Kveikur seldur til Danmerkur fyrir tugi milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2020 10:58 Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum sumarið 2018 þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann. Jens Einarsson Stjarna Landsmótsins 2018, verðlaunahesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1, hefur verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Eigendurnir segjast munu sakna hans en ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Landsmótinu á Hellu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Afkvæmi Kveiks eru á annað hundrað og segja eigendurnir sín ellefu bera mikinn keim af föður sínum. Eiðfaxi greinir frá sölunni sem fullyrða má að sé metsala á íslenskum stóðhesti til útlanda. Ragna Björnsdóttir og Birgir Leó Ólafsson, eigendur Kveiks, vilja ekki tjá sig um kaupverðið. Þau segja erfitt að sjá á eftir Kveiki. Kveikur skaust upp á stjörnuhimininn á Landsmóti hestamanna í Reykjavík sumarið 2018. Þar hlaut hann meðal annars tíu í einkunn fyrir tölt og vilja og geðslag. Á vef Eiðfaxa segir að samspil hans og knapans, Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur, verði lengi í minnum haft. Eigendurnir segja að landsmótið í sumar hafi átt að vera síðasta mót Kveiks. Viðræður um sölu fóru í gang að loknu Reykjavíkurmeistaramótinu í byrjun júlí. Það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að selja. Kveikur var taminn hjá Reyni Erni Pálmasyni á Margrétarhofi. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Pantað hafði verið sæði í hundrað merar til viðbótar sumarið 2019. Að neðan má sjá frétt Magnúsar Hlyns þar sem rætt var við eigendurna og knapann. Hestar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Stjarna Landsmótsins 2018, verðlaunahesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1, hefur verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Eigendurnir segjast munu sakna hans en ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Landsmótinu á Hellu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Afkvæmi Kveiks eru á annað hundrað og segja eigendurnir sín ellefu bera mikinn keim af föður sínum. Eiðfaxi greinir frá sölunni sem fullyrða má að sé metsala á íslenskum stóðhesti til útlanda. Ragna Björnsdóttir og Birgir Leó Ólafsson, eigendur Kveiks, vilja ekki tjá sig um kaupverðið. Þau segja erfitt að sjá á eftir Kveiki. Kveikur skaust upp á stjörnuhimininn á Landsmóti hestamanna í Reykjavík sumarið 2018. Þar hlaut hann meðal annars tíu í einkunn fyrir tölt og vilja og geðslag. Á vef Eiðfaxa segir að samspil hans og knapans, Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur, verði lengi í minnum haft. Eigendurnir segja að landsmótið í sumar hafi átt að vera síðasta mót Kveiks. Viðræður um sölu fóru í gang að loknu Reykjavíkurmeistaramótinu í byrjun júlí. Það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að selja. Kveikur var taminn hjá Reyni Erni Pálmasyni á Margrétarhofi. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Pantað hafði verið sæði í hundrað merar til viðbótar sumarið 2019. Að neðan má sjá frétt Magnúsar Hlyns þar sem rætt var við eigendurna og knapann.
Hestar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira