Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 11:01 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Samherji hefur kært ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Kveikur, fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, tók starfsemi Samherja í Namibíu til umfjöllunar í nóvember 2019. Í kæru til siðanefndar Ríkisútvarpsins, sem Samherji birtir á vef sínum í dag, heldur fyrirtækið því fram að ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi „um langa hríð“ tekið opinberlega afstöðu til hins svokallaða Namibíumáls Samherja, sem og annarra mála er varða fyrirtækið. Kæran nú snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur Ríkisútvarpsins, einkum reglu er hljóðar svo: Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Segja um „samantekin ráð“ að ræða Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, dagskrárgerðarmennirnir Sigmar Guðmundsson og Snærós Sindradóttir og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson fréttamenn unnu að umfjöllun Kveiks um málefni Samherja í Namibíu. Þeir eru á meðal starfsmannanna ellefu sem Samherji kærir nú fyrir siðanefnd RÚV.VÍSIR/VILHELM Færslur starfsmannanna sem Samherji telur brot á siðareglum Ríkisútvarpsins eru útlistaðar í kærunni, sem nálgast má hér. Færslurnar taka til ýmissa vendinga í máli Samherja og samskipta fyrirtækisins við starfsmenn Ríkisútvarpsins. Þannig er í mörgum tilvikum um að ræða viðbrögð starfsmannanna við myndbandi sem Samherji birti nú í ágúst, þar sem fyrirtækið beinir spjótum sínum sérstaklega að Helga Seljan. Í yfirlýsingu Samherja um málið leiðir Samherji að því líkum að um „samantekin ráð“ starfsmannanna hafi verið að ræða þar sem margar af færslunum hafi verið birtar „því sem næst samtímis“. Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í tilkynningu fyrirtækisins að hjá Ríkisútvarpinu virðist „hópur manna“ hafa haft „samantekin ráð um að skaða orðspor Samherja“. Af þessu sé augljóst að Samherji eigi „engan möguleika á því að fá hlutlausa umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu“. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra vegna málsins í dag. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43 Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Samherji hefur kært ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Kveikur, fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, tók starfsemi Samherja í Namibíu til umfjöllunar í nóvember 2019. Í kæru til siðanefndar Ríkisútvarpsins, sem Samherji birtir á vef sínum í dag, heldur fyrirtækið því fram að ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi „um langa hríð“ tekið opinberlega afstöðu til hins svokallaða Namibíumáls Samherja, sem og annarra mála er varða fyrirtækið. Kæran nú snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur Ríkisútvarpsins, einkum reglu er hljóðar svo: Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Segja um „samantekin ráð“ að ræða Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, dagskrárgerðarmennirnir Sigmar Guðmundsson og Snærós Sindradóttir og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson fréttamenn unnu að umfjöllun Kveiks um málefni Samherja í Namibíu. Þeir eru á meðal starfsmannanna ellefu sem Samherji kærir nú fyrir siðanefnd RÚV.VÍSIR/VILHELM Færslur starfsmannanna sem Samherji telur brot á siðareglum Ríkisútvarpsins eru útlistaðar í kærunni, sem nálgast má hér. Færslurnar taka til ýmissa vendinga í máli Samherja og samskipta fyrirtækisins við starfsmenn Ríkisútvarpsins. Þannig er í mörgum tilvikum um að ræða viðbrögð starfsmannanna við myndbandi sem Samherji birti nú í ágúst, þar sem fyrirtækið beinir spjótum sínum sérstaklega að Helga Seljan. Í yfirlýsingu Samherja um málið leiðir Samherji að því líkum að um „samantekin ráð“ starfsmannanna hafi verið að ræða þar sem margar af færslunum hafi verið birtar „því sem næst samtímis“. Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í tilkynningu fyrirtækisins að hjá Ríkisútvarpinu virðist „hópur manna“ hafa haft „samantekin ráð um að skaða orðspor Samherja“. Af þessu sé augljóst að Samherji eigi „engan möguleika á því að fá hlutlausa umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu“. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra vegna málsins í dag.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43 Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
„Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43
Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent