Neymar og Messi töluðu saman um að spila aftur saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:00 Lionel Messi og Neymar er góðir vinir frá dögum sínum saman hjá Barcelona. EPA/KIMIMASA MAYAMA Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að sannfæra Lionel Messi um að koma frekar í Paris Saint Germain í staðinn fyrir að fara til Manchester City. ESPN segir frá því að miðillinn hafi heimildir fyrir því að Neymar hringdi í Lionel Messi í gær og ræddi möguleikann á því að Messi kæmi frekar til Paris Saint Germain. Framtíð Lionel Messi hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann tilkynnti Barcelona það á þriðjudaginn að hann væri á förum frá félaginu. Imagine Mbappe, Neymar and Messi in the same team. Paris Saint-Germain are closely monitoring the situation around Lionel Messi, sources have told ESPN.https://t.co/bACSsQTdex— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 27, 2020 Paris Saint Germain er eitt af þeim félögum sem hafa efni á því að fá Lionel Messi og forráðamenn félagsins eru að fylgjast náið með þróun mála. PSG hefur samt ekki enn haft samband við Jorge föður Messi sem er líka umboðsmaðurinn hans. Neymar er aftur á móti byrjaður að vinna sjálfur í því að fá Lionel Messi til Parísar. Neymar fór frá Messi og Barcelona árið 2017 en hefur alltaf verið í góðu sambandi við Messi. Gott dæmi um það var í fyrra þegar Lionel Messi reyndi að pressa á það að Barcelona fengi Neymar aftur til baka. Það gekk ekki eftir enda keypti PSG Brasilíumanninn á sínum tíma á 222 milljónir evra. Neymar er ekki eini leikmaður Paris Saint Germain sem hefur talað við Messi því það hefur Angel Di Maria einnig gert en þeir spila saman í argentínska landsliðinu. #Espn Brasil: "#Messi chiama #Neymar per portarlo al #ManchesterCity" https://t.co/xeqcySXhkR— Tuttosport (@tuttosport) August 26, 2020 Neymar er staddur í sumarfríi á Ibiza með fjölskyldu sinni en þar eru líka aðrir leikmenn PSG eins og Di Maria, Keylor Navas og Mauro Icardi. Það má búast við því að þeir hafi eitthvað talað saman um Messi síðan á þriðjudaginn. PSG er fjársterkt félag eins og Manchester City og félagið er líka að „losna“ við menn eins og Edinson Cavani, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo-Moting og Thomas Meunier af launaskrá. Það ætti því að vera hægt að bjóða Messi góð laun þar á bæ. Stóra málið er hvort Messi geti fengið sig lausan frá samningi sínum eins og hann telur sjálfur eða hvort félögin sem keppast nú um hann þurfi að borga fyrir hann stóra upphæð. Það kostar 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn og enginn er að fara að borga það fyrir 33 ára gamlan leikmann þótt að hann sé Lionel Messi. watch on YouTube Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að sannfæra Lionel Messi um að koma frekar í Paris Saint Germain í staðinn fyrir að fara til Manchester City. ESPN segir frá því að miðillinn hafi heimildir fyrir því að Neymar hringdi í Lionel Messi í gær og ræddi möguleikann á því að Messi kæmi frekar til Paris Saint Germain. Framtíð Lionel Messi hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann tilkynnti Barcelona það á þriðjudaginn að hann væri á förum frá félaginu. Imagine Mbappe, Neymar and Messi in the same team. Paris Saint-Germain are closely monitoring the situation around Lionel Messi, sources have told ESPN.https://t.co/bACSsQTdex— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 27, 2020 Paris Saint Germain er eitt af þeim félögum sem hafa efni á því að fá Lionel Messi og forráðamenn félagsins eru að fylgjast náið með þróun mála. PSG hefur samt ekki enn haft samband við Jorge föður Messi sem er líka umboðsmaðurinn hans. Neymar er aftur á móti byrjaður að vinna sjálfur í því að fá Lionel Messi til Parísar. Neymar fór frá Messi og Barcelona árið 2017 en hefur alltaf verið í góðu sambandi við Messi. Gott dæmi um það var í fyrra þegar Lionel Messi reyndi að pressa á það að Barcelona fengi Neymar aftur til baka. Það gekk ekki eftir enda keypti PSG Brasilíumanninn á sínum tíma á 222 milljónir evra. Neymar er ekki eini leikmaður Paris Saint Germain sem hefur talað við Messi því það hefur Angel Di Maria einnig gert en þeir spila saman í argentínska landsliðinu. #Espn Brasil: "#Messi chiama #Neymar per portarlo al #ManchesterCity" https://t.co/xeqcySXhkR— Tuttosport (@tuttosport) August 26, 2020 Neymar er staddur í sumarfríi á Ibiza með fjölskyldu sinni en þar eru líka aðrir leikmenn PSG eins og Di Maria, Keylor Navas og Mauro Icardi. Það má búast við því að þeir hafi eitthvað talað saman um Messi síðan á þriðjudaginn. PSG er fjársterkt félag eins og Manchester City og félagið er líka að „losna“ við menn eins og Edinson Cavani, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo-Moting og Thomas Meunier af launaskrá. Það ætti því að vera hægt að bjóða Messi góð laun þar á bæ. Stóra málið er hvort Messi geti fengið sig lausan frá samningi sínum eins og hann telur sjálfur eða hvort félögin sem keppast nú um hann þurfi að borga fyrir hann stóra upphæð. Það kostar 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn og enginn er að fara að borga það fyrir 33 ára gamlan leikmann þótt að hann sé Lionel Messi. watch on YouTube
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira