Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 09:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins síðastliðin átta ár. VÍSIR/VILHELM Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur gefið út sérstakar reglur vegna kórónuveirufaraldursins, varðandi leiki í Þjóðadeild UEFA í september. Ísland á þá að mæta Englandi á Laugardalsvelli 5. september og Belgíu á útivelli 8. september. Í nýju reglunum er veitt tímabundin undanþága frá því að landslið eigi alltaf rétt á að kalla til sín leikmenn í verkefni á alþjóðlegum leikdögum. Undanþágan er veitt í þeim tilfellum þar sem að landsliðsverkefni felur í sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví við komu til lands sem spilað er í, eða við komuna til landsins sem félagslið leikmanns er staðsett í. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sambandið hefði fengið dreifibréf frá FIFA varðandi málið. Verið væri að fara yfir stöðuna og meta næstu skref. Tilkynnt verður um val á íslenska landsliðshópnum á föstudaginn. Í sóttkví við heimkomu frá Belgíu Á Íslandi eru einmitt í gildi reglur um fimm daga sóttkví við komu frá útlöndum. Þær bitna þó reyndar ekki að fullu á enska landsliðinu og þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem búa erlendis. Þeir verða lokaðir af á hótelum en fá að æfa og spila leikinn, á forsendum reglna um vinnusóttkví, áður en íslenski hópurinn heldur til Belgíu og sá enski til Danmerkur. Félagslið þeirra geta því ekki bannað þeim að koma til Íslands, nema í þeim tilfellum þar sem þeirra bíður sóttkví við komuna aftur heim. Það er hins vegar ljóst að þeir landsliðsmenn sem búa hér á landi og snúa heim frá útlöndum þurfa að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví. Þetta á til dæmis við um Hannes og Kára, haldi þeir sætum sínum í landsliðshópnum sem valinn verður á föstudag, og gæti einnig átt við um Valsarann Birki Má Sævarsson og fleiri leikmenn. Til að nýju FIFA-reglurnar næðu ekki til þeirra þyrftu þeir að njóta undanþágu frá sóttkví. Kári Árnason meiddist í leik með Víkingi í lok júlí en ætti að vera að komast í gang.VÍSIR/DANÍEL Og það væri svo sem ekki óeðlilegt að Valur og Víkingur vildu halda leikmönnunum hjá sér. Valur á bikarleik við HK 10. september og þá eiga Valur og Víkingur að mætast í deildarleik 13. september, þegar Kári og Hannes væru sjálfsagt enn í sóttkví færu þeir til Belgíu. Þeir væru þá auk þess ekki búnir að æfa með sínum liðum í tvær vikur. Mögulega gætu landsliðsmenn sem búa hér á landi verið í hópnum sem mætir Englandi hér á landi en verið meinað að fara í útileikinn við Belga með tilheyrandi sóttkví við heimkomuna til Íslands. FH í svipaðri stöðu varðandi Gunnar Að sama skapi gæti Valur bannað Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnúsi Egilssyni að fara til Andorra með færeyska landsliðinu, sem og FH bannað markverðinum Gunnari Nielsen að fara í sömu ferð, vegna sóttkvíar sem þeir þyrftu að fara í við komuna til Íslands. FH á bikarleik við Stjörnuna 10. september. Samkvæmt reglum KSÍ þurfa að lágmarki fimm leikmenn frá sama liði að vera í sóttkví til að hægt sé að fá leikjum frestað á slíkum forsendum. Gunnar Nielsen er markvörður FH og Færeyja.VÍSIR/HAG Gæti haft áhrif á kvennalandsliðið fyrir Svíaleikinn Reglurnar ná einnig til kvennalandsliðsins vegna leikjanna mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM 17. og 22. september. Óljóst er hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá en þar sem leikirnir eru báðir á Laugardalsvelli snýst spurningin um það hvort að þær landsliðskonur sem leika erlendis þyrftu að fara í fimm daga sóttkví við heimkomu eftir Íslandsför. Ef svo væri ættu félagslið þeirra rétt á að meina þeim að taka þátt í leikjunum. Sem stendur er ekki krafa um sóttkví þegar Íslendingar koma til Frakklands, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði býr, eða Svíþjóðar og Þýskalands þar sem íslenskar landsliðskonur leika einnig. Sara Björk Gunnarsdóttir er þessa dagana á Spáni vegna lokakaflans í Meistaradeild Evrópu en býr í Frakklandi eftir að hafa samið við Lyon.VÍSIR/BÁRA Valur Víkingur Reykjavík KSÍ Íslenski boltinn Þjóðadeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur gefið út sérstakar reglur vegna kórónuveirufaraldursins, varðandi leiki í Þjóðadeild UEFA í september. Ísland á þá að mæta Englandi á Laugardalsvelli 5. september og Belgíu á útivelli 8. september. Í nýju reglunum er veitt tímabundin undanþága frá því að landslið eigi alltaf rétt á að kalla til sín leikmenn í verkefni á alþjóðlegum leikdögum. Undanþágan er veitt í þeim tilfellum þar sem að landsliðsverkefni felur í sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví við komu til lands sem spilað er í, eða við komuna til landsins sem félagslið leikmanns er staðsett í. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sambandið hefði fengið dreifibréf frá FIFA varðandi málið. Verið væri að fara yfir stöðuna og meta næstu skref. Tilkynnt verður um val á íslenska landsliðshópnum á föstudaginn. Í sóttkví við heimkomu frá Belgíu Á Íslandi eru einmitt í gildi reglur um fimm daga sóttkví við komu frá útlöndum. Þær bitna þó reyndar ekki að fullu á enska landsliðinu og þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem búa erlendis. Þeir verða lokaðir af á hótelum en fá að æfa og spila leikinn, á forsendum reglna um vinnusóttkví, áður en íslenski hópurinn heldur til Belgíu og sá enski til Danmerkur. Félagslið þeirra geta því ekki bannað þeim að koma til Íslands, nema í þeim tilfellum þar sem þeirra bíður sóttkví við komuna aftur heim. Það er hins vegar ljóst að þeir landsliðsmenn sem búa hér á landi og snúa heim frá útlöndum þurfa að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví. Þetta á til dæmis við um Hannes og Kára, haldi þeir sætum sínum í landsliðshópnum sem valinn verður á föstudag, og gæti einnig átt við um Valsarann Birki Má Sævarsson og fleiri leikmenn. Til að nýju FIFA-reglurnar næðu ekki til þeirra þyrftu þeir að njóta undanþágu frá sóttkví. Kári Árnason meiddist í leik með Víkingi í lok júlí en ætti að vera að komast í gang.VÍSIR/DANÍEL Og það væri svo sem ekki óeðlilegt að Valur og Víkingur vildu halda leikmönnunum hjá sér. Valur á bikarleik við HK 10. september og þá eiga Valur og Víkingur að mætast í deildarleik 13. september, þegar Kári og Hannes væru sjálfsagt enn í sóttkví færu þeir til Belgíu. Þeir væru þá auk þess ekki búnir að æfa með sínum liðum í tvær vikur. Mögulega gætu landsliðsmenn sem búa hér á landi verið í hópnum sem mætir Englandi hér á landi en verið meinað að fara í útileikinn við Belga með tilheyrandi sóttkví við heimkomuna til Íslands. FH í svipaðri stöðu varðandi Gunnar Að sama skapi gæti Valur bannað Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnúsi Egilssyni að fara til Andorra með færeyska landsliðinu, sem og FH bannað markverðinum Gunnari Nielsen að fara í sömu ferð, vegna sóttkvíar sem þeir þyrftu að fara í við komuna til Íslands. FH á bikarleik við Stjörnuna 10. september. Samkvæmt reglum KSÍ þurfa að lágmarki fimm leikmenn frá sama liði að vera í sóttkví til að hægt sé að fá leikjum frestað á slíkum forsendum. Gunnar Nielsen er markvörður FH og Færeyja.VÍSIR/HAG Gæti haft áhrif á kvennalandsliðið fyrir Svíaleikinn Reglurnar ná einnig til kvennalandsliðsins vegna leikjanna mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM 17. og 22. september. Óljóst er hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá en þar sem leikirnir eru báðir á Laugardalsvelli snýst spurningin um það hvort að þær landsliðskonur sem leika erlendis þyrftu að fara í fimm daga sóttkví við heimkomu eftir Íslandsför. Ef svo væri ættu félagslið þeirra rétt á að meina þeim að taka þátt í leikjunum. Sem stendur er ekki krafa um sóttkví þegar Íslendingar koma til Frakklands, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði býr, eða Svíþjóðar og Þýskalands þar sem íslenskar landsliðskonur leika einnig. Sara Björk Gunnarsdóttir er þessa dagana á Spáni vegna lokakaflans í Meistaradeild Evrópu en býr í Frakklandi eftir að hafa samið við Lyon.VÍSIR/BÁRA
Valur Víkingur Reykjavík KSÍ Íslenski boltinn Þjóðadeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira