Tólf ára stelpa keypti sundlaug fyrir afmælispeninginn sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. apríl 2020 19:00 Sundlaugin er 4 þúsund lítra og tekur dágóðan tíma að láta renna í hana en foreldrar Hrafnhildar Lóu sjá um það og borga reikninginn fyrir allt heita vatnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hrafnhildur Lóa Kvaran, tólf ára stelpa í Árbænum, sem elskar það að fara í sund dó ekki ráðalaus þegar bannað er að fara í sund því hún keypti sér sjálf sundlaug fyrir afmælispeningana sína og syndir í lauginni alla daga út í garði heima hjá sér. Á tímum samkomubanns og þegar öll íþróttamannvirki eru lokuð reyna allir að bjarga sér með mismunandi útfærsla á hreyfingu. Hrafnhildur Lóa Kvaran, sem býr í Árbænum í Reykjavík með fjölskyldu sinni æfir sund með sunddeild Ármanns fimm til sex sinnum í viku. Hún var orðin ómöguleg að komast ekki í sund en hún fann lausnina. „Já, ég hugsaði bara að ég ætti nóg af afmælispeningum eftir og hringdi í frænku mína og við fórum saman í Costco og keyptum sundlaug. Þar æfi ég sundtökin, ég get ekki æft fótatökin vegna plássleysis en skriðsundstökin og bringustundatökin,“ segir Hrafnhildur Lóa. Hrafnhildur Lóa er alsæl að geta æft sundtökin heima í garði hjá sér í Árbænum á hverjum degi á meðan samkomubannið stendur yfir og íþróttamannvirki eru lokuð vegna kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hrafnhildur Lóa unnið til fjölmargra verðlauna í sundi enda á sundið hug hennar allan. Hrafnhildur setur teygju utan um fæturna, sem er bundin með bandi í tré þegar hún æfir sundtökin í lauginni. En hvað finnst henni skemmtilegast við sundið? „Það eru margar tegundir af sundi þannig að maður fær ekki leið á að synda bara eitt sund heldur getur maður alltaf skipt um sund. Ég er mjög spennt að geta mætt aftur í sund og ná þá almennilegum og löngum æfingum,“ segir Hrafnhildur Lóa brosandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Hrafnhildur Lóa Kvaran, tólf ára stelpa í Árbænum, sem elskar það að fara í sund dó ekki ráðalaus þegar bannað er að fara í sund því hún keypti sér sjálf sundlaug fyrir afmælispeningana sína og syndir í lauginni alla daga út í garði heima hjá sér. Á tímum samkomubanns og þegar öll íþróttamannvirki eru lokuð reyna allir að bjarga sér með mismunandi útfærsla á hreyfingu. Hrafnhildur Lóa Kvaran, sem býr í Árbænum í Reykjavík með fjölskyldu sinni æfir sund með sunddeild Ármanns fimm til sex sinnum í viku. Hún var orðin ómöguleg að komast ekki í sund en hún fann lausnina. „Já, ég hugsaði bara að ég ætti nóg af afmælispeningum eftir og hringdi í frænku mína og við fórum saman í Costco og keyptum sundlaug. Þar æfi ég sundtökin, ég get ekki æft fótatökin vegna plássleysis en skriðsundstökin og bringustundatökin,“ segir Hrafnhildur Lóa. Hrafnhildur Lóa er alsæl að geta æft sundtökin heima í garði hjá sér í Árbænum á hverjum degi á meðan samkomubannið stendur yfir og íþróttamannvirki eru lokuð vegna kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hrafnhildur Lóa unnið til fjölmargra verðlauna í sundi enda á sundið hug hennar allan. Hrafnhildur setur teygju utan um fæturna, sem er bundin með bandi í tré þegar hún æfir sundtökin í lauginni. En hvað finnst henni skemmtilegast við sundið? „Það eru margar tegundir af sundi þannig að maður fær ekki leið á að synda bara eitt sund heldur getur maður alltaf skipt um sund. Ég er mjög spennt að geta mætt aftur í sund og ná þá almennilegum og löngum æfingum,“ segir Hrafnhildur Lóa brosandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira