Myndböndin frá Kastalabrekku hafa slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2020 19:45 Fjölskyldan á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi lætur sér ekki leiðast á tímum kórónaveirunnar því þau hafa framleidd nokkur myndbönd, sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á heimilinu eru sex börn en alls eiga hjónin níu börn. Það er líf og fjör í Kastalabrekku, sem er sveitabær í grennd við Hellu. Bændurnir þau Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir eiga sex börn saman og svo á Víðir Reyr þrjú börn úr fyrra sambandi en þau búa ekki á heimilinu. Til að stytta sér stundir á tímum Covid-19 hefur Eydís Hrönn tekið upp nokkur skemmtileg fjölskyldumyndbönd til að stytta börnunum stundirnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Og svo erum við aðeins búin að taka sögur úr smábarnabókunum og breyta þeim þannig að þau passi við okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona skemmtilegt á þessum tímum því allir eru heima og ef maður er ekki að gera eitthvað með krökkunum þá er allt brjálað, það verður bara að reyna að stytta stundirnar með einhverju svona flippi“, segir Eydís Hrönn Tómasdóttir, húsmóðir og höfundur myndbandanna á Kastalabrekku. Eydís Hrönn og Víðir Reyr eiga sex börn en þau heita Vopni Freyr tveggja ára, Viðja Karen fjögurra ára, Viljar Breki fimm ára, Víðir Snær sex ára, Vikar 11 ára og Veigar 14 ára (vantar á myndina). Börn Víðis úr fyrra sambandi eru Natan Ögri, Magnús Vigri og Svandís Viðja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Myndbandið um mömmuna sem bakar úr eggjum litlu gulu hænunnar hefur vakið mikla athygli en þar er Eydís að biðja börnin að aðstoða sig við baksturinn en alltaf segja þau nei. Sagan endaði vel eftir baksturinn því krakkarnir buðust til að ganga frá eftir kaffitímann og fengu því sneið af kökunni. Eydís Hrönn segir að það standi til að útbúa fleiri myndbönd og gleðja þar með fjölskyldu, vini og alla aðra sem vilja fylgjast með heimilinlífinu á Kastalabrekku á meðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar varir. „Það er bara alltaf gaman að vera eitthvað klikkaður og gera eitthvað fyndið og skemmtilegt“, segir Eydís Hrönn og skellihlær. Myndböndin sem fjölskyldan hefur gert má skoða hér: Ásahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Fjölskyldan á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi lætur sér ekki leiðast á tímum kórónaveirunnar því þau hafa framleidd nokkur myndbönd, sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á heimilinu eru sex börn en alls eiga hjónin níu börn. Það er líf og fjör í Kastalabrekku, sem er sveitabær í grennd við Hellu. Bændurnir þau Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir eiga sex börn saman og svo á Víðir Reyr þrjú börn úr fyrra sambandi en þau búa ekki á heimilinu. Til að stytta sér stundir á tímum Covid-19 hefur Eydís Hrönn tekið upp nokkur skemmtileg fjölskyldumyndbönd til að stytta börnunum stundirnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Og svo erum við aðeins búin að taka sögur úr smábarnabókunum og breyta þeim þannig að þau passi við okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona skemmtilegt á þessum tímum því allir eru heima og ef maður er ekki að gera eitthvað með krökkunum þá er allt brjálað, það verður bara að reyna að stytta stundirnar með einhverju svona flippi“, segir Eydís Hrönn Tómasdóttir, húsmóðir og höfundur myndbandanna á Kastalabrekku. Eydís Hrönn og Víðir Reyr eiga sex börn en þau heita Vopni Freyr tveggja ára, Viðja Karen fjögurra ára, Viljar Breki fimm ára, Víðir Snær sex ára, Vikar 11 ára og Veigar 14 ára (vantar á myndina). Börn Víðis úr fyrra sambandi eru Natan Ögri, Magnús Vigri og Svandís Viðja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Myndbandið um mömmuna sem bakar úr eggjum litlu gulu hænunnar hefur vakið mikla athygli en þar er Eydís að biðja börnin að aðstoða sig við baksturinn en alltaf segja þau nei. Sagan endaði vel eftir baksturinn því krakkarnir buðust til að ganga frá eftir kaffitímann og fengu því sneið af kökunni. Eydís Hrönn segir að það standi til að útbúa fleiri myndbönd og gleðja þar með fjölskyldu, vini og alla aðra sem vilja fylgjast með heimilinlífinu á Kastalabrekku á meðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar varir. „Það er bara alltaf gaman að vera eitthvað klikkaður og gera eitthvað fyndið og skemmtilegt“, segir Eydís Hrönn og skellihlær. Myndböndin sem fjölskyldan hefur gert má skoða hér:
Ásahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira