Fjármálaráðherra segir þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2020 12:31 Fjármálaráðherra segir þörf á miklum samgöngubótum á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna hafi ríkisstjórnin gert samgöngusáttmála við sveitarfélögin þar sem meðal annars feli í sér bættar almenningssamgöngur. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir borgarstjórnarmeirihlutann ulla framan í ríkisstjórnina varðandi Sundabraut skömmu eftir að hún hafi látið hafa sig í að undirrita samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjármálaráðherra segir sáttmálann gerðan vegna mikillar þarfar á stórátaki í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áform um lagningu Sundabrautar hafa verið lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir framlag ríkisins til borgarlínu sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætli sér að svíkja.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma í morgun að Reykjavíkurborg væri þegar byrjuð að vinna gegn markmiðum samgöngusáttamála höfuðborgarsvæðisins sem ríkisstjórnin hefði látið hafa sig í að undirrita. En lög um stofnun sérstaks félags um samgönguframkvæmdir í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu voru samþykkt í sumar og fela meðal annars í sér uppbyggingu borgarlínu, lagningu Sundabrautar og stórframkvæmdir á ýmsum gatnamótum og stofnbrautum. „En ekki var ríkisstjórnin fyrr búin að láta plata sig til að undirrita þennan sáttmála og koma honum hér í gegnum þingið en að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík í rauninni einfaldlega ullar á ríkisstjórnina. Og útskýrir það að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins, sem var þó mjög jákvæður, það er að segja hluti á borð við Sundabraut,“ sagði Sigmundur Davíð. Framkvæmdir við Sundabraut hafi verið einhvers konar lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir að gangast undir hina rándýru borgarlínu. Spurði Sigmundur Davíð Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvernig hann hyggðist bregðast við. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa skrifað undir samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þar sé þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum og bættar almenningssamgöngur.Vísir/Vilhelm „Það er alrangt hjá háttvirtum þingmanni að ríkisstjórnin hafi látið hafa sig í eitthvað. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega þá sýn að það skipti miklu máli að gera stórátak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Bjarni. Það fæli í sér lausn á stórum umferðamannvirkjum sem leitt hefðu til tafa í umferðinni, skapað umferðarhnúta og þess að fólk tapaði tíma frá vinum, fjölskyldu og vinnu. „Og hins vegar að þá þurfi að gera hér á höfuðborgarsvæðinu skilvirkara almenningssamgöngukerfi. Þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um ákveðna sýn. Hún er til frekari útfærslu í samvinnu við þingið á vettvangi þess félags sem stendur til að stofna og Alþingi hefur veitt heimildir fyrir,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti á að útfærslur einstakra mannvirkja væru eftir en Alþingi ætlaðist auðvitað til að fjárframlög leiddu til raunverulegra framkvæmda. Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sundabraut Tengdar fréttir Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir borgarstjórnarmeirihlutann ulla framan í ríkisstjórnina varðandi Sundabraut skömmu eftir að hún hafi látið hafa sig í að undirrita samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjármálaráðherra segir sáttmálann gerðan vegna mikillar þarfar á stórátaki í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áform um lagningu Sundabrautar hafa verið lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir framlag ríkisins til borgarlínu sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætli sér að svíkja.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma í morgun að Reykjavíkurborg væri þegar byrjuð að vinna gegn markmiðum samgöngusáttamála höfuðborgarsvæðisins sem ríkisstjórnin hefði látið hafa sig í að undirrita. En lög um stofnun sérstaks félags um samgönguframkvæmdir í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu voru samþykkt í sumar og fela meðal annars í sér uppbyggingu borgarlínu, lagningu Sundabrautar og stórframkvæmdir á ýmsum gatnamótum og stofnbrautum. „En ekki var ríkisstjórnin fyrr búin að láta plata sig til að undirrita þennan sáttmála og koma honum hér í gegnum þingið en að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík í rauninni einfaldlega ullar á ríkisstjórnina. Og útskýrir það að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins, sem var þó mjög jákvæður, það er að segja hluti á borð við Sundabraut,“ sagði Sigmundur Davíð. Framkvæmdir við Sundabraut hafi verið einhvers konar lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir að gangast undir hina rándýru borgarlínu. Spurði Sigmundur Davíð Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvernig hann hyggðist bregðast við. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa skrifað undir samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þar sé þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum og bættar almenningssamgöngur.Vísir/Vilhelm „Það er alrangt hjá háttvirtum þingmanni að ríkisstjórnin hafi látið hafa sig í eitthvað. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega þá sýn að það skipti miklu máli að gera stórátak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Bjarni. Það fæli í sér lausn á stórum umferðamannvirkjum sem leitt hefðu til tafa í umferðinni, skapað umferðarhnúta og þess að fólk tapaði tíma frá vinum, fjölskyldu og vinnu. „Og hins vegar að þá þurfi að gera hér á höfuðborgarsvæðinu skilvirkara almenningssamgöngukerfi. Þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um ákveðna sýn. Hún er til frekari útfærslu í samvinnu við þingið á vettvangi þess félags sem stendur til að stofna og Alþingi hefur veitt heimildir fyrir,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti á að útfærslur einstakra mannvirkja væru eftir en Alþingi ætlaðist auðvitað til að fjárframlög leiddu til raunverulegra framkvæmda.
Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sundabraut Tengdar fréttir Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22