Kyngreina vantar til landsins til að kyngreina fugla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. apríl 2020 12:30 Menn frá Noregi hafi komið til Íslands í fjölda ár til að kyngreina fuglana í hænur og hana. Nú er alveg óljóst hvort það takist vegna kórónuveirunnar. Hildur Traustadóttir. Íslenskir kjúklingabændur hafa áhyggjur af því hvort það takist að fljúga fjórum tonnum af eggjum til landsins á tíma kórónuveirunnar frá Svíþjóð, sem er ungað út á hér á landi. Aðal áhyggjuefnið er þó það að engin kemst til landsins til að kyngreina ungana í hana og hænur en erlendir sérfræðingar hafa séð um það til fjölda ára. Eggja og kjúklingabændur á Íslandi standa fyrir skrýtinni stöðu núna vegna kórónuveirunnar vegna flutninga á eggjum í maí, sem er erfðaefni þeirra í rekstri kjúklingabúa. Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri eggja og kjúklingabænda, sem er með starfsstöð sína á Hvanneyri í Borgarfirði þekkir málið manna best. „Við þurfum að flytja inn stofnanna til Íslands. Það er ekki stofnræktun á Íslandi og við höfum keypt þessa stofna frá Svíþjóð og Noregi og það stendur til að öllu óbreyttu að flytja inn stofn tvisvar í maí og síðar fyrir eggjabændur í júní, við gætum nú treint það fram í júlí e‘a ágúst kannski. Það þarf að vera mikil regla á þessu þannig því kjúklingakjötið er selt sem ferskvara,“ segir Hildur. Hildur Traustadóttir, sem framkvæmdastjóri eggja og kjúklingabænda með starfsaðstöðu á Hvanneyri í Borgarfirði.Úr einkasafniHildur segir að stóravandamálið sé kannski ekki flutningur á eggjunum til landsins, sem eru frjóegg, annað og stærra vandamál snýr að ungunum sem koma út úr þeim. „Já, það þarf að kyngreina þennan fugl og það er bara engi á Íslandi sem kann það að neinu marki. Við höfum fengið í mörg ár kyngreina frá Noregi, þeir koma bara reglulega og kyngreina fuglinn og sjá algjörlega um það, en núna er vandamálið að það er í fyrsta lagi ekkert flogið á milli Íslands og Noregs og í öðru lagi er ekkert auðvelt að fá þá frá Noregi því að þegar þeir koma til Noregs aftur þurfa þeir að fara í hálfs mánaðar sóttkví og það er líka verið að ræða um það á Íslandi að þeir, sem eru ferðamenn þurfi að fara í hálfs mánaðar sóttkví þegar þeir koma inn í landið hérna, þannig að þetta er eiginlega vonlaust,“ segir Hildur. Hún segir að á næstu dögum verði fundað með Matvælastofnun og landbúnaðarráðherra um stöðu málsins. Hún er bjartsýn á að það leysist. „Við sjáum til, við finnum einhverja lausn.“ Borgarbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Íslenskir kjúklingabændur hafa áhyggjur af því hvort það takist að fljúga fjórum tonnum af eggjum til landsins á tíma kórónuveirunnar frá Svíþjóð, sem er ungað út á hér á landi. Aðal áhyggjuefnið er þó það að engin kemst til landsins til að kyngreina ungana í hana og hænur en erlendir sérfræðingar hafa séð um það til fjölda ára. Eggja og kjúklingabændur á Íslandi standa fyrir skrýtinni stöðu núna vegna kórónuveirunnar vegna flutninga á eggjum í maí, sem er erfðaefni þeirra í rekstri kjúklingabúa. Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri eggja og kjúklingabænda, sem er með starfsstöð sína á Hvanneyri í Borgarfirði þekkir málið manna best. „Við þurfum að flytja inn stofnanna til Íslands. Það er ekki stofnræktun á Íslandi og við höfum keypt þessa stofna frá Svíþjóð og Noregi og það stendur til að öllu óbreyttu að flytja inn stofn tvisvar í maí og síðar fyrir eggjabændur í júní, við gætum nú treint það fram í júlí e‘a ágúst kannski. Það þarf að vera mikil regla á þessu þannig því kjúklingakjötið er selt sem ferskvara,“ segir Hildur. Hildur Traustadóttir, sem framkvæmdastjóri eggja og kjúklingabænda með starfsaðstöðu á Hvanneyri í Borgarfirði.Úr einkasafniHildur segir að stóravandamálið sé kannski ekki flutningur á eggjunum til landsins, sem eru frjóegg, annað og stærra vandamál snýr að ungunum sem koma út úr þeim. „Já, það þarf að kyngreina þennan fugl og það er bara engi á Íslandi sem kann það að neinu marki. Við höfum fengið í mörg ár kyngreina frá Noregi, þeir koma bara reglulega og kyngreina fuglinn og sjá algjörlega um það, en núna er vandamálið að það er í fyrsta lagi ekkert flogið á milli Íslands og Noregs og í öðru lagi er ekkert auðvelt að fá þá frá Noregi því að þegar þeir koma til Noregs aftur þurfa þeir að fara í hálfs mánaðar sóttkví og það er líka verið að ræða um það á Íslandi að þeir, sem eru ferðamenn þurfi að fara í hálfs mánaðar sóttkví þegar þeir koma inn í landið hérna, þannig að þetta er eiginlega vonlaust,“ segir Hildur. Hún segir að á næstu dögum verði fundað með Matvælastofnun og landbúnaðarráðherra um stöðu málsins. Hún er bjartsýn á að það leysist. „Við sjáum til, við finnum einhverja lausn.“
Borgarbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira