Sundþyrstir Hvergerðingar þurfa að leita annað en í Laugaskarð í vetur Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2020 13:42 Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði verður lokað fyrsta dag októbermánaðar og mun ekki opna á ný fyrr en í apríl á næsta ári. Til stendur að gera upp búningsklefa laugarinnar í vetur og segir bæjarstjórinn að Hvergerðingar muni því líklega þurfa að leita annað í vetur til að komast í sund. Sunnlenska sagði frá því í dag að til standi að loka lauginni vegna framkvæmda. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Vísi að til standi að ráðast í algerar endurbætur á búningsklefum laugarinnar. „Við erum búin taka í gegn efri hæðina og nú er komið að búningsklefunum. Þetta er náttúrulega fimmtíu ára gamalt hús og löngu, löngu tímabært að fara í endurbætur á því,“ segir Aldís og bætir við að áætlaður framkvæmdatími sé til 1. apríl á næsta ári. Þurfa að þreyja þorrann Aldís segir bæjarbúa vita að nauðsynlegt sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Það er ekki hægt annað. Og þegar á að taka í gegn búningsklefa í sundlaug þá þarf að loka. Því miður. En ég held að það hlakki öllum til að sjá endurbæturnar.“ Aðspurð um hvað sundþyrstir Hvergerðingar skuli gera á meðan á framkvæmdum standi segir Aldís að þeir verði bara að þreyja þorrann. „Sundlaugin var náttúrulega lokuð í einhverjar vikur út af Kófinu svo fólk er kannski vant þessu. Þetta er náttúrulega ekki gott. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að fólk gæti farið í sund á Heilsustofnuninni, en hún er auðvitað lokuð út af Kófinu. Svo er þriðja laugin í bænum, á Hótel Örk, en hún er ekki opin almenningi. Fólk verður því bara að skutlast á Selfoss eða Þorlákshöfn og láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga þegar þetta er búið.“ Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði verður lokað fyrsta dag októbermánaðar og mun ekki opna á ný fyrr en í apríl á næsta ári. Til stendur að gera upp búningsklefa laugarinnar í vetur og segir bæjarstjórinn að Hvergerðingar muni því líklega þurfa að leita annað í vetur til að komast í sund. Sunnlenska sagði frá því í dag að til standi að loka lauginni vegna framkvæmda. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Vísi að til standi að ráðast í algerar endurbætur á búningsklefum laugarinnar. „Við erum búin taka í gegn efri hæðina og nú er komið að búningsklefunum. Þetta er náttúrulega fimmtíu ára gamalt hús og löngu, löngu tímabært að fara í endurbætur á því,“ segir Aldís og bætir við að áætlaður framkvæmdatími sé til 1. apríl á næsta ári. Þurfa að þreyja þorrann Aldís segir bæjarbúa vita að nauðsynlegt sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Það er ekki hægt annað. Og þegar á að taka í gegn búningsklefa í sundlaug þá þarf að loka. Því miður. En ég held að það hlakki öllum til að sjá endurbæturnar.“ Aðspurð um hvað sundþyrstir Hvergerðingar skuli gera á meðan á framkvæmdum standi segir Aldís að þeir verði bara að þreyja þorrann. „Sundlaugin var náttúrulega lokuð í einhverjar vikur út af Kófinu svo fólk er kannski vant þessu. Þetta er náttúrulega ekki gott. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að fólk gæti farið í sund á Heilsustofnuninni, en hún er auðvitað lokuð út af Kófinu. Svo er þriðja laugin í bænum, á Hótel Örk, en hún er ekki opin almenningi. Fólk verður því bara að skutlast á Selfoss eða Þorlákshöfn og láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga þegar þetta er búið.“ Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts.
Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira