Gefur lítið fyrir gagnrýni um yfirgengilegar aðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 15:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sést hér fyrir miðju á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með honum eru Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lögreglan Sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir gagnrýni þess efnis að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins séu langt umfram tilefni. Það sé einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Talsvert hefur borið á gagnrýni á hendur stjórnvöldum undanfarnar vikur vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til. Þannig hefur verið gefið í skyn að aðgerðirnar, til að mynda sóttkví við komu til landsins, séu mun harðari en staða faraldursins gefi tilefni til. Þessari skoðun lýsti til að mynda Hörður Ágústsson, ritstjóri Markaðarins í Fréttablaðinu, í leiðara í lok síðustu viku. „Myndin er ekki beint glæsileg. Við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í hundrað ár og útlit fyrir að skuldir hins opinbera aukist um 850 milljarða. Þetta eru afleiðingar af hörðum sóttvarnaaðgerðum, sem standa óhaggaðar þrátt fyrir fá smit, hverfandi innlagnir á sjúkrahús og engin dauðsföll, og mun, samkvæmt nýrri spá Seðlabankans, valda um sjö prósenta efnahagssamdrætti í ár og yfir tíu prósenta atvinnuleysi,“ skrifaði Hörður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni af þessu tagi á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann benti á að hér á landi greindust nú fáir með veiruna einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. „Við erum með fá smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum gripið til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu og aukin vandamál í mörgum löndum, mörgum svæðum, þar sem er verið að grípa til harðari aðgerða en áður, það má ekki gleyma því,“ sagði Þórólfur. Hann kvaðst oft grípa til „bólusetningardæmisins“ í tengslum við þetta. „Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma, af hverju erum við þá að bólusetja?“ spurði Þórólfur. Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í tilslökunum. „Hvar liggur hættan á því að við fáum annan faraldur? Og það er í mínum huga algjörlega ljóst að hún er sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Þannig að menn þurfa að finna jafnvægi á milli þess að gera of mikið og gera of lítið. Það er kúnstin og það eru þartilbær stjórnvöld sem verða að leggja mat á það. Við gætum gripið til miklu harðari aðgerða, við gætum lokað allri traffík en það er ekki gert.“ Þá virðist sem að Íslendingar séu almennt sáttir við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir, ef marka má niðurstöður könnunar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir gagnrýni þess efnis að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins séu langt umfram tilefni. Það sé einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Talsvert hefur borið á gagnrýni á hendur stjórnvöldum undanfarnar vikur vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til. Þannig hefur verið gefið í skyn að aðgerðirnar, til að mynda sóttkví við komu til landsins, séu mun harðari en staða faraldursins gefi tilefni til. Þessari skoðun lýsti til að mynda Hörður Ágústsson, ritstjóri Markaðarins í Fréttablaðinu, í leiðara í lok síðustu viku. „Myndin er ekki beint glæsileg. Við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í hundrað ár og útlit fyrir að skuldir hins opinbera aukist um 850 milljarða. Þetta eru afleiðingar af hörðum sóttvarnaaðgerðum, sem standa óhaggaðar þrátt fyrir fá smit, hverfandi innlagnir á sjúkrahús og engin dauðsföll, og mun, samkvæmt nýrri spá Seðlabankans, valda um sjö prósenta efnahagssamdrætti í ár og yfir tíu prósenta atvinnuleysi,“ skrifaði Hörður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni af þessu tagi á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann benti á að hér á landi greindust nú fáir með veiruna einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. „Við erum með fá smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum gripið til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu og aukin vandamál í mörgum löndum, mörgum svæðum, þar sem er verið að grípa til harðari aðgerða en áður, það má ekki gleyma því,“ sagði Þórólfur. Hann kvaðst oft grípa til „bólusetningardæmisins“ í tengslum við þetta. „Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma, af hverju erum við þá að bólusetja?“ spurði Þórólfur. Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í tilslökunum. „Hvar liggur hættan á því að við fáum annan faraldur? Og það er í mínum huga algjörlega ljóst að hún er sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Þannig að menn þurfa að finna jafnvægi á milli þess að gera of mikið og gera of lítið. Það er kúnstin og það eru þartilbær stjórnvöld sem verða að leggja mat á það. Við gætum gripið til miklu harðari aðgerða, við gætum lokað allri traffík en það er ekki gert.“ Þá virðist sem að Íslendingar séu almennt sáttir við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir, ef marka má niðurstöður könnunar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48
Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent