Gjörsamlega missti sig er Þróttur V. tryggði sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 14:00 Hermann Hreiðarsson tók við þjálfun Þróttar þann 9. júlí og hefur liðinu gengið frábærlega síðan. mynd/þróttur v Þróttur Vogum vann Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu á dögunum og lyfti sér þar með upp í 2. sæti deildarinnar. Mikill meðbyr er í Vogunum og leikur allt í lyndi, sérstaklega síðan Hermann Hreiðarsson tók við liðinu. Það er ekki aðeins mikið fjör inn á vellinum en sá sem sér um að lýsa leikjum liðsins - á heimavelli það er - virðist skemmta sér konunglega og minnir um margt á Suður-Ameríska lýsendur sem lifa sig vel og innilega inn í leikina sem þeir lýsa. Leikurinn gegn Dalvík/Reyni fór fram á Vogaídýfuvellinum, heimavelli Þróttar Vogum. Heimamenn unnu hann örugglega 3-0 þökk sé tvennu Viktors Smára Segatta og sjálfsmarki leikmanns Dalvíkur/Reynis. Það sem vakti þó jafn mikla ef ekki meiri athygli en úrslit leiksins fram frammistaða lýsanda leiksins sem var sýndur beint á Youtube-rás Þróttar. Sá heitir Vignir Már Eiðsson og fór hreinlega á kostum í lýsingu sinni á leiknum. Lýsngin á öðru marki Þróttar vakti sérstaka kátínu. Það var sjálfsmark leikmanns Dalvíkur/Reynis eftir að Sigurður Gísli Snorrason hafði fíflað mann og annan á vinstri vængnum. Lýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan. Þróttarar eru eins og áður sagði í 2. sæti deildarinnar, á markatölu þó en Selfyssingar eru einnig með 22 stig. Þá eru Fjarðabyggð og Haukar með 21 stig og Njarðvík með 20 stig. Pakkinn er þéttur frá 2. til 6. sætis deildarinnar en Kórdrengir tróna á toppi deildarinnar með 26 stig þegar 11 umferðum er lokið. Þróttarar hafa þó verið á miklu skriði undanfarið en þeirra eini tapleikur kom í 3. umferð deildarinnar, þann 3. júlí. Síðan þá hefur liðið leikið átta leiki án ósigurs og er til alls líklegt í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir 2. deild: Toppliðin öll með sigra Heil umferð fór fram í 2. deild karla í dag og voru úrslitin nokkurnveginn eftir bókinni. 23. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Þróttur Vogum vann Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu á dögunum og lyfti sér þar með upp í 2. sæti deildarinnar. Mikill meðbyr er í Vogunum og leikur allt í lyndi, sérstaklega síðan Hermann Hreiðarsson tók við liðinu. Það er ekki aðeins mikið fjör inn á vellinum en sá sem sér um að lýsa leikjum liðsins - á heimavelli það er - virðist skemmta sér konunglega og minnir um margt á Suður-Ameríska lýsendur sem lifa sig vel og innilega inn í leikina sem þeir lýsa. Leikurinn gegn Dalvík/Reyni fór fram á Vogaídýfuvellinum, heimavelli Þróttar Vogum. Heimamenn unnu hann örugglega 3-0 þökk sé tvennu Viktors Smára Segatta og sjálfsmarki leikmanns Dalvíkur/Reynis. Það sem vakti þó jafn mikla ef ekki meiri athygli en úrslit leiksins fram frammistaða lýsanda leiksins sem var sýndur beint á Youtube-rás Þróttar. Sá heitir Vignir Már Eiðsson og fór hreinlega á kostum í lýsingu sinni á leiknum. Lýsngin á öðru marki Þróttar vakti sérstaka kátínu. Það var sjálfsmark leikmanns Dalvíkur/Reynis eftir að Sigurður Gísli Snorrason hafði fíflað mann og annan á vinstri vængnum. Lýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan. Þróttarar eru eins og áður sagði í 2. sæti deildarinnar, á markatölu þó en Selfyssingar eru einnig með 22 stig. Þá eru Fjarðabyggð og Haukar með 21 stig og Njarðvík með 20 stig. Pakkinn er þéttur frá 2. til 6. sætis deildarinnar en Kórdrengir tróna á toppi deildarinnar með 26 stig þegar 11 umferðum er lokið. Þróttarar hafa þó verið á miklu skriði undanfarið en þeirra eini tapleikur kom í 3. umferð deildarinnar, þann 3. júlí. Síðan þá hefur liðið leikið átta leiki án ósigurs og er til alls líklegt í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir 2. deild: Toppliðin öll með sigra Heil umferð fór fram í 2. deild karla í dag og voru úrslitin nokkurnveginn eftir bókinni. 23. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
2. deild: Toppliðin öll með sigra Heil umferð fór fram í 2. deild karla í dag og voru úrslitin nokkurnveginn eftir bókinni. 23. ágúst 2020 18:30