Neymar og Messi töluðu saman um að spila aftur saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:00 Lionel Messi og Neymar er góðir vinir frá dögum sínum saman hjá Barcelona. EPA/KIMIMASA MAYAMA Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að sannfæra Lionel Messi um að koma frekar í Paris Saint Germain í staðinn fyrir að fara til Manchester City. ESPN segir frá því að miðillinn hafi heimildir fyrir því að Neymar hringdi í Lionel Messi í gær og ræddi möguleikann á því að Messi kæmi frekar til Paris Saint Germain. Framtíð Lionel Messi hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann tilkynnti Barcelona það á þriðjudaginn að hann væri á förum frá félaginu. Imagine Mbappe, Neymar and Messi in the same team. Paris Saint-Germain are closely monitoring the situation around Lionel Messi, sources have told ESPN.https://t.co/bACSsQTdex— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 27, 2020 Paris Saint Germain er eitt af þeim félögum sem hafa efni á því að fá Lionel Messi og forráðamenn félagsins eru að fylgjast náið með þróun mála. PSG hefur samt ekki enn haft samband við Jorge föður Messi sem er líka umboðsmaðurinn hans. Neymar er aftur á móti byrjaður að vinna sjálfur í því að fá Lionel Messi til Parísar. Neymar fór frá Messi og Barcelona árið 2017 en hefur alltaf verið í góðu sambandi við Messi. Gott dæmi um það var í fyrra þegar Lionel Messi reyndi að pressa á það að Barcelona fengi Neymar aftur til baka. Það gekk ekki eftir enda keypti PSG Brasilíumanninn á sínum tíma á 222 milljónir evra. Neymar er ekki eini leikmaður Paris Saint Germain sem hefur talað við Messi því það hefur Angel Di Maria einnig gert en þeir spila saman í argentínska landsliðinu. #Espn Brasil: "#Messi chiama #Neymar per portarlo al #ManchesterCity" https://t.co/xeqcySXhkR— Tuttosport (@tuttosport) August 26, 2020 Neymar er staddur í sumarfríi á Ibiza með fjölskyldu sinni en þar eru líka aðrir leikmenn PSG eins og Di Maria, Keylor Navas og Mauro Icardi. Það má búast við því að þeir hafi eitthvað talað saman um Messi síðan á þriðjudaginn. PSG er fjársterkt félag eins og Manchester City og félagið er líka að „losna“ við menn eins og Edinson Cavani, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo-Moting og Thomas Meunier af launaskrá. Það ætti því að vera hægt að bjóða Messi góð laun þar á bæ. Stóra málið er hvort Messi geti fengið sig lausan frá samningi sínum eins og hann telur sjálfur eða hvort félögin sem keppast nú um hann þurfi að borga fyrir hann stóra upphæð. Það kostar 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn og enginn er að fara að borga það fyrir 33 ára gamlan leikmann þótt að hann sé Lionel Messi. watch on YouTube Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að sannfæra Lionel Messi um að koma frekar í Paris Saint Germain í staðinn fyrir að fara til Manchester City. ESPN segir frá því að miðillinn hafi heimildir fyrir því að Neymar hringdi í Lionel Messi í gær og ræddi möguleikann á því að Messi kæmi frekar til Paris Saint Germain. Framtíð Lionel Messi hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann tilkynnti Barcelona það á þriðjudaginn að hann væri á förum frá félaginu. Imagine Mbappe, Neymar and Messi in the same team. Paris Saint-Germain are closely monitoring the situation around Lionel Messi, sources have told ESPN.https://t.co/bACSsQTdex— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 27, 2020 Paris Saint Germain er eitt af þeim félögum sem hafa efni á því að fá Lionel Messi og forráðamenn félagsins eru að fylgjast náið með þróun mála. PSG hefur samt ekki enn haft samband við Jorge föður Messi sem er líka umboðsmaðurinn hans. Neymar er aftur á móti byrjaður að vinna sjálfur í því að fá Lionel Messi til Parísar. Neymar fór frá Messi og Barcelona árið 2017 en hefur alltaf verið í góðu sambandi við Messi. Gott dæmi um það var í fyrra þegar Lionel Messi reyndi að pressa á það að Barcelona fengi Neymar aftur til baka. Það gekk ekki eftir enda keypti PSG Brasilíumanninn á sínum tíma á 222 milljónir evra. Neymar er ekki eini leikmaður Paris Saint Germain sem hefur talað við Messi því það hefur Angel Di Maria einnig gert en þeir spila saman í argentínska landsliðinu. #Espn Brasil: "#Messi chiama #Neymar per portarlo al #ManchesterCity" https://t.co/xeqcySXhkR— Tuttosport (@tuttosport) August 26, 2020 Neymar er staddur í sumarfríi á Ibiza með fjölskyldu sinni en þar eru líka aðrir leikmenn PSG eins og Di Maria, Keylor Navas og Mauro Icardi. Það má búast við því að þeir hafi eitthvað talað saman um Messi síðan á þriðjudaginn. PSG er fjársterkt félag eins og Manchester City og félagið er líka að „losna“ við menn eins og Edinson Cavani, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo-Moting og Thomas Meunier af launaskrá. Það ætti því að vera hægt að bjóða Messi góð laun þar á bæ. Stóra málið er hvort Messi geti fengið sig lausan frá samningi sínum eins og hann telur sjálfur eða hvort félögin sem keppast nú um hann þurfi að borga fyrir hann stóra upphæð. Það kostar 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn og enginn er að fara að borga það fyrir 33 ára gamlan leikmann þótt að hann sé Lionel Messi. watch on YouTube
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Sjá meira