Óljóst hve mikið launin hækka Kolbeinn Tumi Daðason og Birgir Olgeirsson skrifa 1. september 2020 16:27 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. Í dómnum kemur fram að ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Gerðardómurinn var skipaður í júlí vegna kjaradeilunnar og úrskurðurinn birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. „Það er gott að það er verið að bæta í vissa hluti, eins og sértæk verkefni. En hver hin eiginlega niðurstaða verður fyrir hinn eiginlega félagsmann get ég ekkert sagt um,“ segir Guðbjörg. „Sú vinna sem bíður er að taka upp stofnanasamninga við allar heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu og endurskoða í samvinnu við hverja einustu stofnun. Það þarf að gerast hratt og vel af því því á að vera lokið fyrir áramótum. Við einhendum okkur í það að sjálfsögðu og væntum góðs samstarfs frá öllum stofnunum.“ Guðbjörg hefur ekki heyrt hljóðið í félagsmönnum. „Það hefur verið mikil spenna í loftinu undanfarna daga og vikur. Ég er viss um að það verða einhverjir fyrir vonbrigðum að sjá engar ákveðnar tölur eða prósentuhækkanir í gerðardómnum í dag eða hvað þetta þýðir fyrir hvern og einn. En það þarf bara að koma fram í útfærslunni á stofnanasamningnum.“ Framundan er fundur með forsvarsmönnum Landspítalans í vikunni og nú verði bara að leggjast yfir útreikningana. Ýmislegt jákvætt megi sjá í gerðardóminum. „Það koma fram vísbendingar um að hjúkrunafræðingar séu lægra launasettir miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa í starfi,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segist rétt vera farin að lesa nýbirtan niðurstöðu gerðardóms í deilu hjúkrunarfræðinga við Ríkið. Hún sér strax ljósa punkta en dregur ekki miklar ályktanir að svo stöddu. Í dómnum kemur fram að ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. Fjármagninu skal varið til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Ríkið skuli á sama hátt leggja öðrum heilbrigðisstofnunum til 200 milljónir á ári á sama tímabili. Gerðardómurinn var skipaður í júlí vegna kjaradeilunnar og úrskurðurinn birtur á vef Ríkissáttasemjara í dag. „Það er gott að það er verið að bæta í vissa hluti, eins og sértæk verkefni. En hver hin eiginlega niðurstaða verður fyrir hinn eiginlega félagsmann get ég ekkert sagt um,“ segir Guðbjörg. „Sú vinna sem bíður er að taka upp stofnanasamninga við allar heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu og endurskoða í samvinnu við hverja einustu stofnun. Það þarf að gerast hratt og vel af því því á að vera lokið fyrir áramótum. Við einhendum okkur í það að sjálfsögðu og væntum góðs samstarfs frá öllum stofnunum.“ Guðbjörg hefur ekki heyrt hljóðið í félagsmönnum. „Það hefur verið mikil spenna í loftinu undanfarna daga og vikur. Ég er viss um að það verða einhverjir fyrir vonbrigðum að sjá engar ákveðnar tölur eða prósentuhækkanir í gerðardómnum í dag eða hvað þetta þýðir fyrir hvern og einn. En það þarf bara að koma fram í útfærslunni á stofnanasamningnum.“ Framundan er fundur með forsvarsmönnum Landspítalans í vikunni og nú verði bara að leggjast yfir útreikningana. Ýmislegt jákvætt megi sjá í gerðardóminum. „Það koma fram vísbendingar um að hjúkrunafræðingar séu lægra launasettir miðað við þá ábyrgð sem þeir hafa í starfi,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. Viðtalið í heild má sjá að neðan.
Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Ríkið reiði fram rúman milljarð til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga Ríkið skal leggja Landspítalanum til alls 900 milljónir króna á ári frá deginum í dag til loka gildistíma kjarasamnings deiluaðila. 1. september 2020 14:59