Silva. By @JacobSteinberg and @FabrizioRomano https://t.co/EX2JIUZFZw— Guardian sport (@guardian_sport) August 24, 2020 Thiago Silva, fyrirliði PSG sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, er með lausan samning við franska félagið. Chelsea hefur einnig verið orðað við Ben Chilwell, vinstri bakvörð Leicester, sem mun kosta félagið í kringum 50 milljónir punda. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er að endurskipuleggja sóknarleik liðsins en áður hafði hann keypt þá Hakim Ziyech frá Ajax og Timo Werner frá Leipzig. Kai Havertz er einn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag en þessi 21 árs gamli sókndjarfri miðjumaður var með 12 mörk og 6 stoðsendingar í þýsku deildinni á nýlokinni leiktíð. Havertz er sagður vera búinn að samþykkja fimm ára samning og að Chelsea muni borga 80 milljónir evra strax en svo tuttugu milljónir evra til viðbótar seinna. Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er vissulega orðinn 35 ára gamall en hann ætti að geta komið með leikreynslu og leiðtogahæfileika inn í þetta unga Chelsea lið. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Chelsea virðist búið að taka yfirburðarforystu meðal ensku úrvalsdeildarliðanna í kapphlaupinu um öfluga leikmenn á leikmannamarkaðnum. Ensku miðlarnir segja frá því í dag að Chelsea sé langt komið með að ganga frá kaupunum á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen. Guardian segir að Chelsea ætli að borga Bayer Leverkusen nálægt 90 milljónum punda og yrði þetta þá enn einn ungur og spennandi leikmaður sem kæmi til félagsins í sumar. Chelsea ætlar sér að krækja í reynslu líka því í frétt Guardian kemur einnig fram að Chelsea býst líka við að semja við Thiago Silva. Chelsea close to £90m Kai Havertz deal and expect to land Thiago Silva. By @JacobSteinberg and @FabrizioRomano https://t.co/EX2JIUZFZw— Guardian sport (@guardian_sport) August 24, 2020 Thiago Silva, fyrirliði PSG sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, er með lausan samning við franska félagið. Chelsea hefur einnig verið orðað við Ben Chilwell, vinstri bakvörð Leicester, sem mun kosta félagið í kringum 50 milljónir punda. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er að endurskipuleggja sóknarleik liðsins en áður hafði hann keypt þá Hakim Ziyech frá Ajax og Timo Werner frá Leipzig. Kai Havertz er einn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag en þessi 21 árs gamli sókndjarfri miðjumaður var með 12 mörk og 6 stoðsendingar í þýsku deildinni á nýlokinni leiktíð. Havertz er sagður vera búinn að samþykkja fimm ára samning og að Chelsea muni borga 80 milljónir evra strax en svo tuttugu milljónir evra til viðbótar seinna. Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er vissulega orðinn 35 ára gamall en hann ætti að geta komið með leikreynslu og leiðtogahæfileika inn í þetta unga Chelsea lið.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira