Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 14:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi, fyrst innanlands. Vísaði hann máli sínu til stuðnings í þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna í dag. Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra um veiruaðgerðir verði birt. Núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra gildir til 10. september næstkomandi. Þórólfur benti jafnframt á að við þyrftum að vera viðbúin því að fólk greinist áfram með veiruna hér á landi. Þá séu aðgerðir hér síður en svo harðari en í öðrum löndum og halda þurfi áfram skimun á landamærum. Nokkurrar óánægju hefur gætt um það fyrirkomulag, einkum úr röðum ferðaþjónustunnar. Í framhaldi af tilslökunum innanlands sagði Þórólfur að e.t.v. verði hægt að slaka á aðgerðum við landamærin en stíga þurfi mjög varlega til jarðar til að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hingað til lands. Þórólfur lagði jafnframt áherslu á að núverandi fyrirkomulag á landamærum, þ.e. skimun við komu til landsins, nokkurra daga sóttkví og seinni skimun, hafi skilað árangri. Það sé aðgerðum stjórnvalda að þakka að veiran sé ekki alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi um þessar mundir. Frá 15. júní hafi rúmlega 90 greinst með veiruna við landamærin sem þýði að tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta fólk dreifði veirunni í samfélaginu. Þá hafi fleiri greinst í seinni sýnatöku en Þórólfur bjóst við í fyrstu, eða 14 manns. Það sýni að sú aðgerði beri árangur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi, fyrst innanlands. Vísaði hann máli sínu til stuðnings í þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna í dag. Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra um veiruaðgerðir verði birt. Núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra gildir til 10. september næstkomandi. Þórólfur benti jafnframt á að við þyrftum að vera viðbúin því að fólk greinist áfram með veiruna hér á landi. Þá séu aðgerðir hér síður en svo harðari en í öðrum löndum og halda þurfi áfram skimun á landamærum. Nokkurrar óánægju hefur gætt um það fyrirkomulag, einkum úr röðum ferðaþjónustunnar. Í framhaldi af tilslökunum innanlands sagði Þórólfur að e.t.v. verði hægt að slaka á aðgerðum við landamærin en stíga þurfi mjög varlega til jarðar til að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hingað til lands. Þórólfur lagði jafnframt áherslu á að núverandi fyrirkomulag á landamærum, þ.e. skimun við komu til landsins, nokkurra daga sóttkví og seinni skimun, hafi skilað árangri. Það sé aðgerðum stjórnvalda að þakka að veiran sé ekki alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi um þessar mundir. Frá 15. júní hafi rúmlega 90 greinst með veiruna við landamærin sem þýði að tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta fólk dreifði veirunni í samfélaginu. Þá hafi fleiri greinst í seinni sýnatöku en Þórólfur bjóst við í fyrstu, eða 14 manns. Það sýni að sú aðgerði beri árangur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04