314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Karl Lúðvíksson skrifar 17. apríl 2020 07:58 Það eru komnir 314 fiskar í veiðibókina í Geirlandsá á þessu vori. Mynd: www.svfr.is Vorveiðin á sjóbirting hefur tekið góðan kipp eftir að aðstæður breyttust til hins betra í ánum en það gerðist þegar ís og krapi fór að hörfa. Skilyrðin hafa verið eins góð og þau gerast undanfarna daga og það sést vel á veiðitölum sem er þegar búið að bóka í veiðibækurnar. Sem dæmi um afbragðs aflabrögð þá er búið að bóka í veiðibókina í Geirlandsá 314 fiska sem er frábær veiði. Hollið sem er við veiðar núna og klárar í dag var komið með 72 fiska í hollinu í gærkvöldi og bæta líklega vel við þá tölu í dag. Það sem síðan vekur mikla athygli er að sjá hvað það er mikið af stórum fiskum að koma á land en þeir eru að nálgast tuginn birtingarnir sem eru 90 sm og stærri í ánni. Framundan eru blautir og hlýjir dagar sem er nákvæmlega það sem maður vill fá við bakkann þegar það er verið að veiða sjóbirting svo þeir sem eiga daga á sjóbirtingssvæðunum undir jökli á næstunni eru líklega í toppmálum. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Vorveiðin á sjóbirting hefur tekið góðan kipp eftir að aðstæður breyttust til hins betra í ánum en það gerðist þegar ís og krapi fór að hörfa. Skilyrðin hafa verið eins góð og þau gerast undanfarna daga og það sést vel á veiðitölum sem er þegar búið að bóka í veiðibækurnar. Sem dæmi um afbragðs aflabrögð þá er búið að bóka í veiðibókina í Geirlandsá 314 fiska sem er frábær veiði. Hollið sem er við veiðar núna og klárar í dag var komið með 72 fiska í hollinu í gærkvöldi og bæta líklega vel við þá tölu í dag. Það sem síðan vekur mikla athygli er að sjá hvað það er mikið af stórum fiskum að koma á land en þeir eru að nálgast tuginn birtingarnir sem eru 90 sm og stærri í ánni. Framundan eru blautir og hlýjir dagar sem er nákvæmlega það sem maður vill fá við bakkann þegar það er verið að veiða sjóbirting svo þeir sem eiga daga á sjóbirtingssvæðunum undir jökli á næstunni eru líklega í toppmálum.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði