Eftirlitsblæti sjálfskipaðra riddara frelsisins Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 15:30 Tillaga Sjálfstæðisflokksins um fjölgun eftirlitsmyndavéla í úthverfum borgarinnar var felld af meirihlutanum í borgarráði í gær. Sjálfstæðisflokknum í borginni er sérstaklega umhugað um að ala á óöryggi og óánægju. Þetta mál er hluti af þeirri pólitík. Notkun á eftirlitsmyndavélum getur haft í för með sér að fólk fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna. Slíkt getur líka skapað vantraust milli íbúa og yfirvalda. Ef efla þarf öryggi eru margar betri leiðir í boði. Ofnotkun eftirlitsmyndavéla til að sefa stjórnmálamenn með eftirlitsblæti skapar falskt öryggi sem gagnast almenningi ekkert heldur þvert á móti gengur gegn hagsmunum fólks. Það er með Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli eins og öðrum að verulegt ósamræmi er milli hljóðs og myndar. Þau segja eitt, gera annað og segja svo eitthvað allt annað og neita fyrir að hafa nokkurn tímann gert hitt. Telja sig hafa fundið upp frelsið en kalla svo ítrekað eftir að almenningur búi í eftirlitssamfélagi. Sama sagan gildir um samgöngumálin þar sem meirihluti borgarstjórnarflokksins talar gegn framtíðinni, umhverfinu og fjölbreyttari ferðamátum en vilja frekar ,,efla strætó” eins og það sé ekki nákvæmlega það sem verið er að gera. Þau vilja bara ekki kalla það borgarlínu. Og svo talar flokkurinn á þingi og í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur fyrir samgöngusamningi á höfuðborgarsvæðinu á meðan borgarstjórnarflokkurinn er á móti. Reykjavík er harðlega gagnrýnd af sama borgarstjórnarflokki fyrir mikla skuldasöfnun en ekkert er minnst á nágrannasveitarfélögin sem eru leidd af Sjálfstæðisflokknum og hafa hlutfallslega mun hærri skuldir. Þetta er ein ástæðan fyrir því að ekki er hægt að vinna með þessum flokki. Þú veist nefnilega ekkert hvað þú færð þegar þú kýst Sjálfstæðisflokkinn. Minnsti snefill af hugmyndafræði fær að víkja fyrir hentistefnu hverju sinni. Vandræðagangurinn er svo mikill að Sjálfstæðisflokkurinn endaði á því að sitja hjá við afgreiðslu eigin tillögu. Ætla ég annars að taka undir með orðum Áslaugar Örnu, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem ég tel eiga vel við: ,,Þeir sem tala fyrir (...) auknum eftirlitsiðnaði og auknu regluverki geta ekki skreytt sig með frjálslyndisfjöðrum. (...) Jafnvel þótt þeir detti öðru hvoru inn á eitt og eitt mál sem kalla mætti frelsismál, þá fellur það í skuggann af stjórnlyndinu sem þeir boða á hverjum degi.” Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um fjölgun eftirlitsmyndavéla í úthverfum borgarinnar var felld af meirihlutanum í borgarráði í gær. Sjálfstæðisflokknum í borginni er sérstaklega umhugað um að ala á óöryggi og óánægju. Þetta mál er hluti af þeirri pólitík. Notkun á eftirlitsmyndavélum getur haft í för með sér að fólk fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna. Slíkt getur líka skapað vantraust milli íbúa og yfirvalda. Ef efla þarf öryggi eru margar betri leiðir í boði. Ofnotkun eftirlitsmyndavéla til að sefa stjórnmálamenn með eftirlitsblæti skapar falskt öryggi sem gagnast almenningi ekkert heldur þvert á móti gengur gegn hagsmunum fólks. Það er með Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli eins og öðrum að verulegt ósamræmi er milli hljóðs og myndar. Þau segja eitt, gera annað og segja svo eitthvað allt annað og neita fyrir að hafa nokkurn tímann gert hitt. Telja sig hafa fundið upp frelsið en kalla svo ítrekað eftir að almenningur búi í eftirlitssamfélagi. Sama sagan gildir um samgöngumálin þar sem meirihluti borgarstjórnarflokksins talar gegn framtíðinni, umhverfinu og fjölbreyttari ferðamátum en vilja frekar ,,efla strætó” eins og það sé ekki nákvæmlega það sem verið er að gera. Þau vilja bara ekki kalla það borgarlínu. Og svo talar flokkurinn á þingi og í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur fyrir samgöngusamningi á höfuðborgarsvæðinu á meðan borgarstjórnarflokkurinn er á móti. Reykjavík er harðlega gagnrýnd af sama borgarstjórnarflokki fyrir mikla skuldasöfnun en ekkert er minnst á nágrannasveitarfélögin sem eru leidd af Sjálfstæðisflokknum og hafa hlutfallslega mun hærri skuldir. Þetta er ein ástæðan fyrir því að ekki er hægt að vinna með þessum flokki. Þú veist nefnilega ekkert hvað þú færð þegar þú kýst Sjálfstæðisflokkinn. Minnsti snefill af hugmyndafræði fær að víkja fyrir hentistefnu hverju sinni. Vandræðagangurinn er svo mikill að Sjálfstæðisflokkurinn endaði á því að sitja hjá við afgreiðslu eigin tillögu. Ætla ég annars að taka undir með orðum Áslaugar Örnu, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem ég tel eiga vel við: ,,Þeir sem tala fyrir (...) auknum eftirlitsiðnaði og auknu regluverki geta ekki skreytt sig með frjálslyndisfjöðrum. (...) Jafnvel þótt þeir detti öðru hvoru inn á eitt og eitt mál sem kalla mætti frelsismál, þá fellur það í skuggann af stjórnlyndinu sem þeir boða á hverjum degi.” Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun