Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. nóvember 2022 09:01 Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir. Í miðjum Covid faraldri samþykkti Alþingi lög sem fólu í sér tímabundinn skattaafslátt fyrir fyrirtæki vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Markmiðið var að halda efnahagslífinu gangandi á tímum mikillar óvissu. Jákvætt og verðugt markmið. En nú er komið á daginn að þessir viðspyrnustyrkir komu ekki eingöngu til lækkunar á tekjuskatti fyrirtækja, heldur einnig til lækkunar á veiðigjöldum stöndugustu útgerðarfélaga landsins. Það þarf ekki að vera að ætlunin hafi verið að lækka veiðigjöldin. Mögulega hafi stjórnvöldum hafi þótt nóg að lækka tekjuskattinn á útgerðina eins og önnur fyrirtæki í miðju Covid fári enda ekki fyrirséð að tekjur sjávarútvegsins myndu aukast í faraldrinum. Kannski kom málið raunverulega fyrst upp þegar verið var að fara með stækkunargleri yfir alla mögulega tekjupósta ríkisins til að bæta afspyrnu léleg fjárlög næsta árs. Þá hafi komið upp hugmyndin um að fresta lækkuninni. Takast á þann vanda síðar. Fá veiðigjöld upp á 9,5 milljarða í stað 7 milljarða í fjárlög 2023, og lækka svo á móti vænt veiðigjöld næstu 5 ár um hálfan milljarð hvert ár. Nú er Alþingi með boltann. Ber ábyrgðina á því að afgreiða á örfáum dögum sérstakt frumvarp til breytingar á veiðigjöldum svo hægt verði að fresta þeirri lækkun sem varð til sem aukaafurð mótvægisaðgerða stjórnvalda vegna Covid. Samþykki Alþingi breytinguna er ekki verið að hækka veiðigjöld, bara fresta lækkuninni til að bæta fjárlög næsta árs. Það er ekki lögmál að gjaldtaka fyrir afnot af þjóðarauðlindinni okkar byggi á mjög ógegnsæjum útreikningum og sé háð því hvernig vindar blása í pólitíkinni hverju sinni. Og það er ekki heldur lögmál að það séu stjórnvöld en ekki markaðurinn sem ráði því hvert verðmætið er. Viðreisn hefur frá stofnun sinni lagt mikla áherslu á breytta nálgun í sjávarútvegsmálum. Tímabinding veiðiheimilda er grundvöllur þess að tryggja eignarrétt almennings á sjávarauðlindinni og þess að hægt sé að fá eðlilegt og sanngjarnt verðmat á eigninni með markaðsleiðinni. Skýr tímabundinn afnotaréttur hámarkar þjóðhagslega hagkvæmni veiðanna auk þess að endurspegla með ótvíræðum hætti eignarrétt þjóðarinnar. Af hverju eiga einhver önnur markmið að ráða hér för? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir. Í miðjum Covid faraldri samþykkti Alþingi lög sem fólu í sér tímabundinn skattaafslátt fyrir fyrirtæki vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Markmiðið var að halda efnahagslífinu gangandi á tímum mikillar óvissu. Jákvætt og verðugt markmið. En nú er komið á daginn að þessir viðspyrnustyrkir komu ekki eingöngu til lækkunar á tekjuskatti fyrirtækja, heldur einnig til lækkunar á veiðigjöldum stöndugustu útgerðarfélaga landsins. Það þarf ekki að vera að ætlunin hafi verið að lækka veiðigjöldin. Mögulega hafi stjórnvöldum hafi þótt nóg að lækka tekjuskattinn á útgerðina eins og önnur fyrirtæki í miðju Covid fári enda ekki fyrirséð að tekjur sjávarútvegsins myndu aukast í faraldrinum. Kannski kom málið raunverulega fyrst upp þegar verið var að fara með stækkunargleri yfir alla mögulega tekjupósta ríkisins til að bæta afspyrnu léleg fjárlög næsta árs. Þá hafi komið upp hugmyndin um að fresta lækkuninni. Takast á þann vanda síðar. Fá veiðigjöld upp á 9,5 milljarða í stað 7 milljarða í fjárlög 2023, og lækka svo á móti vænt veiðigjöld næstu 5 ár um hálfan milljarð hvert ár. Nú er Alþingi með boltann. Ber ábyrgðina á því að afgreiða á örfáum dögum sérstakt frumvarp til breytingar á veiðigjöldum svo hægt verði að fresta þeirri lækkun sem varð til sem aukaafurð mótvægisaðgerða stjórnvalda vegna Covid. Samþykki Alþingi breytinguna er ekki verið að hækka veiðigjöld, bara fresta lækkuninni til að bæta fjárlög næsta árs. Það er ekki lögmál að gjaldtaka fyrir afnot af þjóðarauðlindinni okkar byggi á mjög ógegnsæjum útreikningum og sé háð því hvernig vindar blása í pólitíkinni hverju sinni. Og það er ekki heldur lögmál að það séu stjórnvöld en ekki markaðurinn sem ráði því hvert verðmætið er. Viðreisn hefur frá stofnun sinni lagt mikla áherslu á breytta nálgun í sjávarútvegsmálum. Tímabinding veiðiheimilda er grundvöllur þess að tryggja eignarrétt almennings á sjávarauðlindinni og þess að hægt sé að fá eðlilegt og sanngjarnt verðmat á eigninni með markaðsleiðinni. Skýr tímabundinn afnotaréttur hámarkar þjóðhagslega hagkvæmni veiðanna auk þess að endurspegla með ótvíræðum hætti eignarrétt þjóðarinnar. Af hverju eiga einhver önnur markmið að ráða hér för? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun