Hannes um Belgíu leikinn: Þetta var ákvörðun þjálfaranna Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 30. ágúst 2020 22:29 Hannes Þór Halldórsson stóð sig vel í kvöld. VÍSIR/BÁRA „Mér finnst þetta skemmtilegustu sigrarnir, fyrir mig sem markmaður. Barnings sigur, 1-0, skíta aðstæður og allt ógeðslega erfitt“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals eftir 1-0 sigurinn á HK í kvöld. „Það var mikið sparkað inn í boxið hjá okkur undir lokin og mikill léttir þegar þetta var flautað af. Þetta var karakters sigur hjá okkur, við erum að landa sigrum núna í öllum regnbogans litum. Við þurftum að skora fimm mörk í síðasta leik til að vinna þann leik þegar við, vörnin og ég áttum off dag,“ sagði Hannes sem vitnar þá í 4-5 sigur Vals á KR í síðasta leik. HK sótti grimmt undir lok leiks og sköpuðu hættu inn í teignum hjá Hannesi sem sagði að það hafi aðeins reynt á þá á loka mínútunum. „Það gerist alltaf sjálfkrafa að liðið sem er undir fer að sækja meira. Þá bara skelltum við í lás og vorum þéttir, það féll líka aðeins með okkur.“ Hannes hélt hreinu í dag og gerir það vonandi í næsta leik líka en sá leikur er á Laugardalsvelli þegar Ísland mætir Englandi. „Nú er bara að snúa sér að því verkefni, ég hef ekki pælt mikið í því hingað til en stór og mikill leikur. Það verður gaman að takast á við þetta verkefni.“ Valur krafðist þess að fá frestun á leikjunum eftir landsleikjahlé ef Hannes Þór færi til Belgíu svo sameiginleg niðurstaða var sú að hann færi ekki með landsliðinu í síðari leikinn gegn Belgíu ytra. Hannes virðir þessa ákvörðun. „Auðvitað hefði verið gaman að fara til Belgíu og spila. Þetta var bara ákvörðun sem var tekin milli þjálfaranna hér og landsliðsþjálfara og kannski er þetta bara skynsamlegasta niðurstaðan,“ sagði Hannes Þór að lokum. Pepsi Max-deild karla Þjóðadeild UEFA Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - HK 1-0 | Valur jók forystuna Topplið Vals hefur aukið forystuna á toppi Pepsi Max deildarinnar. Nú eru þeir með sjö stiga forskot eftir hörkuleik gegn HK. 30. ágúst 2020 21:30 Þrír leikmenn landsliðsins fara ekki með til Belgíu: Valsmenn settu pressu á KSÍ KSÍ hefði þurft að fresta tveimur leikjum Vals í Pepsi Max deildinni ef Hannes Þór Halldórsson átti að geta spilað Þjóðadeildarleikinn út í Belgíu. 28. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
„Mér finnst þetta skemmtilegustu sigrarnir, fyrir mig sem markmaður. Barnings sigur, 1-0, skíta aðstæður og allt ógeðslega erfitt“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals eftir 1-0 sigurinn á HK í kvöld. „Það var mikið sparkað inn í boxið hjá okkur undir lokin og mikill léttir þegar þetta var flautað af. Þetta var karakters sigur hjá okkur, við erum að landa sigrum núna í öllum regnbogans litum. Við þurftum að skora fimm mörk í síðasta leik til að vinna þann leik þegar við, vörnin og ég áttum off dag,“ sagði Hannes sem vitnar þá í 4-5 sigur Vals á KR í síðasta leik. HK sótti grimmt undir lok leiks og sköpuðu hættu inn í teignum hjá Hannesi sem sagði að það hafi aðeins reynt á þá á loka mínútunum. „Það gerist alltaf sjálfkrafa að liðið sem er undir fer að sækja meira. Þá bara skelltum við í lás og vorum þéttir, það féll líka aðeins með okkur.“ Hannes hélt hreinu í dag og gerir það vonandi í næsta leik líka en sá leikur er á Laugardalsvelli þegar Ísland mætir Englandi. „Nú er bara að snúa sér að því verkefni, ég hef ekki pælt mikið í því hingað til en stór og mikill leikur. Það verður gaman að takast á við þetta verkefni.“ Valur krafðist þess að fá frestun á leikjunum eftir landsleikjahlé ef Hannes Þór færi til Belgíu svo sameiginleg niðurstaða var sú að hann færi ekki með landsliðinu í síðari leikinn gegn Belgíu ytra. Hannes virðir þessa ákvörðun. „Auðvitað hefði verið gaman að fara til Belgíu og spila. Þetta var bara ákvörðun sem var tekin milli þjálfaranna hér og landsliðsþjálfara og kannski er þetta bara skynsamlegasta niðurstaðan,“ sagði Hannes Þór að lokum.
Pepsi Max-deild karla Þjóðadeild UEFA Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - HK 1-0 | Valur jók forystuna Topplið Vals hefur aukið forystuna á toppi Pepsi Max deildarinnar. Nú eru þeir með sjö stiga forskot eftir hörkuleik gegn HK. 30. ágúst 2020 21:30 Þrír leikmenn landsliðsins fara ekki með til Belgíu: Valsmenn settu pressu á KSÍ KSÍ hefði þurft að fresta tveimur leikjum Vals í Pepsi Max deildinni ef Hannes Þór Halldórsson átti að geta spilað Þjóðadeildarleikinn út í Belgíu. 28. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Umfjöllun: Valur - HK 1-0 | Valur jók forystuna Topplið Vals hefur aukið forystuna á toppi Pepsi Max deildarinnar. Nú eru þeir með sjö stiga forskot eftir hörkuleik gegn HK. 30. ágúst 2020 21:30
Þrír leikmenn landsliðsins fara ekki með til Belgíu: Valsmenn settu pressu á KSÍ KSÍ hefði þurft að fresta tveimur leikjum Vals í Pepsi Max deildinni ef Hannes Þór Halldórsson átti að geta spilað Þjóðadeildarleikinn út í Belgíu. 28. ágúst 2020 13:40