Messi verður áfram hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 16:20 Lionel Messi hefur ekki spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Lionel Messi hefur ákveðið að spila með Barcelona á komandi tímabili þrátt fyrir að hafa tilkynnti félaginu fyrir aðeins tíu dögum að hann væri á förum. Lionel Messi sendi fax til Barcelona á þriðjudaginn í síðustu viku um að hann ætlaði að notfæra sér klásúlu í sínum samningi sem leyfði honum að fara á frjálsri sölu. Barcelona stóð fast á sínu og ætlaði ekki að verða við ósk hans. Jorge Messi, faðir Leo og umboðsmaður hans, fór til fundar við forráðamenn Barcelona og eftir hann var ljóst að ef Messi ætlaði að komast í burtu þá yrði það að gerast í réttarsalnum. Confirmed: Lionel Messi is staying at Barcelona — Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Mikið var skrifað um að Messi væri á leiðinni til Manchester City en honum hefur nú snúist hugur og ætlar að klára síðasta árið í samningi sínum. Barcelona hélt því fram að til að fá Messi yrði viðkomandi félag að kaupa upp samning hans fyrir 700 milljónir evra. Spænska deildin stóð með Barcelona í þessu máli. Það er aftur á móti ljóst á orðum Lionel Messi að hann er allt annað en sáttur. Það kemur líka fram að hann hafi verið fyrir löngu búinn að segja Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona að hann væri á förum. Forsetinn vissi af því löngu áður en Barcelona tapaði 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. „Ég var ekki ánægður og vildi fara. Ég fæ ekki leyfi til þess frá félaginu og verð því áfram hjá félaginu svo að þetta mál endi ekki fyrir dómstólum. Það skelfilegt hvernig Bartomeu stjórnar félaginu,“ sagði Lionel Messi í viðtali við Goal.com sem sagði fyrst frá þessu. Lionel Messi: 'I wasn t happy and wanted to leave. I have not been allowed this in any way and I will stay at the club so as not to get into a legal dispute. The management of the club led by Bartomeu is a disaster' https://t.co/CgGRy1VCgx pic.twitter.com/bjzR8eYcrV— Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Lionel Messi er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi og hefur unnið fleiri titla með félaginu en nokkur annar leikmaður. Hann hefur spilað allan sinn feril hjá félaginu en Messi kom til Barcelona aðeins þrettán ára gamall. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað 634 mörk fyrir félagið og það í aðeins 731 leik. Lionel Messi heldur því fram að Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hafi lofað honum að hann mætti fara eftir tímabilið og þegar möguleikinn á að losa sig rann út þann 10. júní þá var Barcelona enn að klára tímabilið vegna kórónuveirunnar. "The president always said that at the end of the season I could decide if I stayed or not." Lionel Messi has confirmed he's going nowhere.More: https://t.co/Y1eTmjRvac pic.twitter.com/XNQhZa9WBF— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Lionel Messi hefur ákveðið að spila með Barcelona á komandi tímabili þrátt fyrir að hafa tilkynnti félaginu fyrir aðeins tíu dögum að hann væri á förum. Lionel Messi sendi fax til Barcelona á þriðjudaginn í síðustu viku um að hann ætlaði að notfæra sér klásúlu í sínum samningi sem leyfði honum að fara á frjálsri sölu. Barcelona stóð fast á sínu og ætlaði ekki að verða við ósk hans. Jorge Messi, faðir Leo og umboðsmaður hans, fór til fundar við forráðamenn Barcelona og eftir hann var ljóst að ef Messi ætlaði að komast í burtu þá yrði það að gerast í réttarsalnum. Confirmed: Lionel Messi is staying at Barcelona — Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Mikið var skrifað um að Messi væri á leiðinni til Manchester City en honum hefur nú snúist hugur og ætlar að klára síðasta árið í samningi sínum. Barcelona hélt því fram að til að fá Messi yrði viðkomandi félag að kaupa upp samning hans fyrir 700 milljónir evra. Spænska deildin stóð með Barcelona í þessu máli. Það er aftur á móti ljóst á orðum Lionel Messi að hann er allt annað en sáttur. Það kemur líka fram að hann hafi verið fyrir löngu búinn að segja Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona að hann væri á förum. Forsetinn vissi af því löngu áður en Barcelona tapaði 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. „Ég var ekki ánægður og vildi fara. Ég fæ ekki leyfi til þess frá félaginu og verð því áfram hjá félaginu svo að þetta mál endi ekki fyrir dómstólum. Það skelfilegt hvernig Bartomeu stjórnar félaginu,“ sagði Lionel Messi í viðtali við Goal.com sem sagði fyrst frá þessu. Lionel Messi: 'I wasn t happy and wanted to leave. I have not been allowed this in any way and I will stay at the club so as not to get into a legal dispute. The management of the club led by Bartomeu is a disaster' https://t.co/CgGRy1VCgx pic.twitter.com/bjzR8eYcrV— Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Lionel Messi er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi og hefur unnið fleiri titla með félaginu en nokkur annar leikmaður. Hann hefur spilað allan sinn feril hjá félaginu en Messi kom til Barcelona aðeins þrettán ára gamall. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað 634 mörk fyrir félagið og það í aðeins 731 leik. Lionel Messi heldur því fram að Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hafi lofað honum að hann mætti fara eftir tímabilið og þegar möguleikinn á að losa sig rann út þann 10. júní þá var Barcelona enn að klára tímabilið vegna kórónuveirunnar. "The president always said that at the end of the season I could decide if I stayed or not." Lionel Messi has confirmed he's going nowhere.More: https://t.co/Y1eTmjRvac pic.twitter.com/XNQhZa9WBF— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira