Krafturinn í tívolíbombunni svipaður og í handsprengju Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2020 20:00 Sprengingin átti sér stað við þennan göngustíg í Heiðmörk. Google Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. Hér má sjá á korti hvar sprengingin varð. Vísir Lögreglu barst tilkynningu um að karlmaður hefði slasast alvarlega eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk í gærkvöldi. „Þegar við förum á vettvang þá hittum við á par, Pólverja á sextugsaldri, á bílastæði í Heiðmörk. Þá kom í ljós að handleggurinn á manninum við olnboga var horfinn,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Parið segist hafa fundið tívolíbomburna við göngustíg. „Og maðurinn hafi eitthvað farið að fikta við það og borið eld á, og hún sprakk með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. Konan vafði peysu sína utan um sárið, hringdi eftir hjálp og óku þau til móts við sjúkraflutningamenn. „Þegar við komum að var „strap“ á handleggnum og búið að stöðva blæðinguna,“ segir Skúli. Á vettvangi fannst önnur þriggja tommu tívolíbomba sem var fargað. Almenn sala á tívolíbombum af þessari stærð er bönnuð. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, með robotanum sem var notaður til að eyða tívolíbombunni sem fannst í Heiðmörk. „Það fannst þarna tívolíbomba sem var búið að eiga við. Það var búið að koma henni fyrir undir steini. Sprengjusérfræðingar eyddu henni á staðnum. Settu hleðslu við hliðina á henni og sprengdu úr fjarlægð,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Búið var að fjarlægja sprengjuhleðslu úr bombunni sem notuð er til að drífa hana á loft. „Það var sjáanlegur lítill þráður sem mögulega hefur verið hægt að kveikja í og koma henni af stað.“ Krafturinn í tívolíbombu er svipaður og í handsprengju. Líklegast hafa bomburnar ekki verið þarna lengur en nokkra daga. „Út af veðrinu, það hefur rigndi fyrir einhverri viku síðan og hún hefur ekki legið í rigningu þarna lengi.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. Hér má sjá á korti hvar sprengingin varð. Vísir Lögreglu barst tilkynningu um að karlmaður hefði slasast alvarlega eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk í gærkvöldi. „Þegar við förum á vettvang þá hittum við á par, Pólverja á sextugsaldri, á bílastæði í Heiðmörk. Þá kom í ljós að handleggurinn á manninum við olnboga var horfinn,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Parið segist hafa fundið tívolíbomburna við göngustíg. „Og maðurinn hafi eitthvað farið að fikta við það og borið eld á, og hún sprakk með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. Konan vafði peysu sína utan um sárið, hringdi eftir hjálp og óku þau til móts við sjúkraflutningamenn. „Þegar við komum að var „strap“ á handleggnum og búið að stöðva blæðinguna,“ segir Skúli. Á vettvangi fannst önnur þriggja tommu tívolíbomba sem var fargað. Almenn sala á tívolíbombum af þessari stærð er bönnuð. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, með robotanum sem var notaður til að eyða tívolíbombunni sem fannst í Heiðmörk. „Það fannst þarna tívolíbomba sem var búið að eiga við. Það var búið að koma henni fyrir undir steini. Sprengjusérfræðingar eyddu henni á staðnum. Settu hleðslu við hliðina á henni og sprengdu úr fjarlægð,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Búið var að fjarlægja sprengjuhleðslu úr bombunni sem notuð er til að drífa hana á loft. „Það var sjáanlegur lítill þráður sem mögulega hefur verið hægt að kveikja í og koma henni af stað.“ Krafturinn í tívolíbombu er svipaður og í handsprengju. Líklegast hafa bomburnar ekki verið þarna lengur en nokkra daga. „Út af veðrinu, það hefur rigndi fyrir einhverri viku síðan og hún hefur ekki legið í rigningu þarna lengi.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira