Hvetjandi eða letjandi almenningssamgöngur í Garðabæ? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2020 10:00 Almenningssamgöngur gegna öllu jafna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu hverfa og hafa meðal annars áhrif á val fólks um búsetu. Í Garðabæ á mikil og hröð uppbygging sér stað vítt og breytt um sveitarfélagið sem hefur leitt til þess að íbúabyggð Garðabæjar er nokkuð dreifðari en áður var. Þetta á ekki síst við eftir að Garðabær sameinaðist Álftanesi og þar með öðrum byggðakjarna. Frá Álftanesi er nokkur spotti í nauðsynlega þjónustu, líkt og íþróttir og tómstundir barna og ungmenna eða í matvöruverslun. Annað nýtt hverfi í Garðabæ er Urriðaholtið, sem vex hratt og er svo komið að bæta þyrfti við nýjum leikskóla í hverfið sem allra fyrst, auk þeirra skóla sem þegar hafa risið. Almenningssamgöngur í formi pöntunarkerfis Þegar kemur að almenningssamgöngum í Garðabæ er víða pottur brotinn og tillögum minnihlutans um að bjóða öllum íbúum upp á sömu þjónustu hefur verið hafnað. Bæjarstjóri hefur sagt almenningssamgöngur nægjanlegar fyrir ungmenni til að stunda íþróttir og tómstundir innan sveitarfélagsins og því sé allt í góðu standi. En þegar betur er að gáð þá byggist sú þjónusta ýmist á pöntunarkerfi Strætó bs. eða á leigubílaaksti í boði sveitarfélagsins. Fáir virðast reyndar vita nokkuð um möguleikann á leigubílaakstri, enda eru engar upplýsingar um hann sjáanlegar á vef Garðabæjar. Almenningssamgöngur og heilsueflandi samfélag Í hverfi Garðabæjar, svo sem á Álftanesið og Urriðaholtið, flytjast fjölskyldur sem þurfa meiri þjónustu en verið er að veita. Skert þjónusta, t.a.m. í almenningssamgöngum, getur dregið úr ástundun barna og ungmenna í íþróttastarfi þegar erfitt er að komast á æfingar án þess að foreldrar þurfi í sífellu að skjótast úr vinnu til að standa í skutli. Slíkt getur ekki talist til fyrirmyndar í sveitarfélagi sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag. Skref í rétta átt væri að hafa góðar göngu- og hjólaleiðir frá þessum hverfum að íþróttaiðkun, a.m.k yfir sumartímann. Því miður er það ekki raunin. Hver er framtíðarsýnin? Nú liggja fyrir kostnaðaráætlanir frá Strætó um bætta samgönguþjónustu í Garðabæ. Annars vegar byggir hún á fastri áætlun sem tryggir ekki bara þjónustu heldur ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Hins vegar er gert ráð fyrir pöntunarkerfi sem er letjandi fyrir notendur og gerir ráð fyrir að börn og ungmenni þurfi að panta hverja ferð með því að hringja með góðum fyrirvara. Kostnaðurinn við fasta áætlun, sem hvetur til aukinnar notkunar til framtíðar virðist standa í meirihlutanum. Það skýtur svolítið skökku við þegar við sjáum viljann til framkvæmda á stóra sviðinu í eitt og annað þar sem betur mætti fara með almannafé á meðan engin metnaður er fyrir því að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ. Góðar almenningssamgöngur eru hluti af þeirri þjónustu sem við viljum tryggja öllum íbúum í Garðabæ, svo vel sé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Strætó Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Almenningssamgöngur gegna öllu jafna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu hverfa og hafa meðal annars áhrif á val fólks um búsetu. Í Garðabæ á mikil og hröð uppbygging sér stað vítt og breytt um sveitarfélagið sem hefur leitt til þess að íbúabyggð Garðabæjar er nokkuð dreifðari en áður var. Þetta á ekki síst við eftir að Garðabær sameinaðist Álftanesi og þar með öðrum byggðakjarna. Frá Álftanesi er nokkur spotti í nauðsynlega þjónustu, líkt og íþróttir og tómstundir barna og ungmenna eða í matvöruverslun. Annað nýtt hverfi í Garðabæ er Urriðaholtið, sem vex hratt og er svo komið að bæta þyrfti við nýjum leikskóla í hverfið sem allra fyrst, auk þeirra skóla sem þegar hafa risið. Almenningssamgöngur í formi pöntunarkerfis Þegar kemur að almenningssamgöngum í Garðabæ er víða pottur brotinn og tillögum minnihlutans um að bjóða öllum íbúum upp á sömu þjónustu hefur verið hafnað. Bæjarstjóri hefur sagt almenningssamgöngur nægjanlegar fyrir ungmenni til að stunda íþróttir og tómstundir innan sveitarfélagsins og því sé allt í góðu standi. En þegar betur er að gáð þá byggist sú þjónusta ýmist á pöntunarkerfi Strætó bs. eða á leigubílaaksti í boði sveitarfélagsins. Fáir virðast reyndar vita nokkuð um möguleikann á leigubílaakstri, enda eru engar upplýsingar um hann sjáanlegar á vef Garðabæjar. Almenningssamgöngur og heilsueflandi samfélag Í hverfi Garðabæjar, svo sem á Álftanesið og Urriðaholtið, flytjast fjölskyldur sem þurfa meiri þjónustu en verið er að veita. Skert þjónusta, t.a.m. í almenningssamgöngum, getur dregið úr ástundun barna og ungmenna í íþróttastarfi þegar erfitt er að komast á æfingar án þess að foreldrar þurfi í sífellu að skjótast úr vinnu til að standa í skutli. Slíkt getur ekki talist til fyrirmyndar í sveitarfélagi sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag. Skref í rétta átt væri að hafa góðar göngu- og hjólaleiðir frá þessum hverfum að íþróttaiðkun, a.m.k yfir sumartímann. Því miður er það ekki raunin. Hver er framtíðarsýnin? Nú liggja fyrir kostnaðaráætlanir frá Strætó um bætta samgönguþjónustu í Garðabæ. Annars vegar byggir hún á fastri áætlun sem tryggir ekki bara þjónustu heldur ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Hins vegar er gert ráð fyrir pöntunarkerfi sem er letjandi fyrir notendur og gerir ráð fyrir að börn og ungmenni þurfi að panta hverja ferð með því að hringja með góðum fyrirvara. Kostnaðurinn við fasta áætlun, sem hvetur til aukinnar notkunar til framtíðar virðist standa í meirihlutanum. Það skýtur svolítið skökku við þegar við sjáum viljann til framkvæmda á stóra sviðinu í eitt og annað þar sem betur mætti fara með almannafé á meðan engin metnaður er fyrir því að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ. Góðar almenningssamgöngur eru hluti af þeirri þjónustu sem við viljum tryggja öllum íbúum í Garðabæ, svo vel sé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun