Jafn miklum krafti verði eytt í geðheilbrigðismál og að berjast við veiruna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 14:30 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári sé farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Heimildir fréttastofu herma að sjálfsvíg séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist meðvitaður um stöðuna. Grímur Atlason.Geðhjálp „Við erum meðvituð um það og höfum heyrt af því að þetta gæti verið hærri tala en oft áður. Einangrun og lokanir og efnahagslegar áhyggjur hafa vissulega haft áhrif á geðheilsu fólks. Deildir eru lokaðar, úrræði eru færri og lokuð jafnvel og sjálfshjálparhópar eins og AA hafa verið með skerta starfsemi og ekki geta tekið við fólki vegna fjöldtakmarkana,“ segir Grímur. Hann vill að horft sé á orsakaþætti geðheilbrigðis í þessu samhengi, hvernig almennt sé hægt að bæta geðheilsu. Þá hefur Grímur áhyggjur af því að nú séu sveitarfélögin að gera fjárhagsáætlanir með miklum niðurskurði. „Þá mun líklega vera skert þjónusta en frekar og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Grímur. Ættum að vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar Garðar Sölvi Helgason, maður sem geðklofa sem er fastagestur á VIN dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði gríðarlegar áhyggjur af félögum sínum sem einnig sækja Vin. Vegna skertrar þjónustu hafi fólk einangrast sem geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. „Garðar er svo sannarlega ekki einn með þessar áhyggjur,“ segir Grímur. „Við erum í lok ágúst og það eru nokkrir mánuðir eftir af árinu. Tölfræðilega er þetta ekki uppbyggilegt að heyra töluna því þá má búast við því að fleiri bætist við,“ segir Grímur. Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. „Á tveimur áratugum eru þetta kannski þúsund manns (sem falla fyrir eigin hendi). Afhverju notum við ekki jafn mikinn kraft í að rannsaka og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar og fara í orsakaþættina og skoða þá. Við gætum gert það til dæmis með því að setja jafn mikið púður í þetta eins og að berjast við veiruna því þetta er svo sannarlega mikil veira,“ segir Grímur Atlason. Geðheilbrigði Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári sé farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Heimildir fréttastofu herma að sjálfsvíg séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist meðvitaður um stöðuna. Grímur Atlason.Geðhjálp „Við erum meðvituð um það og höfum heyrt af því að þetta gæti verið hærri tala en oft áður. Einangrun og lokanir og efnahagslegar áhyggjur hafa vissulega haft áhrif á geðheilsu fólks. Deildir eru lokaðar, úrræði eru færri og lokuð jafnvel og sjálfshjálparhópar eins og AA hafa verið með skerta starfsemi og ekki geta tekið við fólki vegna fjöldtakmarkana,“ segir Grímur. Hann vill að horft sé á orsakaþætti geðheilbrigðis í þessu samhengi, hvernig almennt sé hægt að bæta geðheilsu. Þá hefur Grímur áhyggjur af því að nú séu sveitarfélögin að gera fjárhagsáætlanir með miklum niðurskurði. „Þá mun líklega vera skert þjónusta en frekar og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Grímur. Ættum að vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar Garðar Sölvi Helgason, maður sem geðklofa sem er fastagestur á VIN dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði gríðarlegar áhyggjur af félögum sínum sem einnig sækja Vin. Vegna skertrar þjónustu hafi fólk einangrast sem geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. „Garðar er svo sannarlega ekki einn með þessar áhyggjur,“ segir Grímur. „Við erum í lok ágúst og það eru nokkrir mánuðir eftir af árinu. Tölfræðilega er þetta ekki uppbyggilegt að heyra töluna því þá má búast við því að fleiri bætist við,“ segir Grímur. Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. „Á tveimur áratugum eru þetta kannski þúsund manns (sem falla fyrir eigin hendi). Afhverju notum við ekki jafn mikinn kraft í að rannsaka og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar og fara í orsakaþættina og skoða þá. Við gætum gert það til dæmis með því að setja jafn mikið púður í þetta eins og að berjast við veiruna því þetta er svo sannarlega mikil veira,“ segir Grímur Atlason.
Geðheilbrigði Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira