Föngun og förgun koldíoxíðs: tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar Berglind Rán Ólafsdóttir og Edda Sif Aradóttir skrifa 27. ágúst 2020 07:00 Baráttan gegn hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingum er eitt af brýnustu úrlausnarefnum samtímans. Viðfangsefnin eru mörg, frá verndun skóga og votlendis yfir í orkuskipti og að draga verulega úr útblæstri skaðlegra lofttegunda. Hugvit, tæknilausnir og nýjar grænar atvinnugreinar eru forsenda þess að loftslagsmarkmið heimsins náist. Með nýju samstarfi Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks hefur í fyrsta sinn verið þróuð tæknilausn sem fangar koldíoxíð beint úr andrúmslofti sem fargað er varanlega með umbreytingu í stein. Carbfix fargar... Rætur hins íslenska Carbfix ná aftur til 2007 þegar Orkuveita Reykjavíkur hóf, í samvinnu við Háskóla Íslands og alþjóðlegt teymi vísindafólks, að þróa Carbfix tæknina sem fangar og fargar koldíoxíð úr útblæstri. Koldíoxíðinu er blandað saman við vatn og verður þá til sódavatn sem er dælt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Ferlið er bæði náttúrulegt og umhverfisvænt, og geta íslensk berglög fræðilega séð bundið milljarða tonna af koldíoxíði. Tækninni hefur verið beitt með góðum árangri frá árinu 2014 til að minnka kolefnisspor Hellisheiðarvirkjunar sem Orka náttúrunnar rekur. ...og Climeworks fangar Til að markmið Parísarsamkomulagsins náist er samt ekki nóg að minnka útblástur. Það þarf einnig að endurheimta hluta þess CO2 sem þegar hefur verið sleppt út í lofthjúpinn. Skógrækt er mikilvæg leið til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti en staðreyndin er sú að hún nægir ekki ein og sér. Nýjar tæknilausnir, líkt og loftsugutækni sem svissneska fyrirtækið Climeworks hefur þróað, eru nauðsynlegar til að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar alþjóðlegra stórfyrirtækja í loftsugutækni er Hellisheiði eini staðurinn í heiminum þar sem CO2 úr andrúmlofti er bæði fangað og fargað varanlega. Nýverið tilkynnti Climeworks, í samstarfi við Orku náttúrunnar og Carbfix, um áform sín um stóraukin umsvif á Íslandi. Fyrirtækið hefur hafið uppsetningu á loftsugustöð í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar sem mun hreinsa 4000 tonn af koldíoxíði úr andrúmslofti árlega sem síðan verður fargað varanlega með Carbfix aðferðinni. Þrátt fyrir að 4000 tonn séu aðeins brot af þeim milljónum tonna sem þarf að hreinsa úr andrúmsloftinu á komandi áratugum er um brautryðjendastarf að ræða sem hefur alla burði til að vaxa hratt að umfangi. Ísland í fararbroddi gegn loftslagsvá Spár gera ráð fyrir að þessi nýja loftsugu- og kolefnisförgunartækni muni hafa úrslitaáhrif um það hvort markmið Parísarsamkomulagsins náist um miðbik aldarinnar. Íslenskur berggrunnur, tækniþekking og hrein orka gera landið sérlega hentugt til að leiða áframhaldandi þróun þessarar tækni. Ísland hefur allt sem til þarf til að byggja upp nýjan, loftslagsvænan iðnað sem getur skipt sköpum fyrir framtíð jarðar. Höfundar eru Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar og Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Orkumál Loftslagsmál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Baráttan gegn hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingum er eitt af brýnustu úrlausnarefnum samtímans. Viðfangsefnin eru mörg, frá verndun skóga og votlendis yfir í orkuskipti og að draga verulega úr útblæstri skaðlegra lofttegunda. Hugvit, tæknilausnir og nýjar grænar atvinnugreinar eru forsenda þess að loftslagsmarkmið heimsins náist. Með nýju samstarfi Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks hefur í fyrsta sinn verið þróuð tæknilausn sem fangar koldíoxíð beint úr andrúmslofti sem fargað er varanlega með umbreytingu í stein. Carbfix fargar... Rætur hins íslenska Carbfix ná aftur til 2007 þegar Orkuveita Reykjavíkur hóf, í samvinnu við Háskóla Íslands og alþjóðlegt teymi vísindafólks, að þróa Carbfix tæknina sem fangar og fargar koldíoxíð úr útblæstri. Koldíoxíðinu er blandað saman við vatn og verður þá til sódavatn sem er dælt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Ferlið er bæði náttúrulegt og umhverfisvænt, og geta íslensk berglög fræðilega séð bundið milljarða tonna af koldíoxíði. Tækninni hefur verið beitt með góðum árangri frá árinu 2014 til að minnka kolefnisspor Hellisheiðarvirkjunar sem Orka náttúrunnar rekur. ...og Climeworks fangar Til að markmið Parísarsamkomulagsins náist er samt ekki nóg að minnka útblástur. Það þarf einnig að endurheimta hluta þess CO2 sem þegar hefur verið sleppt út í lofthjúpinn. Skógrækt er mikilvæg leið til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti en staðreyndin er sú að hún nægir ekki ein og sér. Nýjar tæknilausnir, líkt og loftsugutækni sem svissneska fyrirtækið Climeworks hefur þróað, eru nauðsynlegar til að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar alþjóðlegra stórfyrirtækja í loftsugutækni er Hellisheiði eini staðurinn í heiminum þar sem CO2 úr andrúmlofti er bæði fangað og fargað varanlega. Nýverið tilkynnti Climeworks, í samstarfi við Orku náttúrunnar og Carbfix, um áform sín um stóraukin umsvif á Íslandi. Fyrirtækið hefur hafið uppsetningu á loftsugustöð í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar sem mun hreinsa 4000 tonn af koldíoxíði úr andrúmslofti árlega sem síðan verður fargað varanlega með Carbfix aðferðinni. Þrátt fyrir að 4000 tonn séu aðeins brot af þeim milljónum tonna sem þarf að hreinsa úr andrúmsloftinu á komandi áratugum er um brautryðjendastarf að ræða sem hefur alla burði til að vaxa hratt að umfangi. Ísland í fararbroddi gegn loftslagsvá Spár gera ráð fyrir að þessi nýja loftsugu- og kolefnisförgunartækni muni hafa úrslitaáhrif um það hvort markmið Parísarsamkomulagsins náist um miðbik aldarinnar. Íslenskur berggrunnur, tækniþekking og hrein orka gera landið sérlega hentugt til að leiða áframhaldandi þróun þessarar tækni. Ísland hefur allt sem til þarf til að byggja upp nýjan, loftslagsvænan iðnað sem getur skipt sköpum fyrir framtíð jarðar. Höfundar eru Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar og Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun