Borgarstjórn Los Angels borgar hefur tekið þá ákvörðun að heiðra Kobe heitinn Bryant með sérstökum hætti.
Kobe Bryant, sem hefði haldið upp á 42 ára afmælið sitt á sunnudaginn, fórst í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn ásamt þrettán ára dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum.
Kobe Bryant er ein allra stærsta stjarna Los Angeles í sögunni en hann hjálpaði vinsælasta íþróttaliði borgarinnar að vinna fimm NBA titla á öldinni.
Kobe Bryant played the first 10 years of his career wearing No. 8, and the last 10 years wearing No. 24.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 24, 2020
Even though the last three years of his career were derailed by multiple injuries, Bryant still has Hall of Fame numbers....with each separate number. pic.twitter.com/ywjPaM93CR
Los Angeles hefur ákveðið að heiðra minningu Kobe Bryant með því að endurskíra götu í miðbæ Los Anegels eftir honum.
Kobe Bryant Boulevard, eða Kobe Bryant vegur, heitir nú gatan sem liggur að Staples Center þar sem Kobe spilaði í öll þessi ár með Lakers. Gatan hét áður Figueroa Street.
Ákvörðun var gerð opinber 24.8 en það eru einmitt númerin hans Kobe Bryant. Los Angeles hafði áður ákveðið að þetta væri dagur Kobe Bryant. Bryant spilað í tíu ár í treyju númer átta og svo í tíu ár í treyju númer 24.