Hvað ertu tilbúin/n að greiða fyrir æru þína? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 3. september 2020 10:30 Netið og samfélagsmiðlar hafa haft miklar breytingar í för með sér fyrir samfélagið allt og þróun lýðræðislegrar umræðu. Þrátt fyrir að netinu fylgi margar jákvæðar breytingar getur umfjöllun og ummæli um einstaklinga verið óvægin. Með tilkomu stafrænna miðla hafa því vaknað spurningar um hvernig hægt sé að tryggja friðhelgi einkalífs. Einnig eru dæmi um að einstaklingar hafi orðið fyrir flóði ærumeiðandi ummæla sem hafa valdið þeim miklum skaða og dregið úr trúverðugleika þeirra. Af þessum ástæðum hafa grannríki okkar á Norðurlöndum markað sér nýja stefnu með það að markmiði að tryggja betur mannhelgi og refsivernd sem er ætlað að fanga ólík mál. Í stafrænum heimi verður sífellt erfiðara að vita hver stendur að baki ærumeiðingum á netinu eða hver ræðst gegn friðhelgi manna. Upplýsingar fást oft ekki um það hverjir standa að baki vefsíðum, auk þess sem notkun falskra notendareikninga á samfélagsmiðlum og yrkja (e. bots) hefur færst í vöxt. Í Danmörku og Svíþjóð felst stefnumótunin á þessu sviði í því að reyna að tryggja friðhelgi og æruvernd almennings á tímum stafrænna miðla og finna jafnvægi milli þessara réttinda og tjáningarfrelsis. Ærumeiðandi falsfréttir færast í aukana Dreifing falsfrétta hefur aukist umtalsvert og einstaklingar hafa orðið fyrir ærumeiðingum, oft af hálfu nafnlausra aðila. Viðamiklar tækni- og samfélagsbreytingar kalla því á heildarstefnumótun hér á landi. Það er mikil áskorun að breyta gildandi lögum því varasamt er að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli. En á sama tíma þarf að gæta að friðhelgi einkalífs og æruvernd og tryggja að fyrir hendi séu fullnægjandi úrræði til þess að vernda blaða- og fréttamenn, uppljóstrara og aðra einstaklinga í samfélaginu. Á Norðurlöndunum er talið mikilvægt að bregðast við þeim alvarlegu tilvikum þar sem brot varða ekki einungis einstaklinginn sjálfan heldur samfélagið í heild. Verndin snýr þá ekki síður að því að tryggja stoðir frjálslynds lýðræðis sem stjórnskipun okkar byggir á. Með talsverðri einföldun má segja að á Norðurlöndunum sé talið nauðsynlegt að fyrir hendi séu refsiákvæði vegna meiðyrða í alvarlegri tilvikum, m.a. brota sem eiga sér stað á stafrænum miðlum. Á Norðurlöndum eru dæmi þess að blaða- og fréttamenn hafi sætt ofsóknum, brotið sé með alvarlegum hætti gegn friðhelgi þeirra, reynt að sverta mannorð þeirra og rýra starfsheiður þeirra og trúverðugleika. Hefur þetta kerfisbundið verið gert til að þagga niður í óþægilegri umfjöllun. Í leiðara Fréttablaðsins í gær var fjallað um að dómsmálaráðherra hefði á síðasta þingi lagt fram frumvarp um nýja löggjöf um æruvernd þar sem lagt væri til að ákvæði um meiðyrði yrðu færð úr refsirétti í einkarétt. Bent var á að fjölmiðlanefnd hefði lagst gegn frumvarpinu í umsögn sinni um málið og sagt að „nefndin virðist trúa því að hér á landi verði menn einhvern tíma sóttir til saka fyrir rógsherferðir gegn blaðamönnum“. Sagt var að afstaða fjölmiðlanefndar til frumvarpsins væri áhugaverð „en ekki í neinu samræmi við íslenskan veruleika“. Að reynsla íslenskra blaðamanna sýni að þeim sé mikilvægara að hafa sannleikann sér til varnar en lögreglu, fjölmiðlanefndir, stéttarfélag blaðamanna eða jafnvel eigin vinnuveitendur. Fjölmörg dómsmál hér á landi á undanförnum árum gegn blaða- og fréttamönnum sýna að meiðyrðaákvæðum hefur verið beitt gegn blaðamönnum sem eru að sinna mikilvægu upplýsinga- og lýðræðishlutverki í samfélaginu. Það er að sjálfsögðu grafalvarlegt þegar málsóknir eða hótanir um málsókn verða til þess að ekki sé fjallað um samfélagsleg mikilvæg mál eða blaðamenn veigra sér við því að fjalla um tiltekin mál. Rannsóknarheimildir lögreglu nauðsynlegar til að upplýsa brot Í umsögn fjölmiðlanefndar um frumvarp dómsmálaráðherra gerði nefndin alls ekki lítið úr þessum dómsmálum. Þar var einfaldlega bent á að vegna tækniþróunar og tilkomu samfélagsmiðla yrði að vera unnt að fanga alvarlegustu málin sem tengjast æru og friðhelgi og varða ekki bara viðkomandi einstakling heldur samfélagslega hagsmuni. Lausn málsins fælist því ekki í því að afnema refsiákvæði um meiðyrði heldur að skoða löggjöfina með heildstæðum hætti. Rétt væri að líta til þeirrar stefnumótunar og aðgerða sem lögð væri til grundvallar á Norðurlöndunum. Einnig var bent á að í frumvarpinu væri ekki tekið tillit til þess að stundum væri alls ekki ljóst hver eða hverjir stæðu að baki ummælum og myndbirtingum á stafrænum miðlum og jafnvel eingöngu hægt að upplýsa um slíkt með þeim rannsóknarheimildum sem lögregla býr yfir. Þá væri heldur ekki litið til þess hvað útbreiðsla á netinu gæti verið hröð og hvaða áhrif það gæti haft á líf einstaklinga sem verða fyrir flóðbylgju slíkra ummæla. Kostnaður af einkamálum ekki greiddur af ríkinu Fjölmiðlanefnd benti einnig á að það væri óheppilegt að rannsókn á því hver raunverulega stæði að baki ærumeiðingum á netinu væri ávallt á ábyrgð og kostnað þess sem verður fyrir þeim. Lögreglurannsókn kæmi þá heldur ekki til greina þar sem æra viðkomandi einstaklinga nyti ekki lengur refsiverndar. Þá benti nefndin á að breytingarnar gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir rannsóknarblaðamennsku. Erfitt gæti reynst fyrir blaðamenn að verja sig ef fjársterkir hagsmunaaðilar eða erlend stjórnvöld réðust gegn friðhelgi þeirra og æru til að draga úr trúverðugleika þeirra þegar þeir eru að upplýsa um samfélagslega mikilvæg mál. Yrði frumvarpið að lögum bæri þolandi einn kostnaðinn af málssókn til verndar æru sinni og friðhelgi, alveg óháð alvarleika málsins og þeirra samfélagslegu hagsmuna sem væru í húfi. Í norrænu tillögunum er gerð tilraun til að fanga þennan nýja veruleika sem við búum við. Spyrja má hvaða rök standa til þess að fara aðra leið í þessum efnum en þau ríki, sem við helst berum okkur saman við, hafa lagt til að farin verði að undangenginni ítarlegri yfirlegu og rannsóknum. Það gæti haft skaðleg samfélagsleg áhrif að nema úr gildi lagaákvæði án þess að búið sé að meta þörfina á nýjum ákvæðum sem er ætlað að verja æru og friðhelgi fólks í stafrænum heimi. Ljóst er að æruvernd og brot á friðhelgi einkalífs fólks eru ekki alltaf einkamál þeirra sem fyrir þeim verða á tímum stigvaxandi upplýsingaóreiðu og ofsókna á hendur blaðamönnum, eins og dæmin sýna. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Netið og samfélagsmiðlar hafa haft miklar breytingar í för með sér fyrir samfélagið allt og þróun lýðræðislegrar umræðu. Þrátt fyrir að netinu fylgi margar jákvæðar breytingar getur umfjöllun og ummæli um einstaklinga verið óvægin. Með tilkomu stafrænna miðla hafa því vaknað spurningar um hvernig hægt sé að tryggja friðhelgi einkalífs. Einnig eru dæmi um að einstaklingar hafi orðið fyrir flóði ærumeiðandi ummæla sem hafa valdið þeim miklum skaða og dregið úr trúverðugleika þeirra. Af þessum ástæðum hafa grannríki okkar á Norðurlöndum markað sér nýja stefnu með það að markmiði að tryggja betur mannhelgi og refsivernd sem er ætlað að fanga ólík mál. Í stafrænum heimi verður sífellt erfiðara að vita hver stendur að baki ærumeiðingum á netinu eða hver ræðst gegn friðhelgi manna. Upplýsingar fást oft ekki um það hverjir standa að baki vefsíðum, auk þess sem notkun falskra notendareikninga á samfélagsmiðlum og yrkja (e. bots) hefur færst í vöxt. Í Danmörku og Svíþjóð felst stefnumótunin á þessu sviði í því að reyna að tryggja friðhelgi og æruvernd almennings á tímum stafrænna miðla og finna jafnvægi milli þessara réttinda og tjáningarfrelsis. Ærumeiðandi falsfréttir færast í aukana Dreifing falsfrétta hefur aukist umtalsvert og einstaklingar hafa orðið fyrir ærumeiðingum, oft af hálfu nafnlausra aðila. Viðamiklar tækni- og samfélagsbreytingar kalla því á heildarstefnumótun hér á landi. Það er mikil áskorun að breyta gildandi lögum því varasamt er að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli. En á sama tíma þarf að gæta að friðhelgi einkalífs og æruvernd og tryggja að fyrir hendi séu fullnægjandi úrræði til þess að vernda blaða- og fréttamenn, uppljóstrara og aðra einstaklinga í samfélaginu. Á Norðurlöndunum er talið mikilvægt að bregðast við þeim alvarlegu tilvikum þar sem brot varða ekki einungis einstaklinginn sjálfan heldur samfélagið í heild. Verndin snýr þá ekki síður að því að tryggja stoðir frjálslynds lýðræðis sem stjórnskipun okkar byggir á. Með talsverðri einföldun má segja að á Norðurlöndunum sé talið nauðsynlegt að fyrir hendi séu refsiákvæði vegna meiðyrða í alvarlegri tilvikum, m.a. brota sem eiga sér stað á stafrænum miðlum. Á Norðurlöndum eru dæmi þess að blaða- og fréttamenn hafi sætt ofsóknum, brotið sé með alvarlegum hætti gegn friðhelgi þeirra, reynt að sverta mannorð þeirra og rýra starfsheiður þeirra og trúverðugleika. Hefur þetta kerfisbundið verið gert til að þagga niður í óþægilegri umfjöllun. Í leiðara Fréttablaðsins í gær var fjallað um að dómsmálaráðherra hefði á síðasta þingi lagt fram frumvarp um nýja löggjöf um æruvernd þar sem lagt væri til að ákvæði um meiðyrði yrðu færð úr refsirétti í einkarétt. Bent var á að fjölmiðlanefnd hefði lagst gegn frumvarpinu í umsögn sinni um málið og sagt að „nefndin virðist trúa því að hér á landi verði menn einhvern tíma sóttir til saka fyrir rógsherferðir gegn blaðamönnum“. Sagt var að afstaða fjölmiðlanefndar til frumvarpsins væri áhugaverð „en ekki í neinu samræmi við íslenskan veruleika“. Að reynsla íslenskra blaðamanna sýni að þeim sé mikilvægara að hafa sannleikann sér til varnar en lögreglu, fjölmiðlanefndir, stéttarfélag blaðamanna eða jafnvel eigin vinnuveitendur. Fjölmörg dómsmál hér á landi á undanförnum árum gegn blaða- og fréttamönnum sýna að meiðyrðaákvæðum hefur verið beitt gegn blaðamönnum sem eru að sinna mikilvægu upplýsinga- og lýðræðishlutverki í samfélaginu. Það er að sjálfsögðu grafalvarlegt þegar málsóknir eða hótanir um málsókn verða til þess að ekki sé fjallað um samfélagsleg mikilvæg mál eða blaðamenn veigra sér við því að fjalla um tiltekin mál. Rannsóknarheimildir lögreglu nauðsynlegar til að upplýsa brot Í umsögn fjölmiðlanefndar um frumvarp dómsmálaráðherra gerði nefndin alls ekki lítið úr þessum dómsmálum. Þar var einfaldlega bent á að vegna tækniþróunar og tilkomu samfélagsmiðla yrði að vera unnt að fanga alvarlegustu málin sem tengjast æru og friðhelgi og varða ekki bara viðkomandi einstakling heldur samfélagslega hagsmuni. Lausn málsins fælist því ekki í því að afnema refsiákvæði um meiðyrði heldur að skoða löggjöfina með heildstæðum hætti. Rétt væri að líta til þeirrar stefnumótunar og aðgerða sem lögð væri til grundvallar á Norðurlöndunum. Einnig var bent á að í frumvarpinu væri ekki tekið tillit til þess að stundum væri alls ekki ljóst hver eða hverjir stæðu að baki ummælum og myndbirtingum á stafrænum miðlum og jafnvel eingöngu hægt að upplýsa um slíkt með þeim rannsóknarheimildum sem lögregla býr yfir. Þá væri heldur ekki litið til þess hvað útbreiðsla á netinu gæti verið hröð og hvaða áhrif það gæti haft á líf einstaklinga sem verða fyrir flóðbylgju slíkra ummæla. Kostnaður af einkamálum ekki greiddur af ríkinu Fjölmiðlanefnd benti einnig á að það væri óheppilegt að rannsókn á því hver raunverulega stæði að baki ærumeiðingum á netinu væri ávallt á ábyrgð og kostnað þess sem verður fyrir þeim. Lögreglurannsókn kæmi þá heldur ekki til greina þar sem æra viðkomandi einstaklinga nyti ekki lengur refsiverndar. Þá benti nefndin á að breytingarnar gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir rannsóknarblaðamennsku. Erfitt gæti reynst fyrir blaðamenn að verja sig ef fjársterkir hagsmunaaðilar eða erlend stjórnvöld réðust gegn friðhelgi þeirra og æru til að draga úr trúverðugleika þeirra þegar þeir eru að upplýsa um samfélagslega mikilvæg mál. Yrði frumvarpið að lögum bæri þolandi einn kostnaðinn af málssókn til verndar æru sinni og friðhelgi, alveg óháð alvarleika málsins og þeirra samfélagslegu hagsmuna sem væru í húfi. Í norrænu tillögunum er gerð tilraun til að fanga þennan nýja veruleika sem við búum við. Spyrja má hvaða rök standa til þess að fara aðra leið í þessum efnum en þau ríki, sem við helst berum okkur saman við, hafa lagt til að farin verði að undangenginni ítarlegri yfirlegu og rannsóknum. Það gæti haft skaðleg samfélagsleg áhrif að nema úr gildi lagaákvæði án þess að búið sé að meta þörfina á nýjum ákvæðum sem er ætlað að verja æru og friðhelgi fólks í stafrænum heimi. Ljóst er að æruvernd og brot á friðhelgi einkalífs fólks eru ekki alltaf einkamál þeirra sem fyrir þeim verða á tímum stigvaxandi upplýsingaóreiðu og ofsókna á hendur blaðamönnum, eins og dæmin sýna. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun