Segist hafa vanmetið kínversku deildina: Æfði ekki, svaf lítið og drakk bara gos Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 09:30 Marko Arnautovic leikur m.a. með Brasilíumönnunum Oscar og Hulk hjá Shanghai SIPG í Kína. getty/VCG Austurríski landsliðsmaðurinn Marko Arnautovic viðurkennir að hafa vanmetið styrk kínversku úrvalsdeildarinnar og hafi ekki hugsað um sig eins og atvinnumaður eftir að hann kom til Shanghai SIPG fyrir ári. Shanghai SIPG keypti Arnautovic frá West Ham fyrir 23 milljónir punda í júlí á síðasta ári. Sá austurríski segist hafa haldið að hann gæti gert hlutina með vinstri í Kína og lítið þurft að leggja á sig. Raunin var hins vegar önnur. „Ég vanmat deildina. Ég æfði ekki og hugsaði ekki um líkamann. Ég át og drakk sykrað gos, Sprite, Coca-Cola og Fanta, sem eru ekki góðir fyrir líkamann,“ sagði Arnautovic. „Það tók mig þrjár vikur að venjast tímamismuninum. Ég fór að sofa klukkan sex eða sjö á morgnana og vaknaði klukkan þrjú eða fjögur á daginn, mætti á æfingu, vakti alla nóttina og borðaði á vitlausum tímum.“ Eftir erfiða byrjun hjá Shanghai SIPG segist Arnautovic hafa tekið sig á og hugsað almennilega um sjálfan sig. „Núna hef ég bara einbeitt mér að því sem félagið ætlaðist til af mér, spila vel og berjast um titla. Ég breytti mínum siðum því ég þurfti að gera það. Annars geturðu ekki spilað hér,“ sagði Arnautovic. Austurríkismaðurinn hefur skorað fjórtán mörk í 23 leikjum fyrir Shanghai SIPG sem er með sex stiga forskot í sínum riðli í kínversku úrvalsdeildinni. Fótbolti Kína Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Austurríski landsliðsmaðurinn Marko Arnautovic viðurkennir að hafa vanmetið styrk kínversku úrvalsdeildarinnar og hafi ekki hugsað um sig eins og atvinnumaður eftir að hann kom til Shanghai SIPG fyrir ári. Shanghai SIPG keypti Arnautovic frá West Ham fyrir 23 milljónir punda í júlí á síðasta ári. Sá austurríski segist hafa haldið að hann gæti gert hlutina með vinstri í Kína og lítið þurft að leggja á sig. Raunin var hins vegar önnur. „Ég vanmat deildina. Ég æfði ekki og hugsaði ekki um líkamann. Ég át og drakk sykrað gos, Sprite, Coca-Cola og Fanta, sem eru ekki góðir fyrir líkamann,“ sagði Arnautovic. „Það tók mig þrjár vikur að venjast tímamismuninum. Ég fór að sofa klukkan sex eða sjö á morgnana og vaknaði klukkan þrjú eða fjögur á daginn, mætti á æfingu, vakti alla nóttina og borðaði á vitlausum tímum.“ Eftir erfiða byrjun hjá Shanghai SIPG segist Arnautovic hafa tekið sig á og hugsað almennilega um sjálfan sig. „Núna hef ég bara einbeitt mér að því sem félagið ætlaðist til af mér, spila vel og berjast um titla. Ég breytti mínum siðum því ég þurfti að gera það. Annars geturðu ekki spilað hér,“ sagði Arnautovic. Austurríkismaðurinn hefur skorað fjórtán mörk í 23 leikjum fyrir Shanghai SIPG sem er með sex stiga forskot í sínum riðli í kínversku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Kína Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira