Hvetur stjórnvöld til grænna fjárfestinga í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:13 António Guterres hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. AP/Markus Schreiber Lífslíkur jarðarbúa myndu aukast um 20 mánuði ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt. Þetta samsvarar því að lífi 5.5 milljóna manna yrði bjargað á hverju ári, sem samsvarar nærri öllum íbúafjölda Danmerkur. Þetta kom fram í ræðu António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem sjá má brot úr hér að neðan. Guterres sagði meðal annars að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti þýddu fjölgun dauðsfalla og aukinn kostnað við heilsugæslu. Réttast væri að taka græn fjárfestingaskref í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins. „Á þessu ári hafa vísindamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að dánarlíkur fólks af völdum COVID-19 séu meiri á þeim svæðum þar sem loftmengun er mikil. Þetta er einfaldlega mannlegur harmleikur og slæm hagfræði,” sagði Guterres og færði rök fyrir því að sjálfbærar aðgerðir fjölgi störfum, tryggi fleirum aðgang að orku, dragi úr losun koltvísýrings og bæti heilsu. Að sama skapi sagði aðalframkvæmdastjórinn að fjárfestingar í hreinni orku gætu skapað 9 milljónir starfa á hverju ári næstu þrjú árin. „Fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum skapar þrisvar sinnum fleiri störf en fjárfestingar í mengandi jarðefnaeldsneyti. Nú þegar fjöldi manns gæti orðið fátækt að bráð vegna COVID-19 faraldursins, er atvinnusköpun af þessu tagi tækifæri sem ekki má glatast.” Renewable energy needs to grow.Coal use must be phased out.That must be our #ClimateAction story a story of smarter, stronger, cleaner economies for the 21st century, creating more jobs, more justice and more prosperity. https://t.co/Fh6b8AdXyP pic.twitter.com/4arcNq4B4U— António Guterres (@antonioguterres) August 28, 2020 Guterres fagnaði þeirri þróun að auknar fjárfestingar og aðgerðir til að auka eftirspurn í faraldrinum tækju víða mið af því að draga úr kolefnisspori. „En þótt þessi jákvæðu teikn séu mikil hvatning hef ég líka áhyggjur af neikvæðri þróun. Úttekt á endurreisnartillögum innan G20 ríkjahópsins bendir til að tvisvar sinnum meira fé sé varið í jarðefnaeldsneyti en til hreinnar orku,” sagði Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt G20 ríkin til að fjárfesta í hreinni, orku og grænum orkuskiptum í viðleitni til að bregðast við COVID-19. „Þetta felur í sér að bundinn verði endi á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og skuldbindingar um enga nýja kolavinnslu eftir 2020.” Hann hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. „Fjárfestið í grænum störfum. Ekki bjarga mengandi iðngreinum. Hættið niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Takið loftslagsáhættu með í reikninginn í fjárhagslegum ákvörðunum og stefnumótun. Vinnum saman. Og að sem mikilvægast er: skiljum engan eftir,” sagði Guterres að lokum. Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Lífslíkur jarðarbúa myndu aukast um 20 mánuði ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt. Þetta samsvarar því að lífi 5.5 milljóna manna yrði bjargað á hverju ári, sem samsvarar nærri öllum íbúafjölda Danmerkur. Þetta kom fram í ræðu António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem sjá má brot úr hér að neðan. Guterres sagði meðal annars að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti þýddu fjölgun dauðsfalla og aukinn kostnað við heilsugæslu. Réttast væri að taka græn fjárfestingaskref í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins. „Á þessu ári hafa vísindamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að dánarlíkur fólks af völdum COVID-19 séu meiri á þeim svæðum þar sem loftmengun er mikil. Þetta er einfaldlega mannlegur harmleikur og slæm hagfræði,” sagði Guterres og færði rök fyrir því að sjálfbærar aðgerðir fjölgi störfum, tryggi fleirum aðgang að orku, dragi úr losun koltvísýrings og bæti heilsu. Að sama skapi sagði aðalframkvæmdastjórinn að fjárfestingar í hreinni orku gætu skapað 9 milljónir starfa á hverju ári næstu þrjú árin. „Fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum skapar þrisvar sinnum fleiri störf en fjárfestingar í mengandi jarðefnaeldsneyti. Nú þegar fjöldi manns gæti orðið fátækt að bráð vegna COVID-19 faraldursins, er atvinnusköpun af þessu tagi tækifæri sem ekki má glatast.” Renewable energy needs to grow.Coal use must be phased out.That must be our #ClimateAction story a story of smarter, stronger, cleaner economies for the 21st century, creating more jobs, more justice and more prosperity. https://t.co/Fh6b8AdXyP pic.twitter.com/4arcNq4B4U— António Guterres (@antonioguterres) August 28, 2020 Guterres fagnaði þeirri þróun að auknar fjárfestingar og aðgerðir til að auka eftirspurn í faraldrinum tækju víða mið af því að draga úr kolefnisspori. „En þótt þessi jákvæðu teikn séu mikil hvatning hef ég líka áhyggjur af neikvæðri þróun. Úttekt á endurreisnartillögum innan G20 ríkjahópsins bendir til að tvisvar sinnum meira fé sé varið í jarðefnaeldsneyti en til hreinnar orku,” sagði Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt G20 ríkin til að fjárfesta í hreinni, orku og grænum orkuskiptum í viðleitni til að bregðast við COVID-19. „Þetta felur í sér að bundinn verði endi á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og skuldbindingar um enga nýja kolavinnslu eftir 2020.” Hann hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. „Fjárfestið í grænum störfum. Ekki bjarga mengandi iðngreinum. Hættið niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Takið loftslagsáhættu með í reikninginn í fjárhagslegum ákvörðunum og stefnumótun. Vinnum saman. Og að sem mikilvægast er: skiljum engan eftir,” sagði Guterres að lokum.
Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira