Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2020 19:30 Brigitte Brugger er sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. STÖÐ2 Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst matvælastofnuninni í danmörku ein slík tilkynning. Sérgreinadýralæknir segir að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns um salmonellu hafi fjölgað frá árinu 2019. „Þessi aukning hefur verið skoðuð frá árinu 2019 og ástæðan hefur hreinlega ekki fundist nema að við vitum að það eru bú sem hafa verið smituð í mörg ár sem hafa ekki náð að losa sig við smit,“ sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi.STÖÐ2 27 kjúklingabú eru hér á landi. Athygli vekur að allar tilkynningarnar níu koma frá tveimur sláturhúsum. Það er hjá Matfugli og Reykjagarði. Framkvæmdastjóri Matfugls segir hart tekið á málum þegar grunur um salmonellu kemur upp. „Það eru tíu til ellefu ár síðan þetta barst með sojamjöli sem kom til landsins og hafði ekki verið passað nógu vel upp á í fóðurframleiðslu hjá þeim aðila og við erum en nað glíma við það. Við tökum deildir og erum óhræddir við að taka deildir úr framleiðslu ef þetta kemur upp,“ sagði Sveinn V. Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls. Salmonellan virðist liggja í dvala og blossa upp við ákveðnar aðstæður. Varðandi muninn á tíðni tilkynninga hérlendis og t.d. í Danmörku segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs að hann gæti m.a. legið í því að hérlendis sé meira lagt upp úr eftirliti og tilkynningaskyldu en erlendis. Auk þess séu ekki notuð sýklalyf í alifuglabúskap hérlendis til að fyrirbyggja sýkingar í fuglum að hans sögn. Brigitte segir þó að sambærilegar reglur um sýnatöku séu hér og í nágrannalöndunum. „Þegar salmonella finnst þá er tilteknu húsi lokað,“ sagði Brigitte. Starfsemi fer þó áfram fram í húsum í kring. En er það ekkert varhugavert að vera með framleiðslu á svæðinu í kring þegar það er svona mikil hætta á smiti? „Það getur verið ástæða til að endurskoða þetta á þessum búum af því að það hefur verið aukning frá árinu 2019,“ sagði Brigitte. Dýr Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst matvælastofnuninni í danmörku ein slík tilkynning. Sérgreinadýralæknir segir að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns um salmonellu hafi fjölgað frá árinu 2019. „Þessi aukning hefur verið skoðuð frá árinu 2019 og ástæðan hefur hreinlega ekki fundist nema að við vitum að það eru bú sem hafa verið smituð í mörg ár sem hafa ekki náð að losa sig við smit,“ sagði Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST. Á síðustu tólf mánuðum hefur Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi.STÖÐ2 27 kjúklingabú eru hér á landi. Athygli vekur að allar tilkynningarnar níu koma frá tveimur sláturhúsum. Það er hjá Matfugli og Reykjagarði. Framkvæmdastjóri Matfugls segir hart tekið á málum þegar grunur um salmonellu kemur upp. „Það eru tíu til ellefu ár síðan þetta barst með sojamjöli sem kom til landsins og hafði ekki verið passað nógu vel upp á í fóðurframleiðslu hjá þeim aðila og við erum en nað glíma við það. Við tökum deildir og erum óhræddir við að taka deildir úr framleiðslu ef þetta kemur upp,“ sagði Sveinn V. Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls. Salmonellan virðist liggja í dvala og blossa upp við ákveðnar aðstæður. Varðandi muninn á tíðni tilkynninga hérlendis og t.d. í Danmörku segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs að hann gæti m.a. legið í því að hérlendis sé meira lagt upp úr eftirliti og tilkynningaskyldu en erlendis. Auk þess séu ekki notuð sýklalyf í alifuglabúskap hérlendis til að fyrirbyggja sýkingar í fuglum að hans sögn. Brigitte segir þó að sambærilegar reglur um sýnatöku séu hér og í nágrannalöndunum. „Þegar salmonella finnst þá er tilteknu húsi lokað,“ sagði Brigitte. Starfsemi fer þó áfram fram í húsum í kring. En er það ekkert varhugavert að vera með framleiðslu á svæðinu í kring þegar það er svona mikil hætta á smiti? „Það getur verið ástæða til að endurskoða þetta á þessum búum af því að það hefur verið aukning frá árinu 2019,“ sagði Brigitte.
Dýr Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira