Innanlandssmitin öll af sama stofni Sylvía Hall og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. ágúst 2020 20:36 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Vísir/Sigurjón 233 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðasta mánuðinn og eru þau öll rakin til sama stofns veirunnar. Yfirmaður smitrakningarteymis segir að fyrsta tilfellið hér á landi hafi komið upp í Kópavogi. Þá hafi komið upp hópsýkingar á Akranesi og Suðurlandi. Enn einn skólinn bættist í hóp þeirra þar sem röskun verður á skólastarfi í dag en einn þriðji starfsmanna eða átta manns áleikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. Frá því á föstudag hefur því röskun orðið á skólastarfi í fimm grunn- og leikskólum og í Hinu húsinu. Fram hefur komið að líklega hafi starfsmenn skólanna, Hins hússins og Huldubergs smitast í hópsýkingu á Hótel Rangá. Yfirmaður smitrakningateymis hjá Landlækni segir að öll innanlandstilfelli í síðari bylgju faraldursins séu af sama meiði. „Þetta er í rauninni veira af sömu ætt og sú sem við höfum verið að kljást við innanlands og hefur verið að skjóta sér upp innan hópa. Við vitum að hún kemur að utan en við erum ekki á þeim stað að við getum sagt hvenær hún kom eða hvernig hún kom hingað," segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í höfuðborginni. „Fyrsta tilfellið sem kemur upp er í Kópavogi. Svo er það líka stundum þannig að þeir sem greinast fyrstir eru ekki endilega þeir fyrstu sem fá veiruna, það fer allt eftir því hvenær menn greinast og hvenær einkennin koma fram,“ segir Jóhann. „Hún hefur fengið lit hjá okkur, við höfum kallað þetta grænu veiruna.“ Græna veiran sé búin að skjóta upp kollinum um allt land frá 25. júlí. Til að mynda hafi verið stór hópsýking á Akranesi í byrjun ágúst og svo í síðustu viku á Suðurlandi og kringum hótel Rangá. „Hópur sem meðal annars tengist hóteli, hann telur núna um það bil 24, en þetta er hópur sem hefur margar staðsetningar. Það er í rauninni engin ein staðsetning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
233 kórónuveirusmit hafa greinst innanlands síðasta mánuðinn og eru þau öll rakin til sama stofns veirunnar. Yfirmaður smitrakningarteymis segir að fyrsta tilfellið hér á landi hafi komið upp í Kópavogi. Þá hafi komið upp hópsýkingar á Akranesi og Suðurlandi. Enn einn skólinn bættist í hóp þeirra þar sem röskun verður á skólastarfi í dag en einn þriðji starfsmanna eða átta manns áleikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. Frá því á föstudag hefur því röskun orðið á skólastarfi í fimm grunn- og leikskólum og í Hinu húsinu. Fram hefur komið að líklega hafi starfsmenn skólanna, Hins hússins og Huldubergs smitast í hópsýkingu á Hótel Rangá. Yfirmaður smitrakningateymis hjá Landlækni segir að öll innanlandstilfelli í síðari bylgju faraldursins séu af sama meiði. „Þetta er í rauninni veira af sömu ætt og sú sem við höfum verið að kljást við innanlands og hefur verið að skjóta sér upp innan hópa. Við vitum að hún kemur að utan en við erum ekki á þeim stað að við getum sagt hvenær hún kom eða hvernig hún kom hingað," segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í höfuðborginni. „Fyrsta tilfellið sem kemur upp er í Kópavogi. Svo er það líka stundum þannig að þeir sem greinast fyrstir eru ekki endilega þeir fyrstu sem fá veiruna, það fer allt eftir því hvenær menn greinast og hvenær einkennin koma fram,“ segir Jóhann. „Hún hefur fengið lit hjá okkur, við höfum kallað þetta grænu veiruna.“ Græna veiran sé búin að skjóta upp kollinum um allt land frá 25. júlí. Til að mynda hafi verið stór hópsýking á Akranesi í byrjun ágúst og svo í síðustu viku á Suðurlandi og kringum hótel Rangá. „Hópur sem meðal annars tengist hóteli, hann telur núna um það bil 24, en þetta er hópur sem hefur margar staðsetningar. Það er í rauninni engin ein staðsetning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04