Frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 23:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið á láni til Hollands og Ítalíu en franska liðið Le Havre keypti hana einfaldlega frá Blikum nýverið. Vísir/Getty Mikil ánægja ríkti í Pepsi Max Mörkunum í gær. Annars vegar var gleðin yfir því að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon og hins vegar að Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi. Franska liðið Le Havre keypti Berglindi nýverið og telur Margrét Lára Viðarsdóttir það augljóst merki um hversu vel sé fylgst með Pepsi Max deild kvenna erlendis frá. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Hún er keypt til Frakklands og stingur okkur af í miðju Íslandsmóti. Hún átti örugglega ekki von á að það yrði mitt mót þegar hana langaði að fara í atvinnumennsku,“ sagði Helena kímin og bætti við. „Hún er keypt frá Breiðablik, það er áhugavert.“ „Það eru bara frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta að deildin okkar selur, hún er áhugaverð. Það er fylgst með því sem er að gerast hérna. Við höldum oft að við séum bara á litla skerinu okkar og enginn viti neitt en greinilega ekki,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem spilaði sjálf sem atvinnumaður erlendis til margra ára. „Berglind Björg er búin að eiga frábært tímabil og ég er rosalega glöð fyrir hennar hönd. Að vera taka þetta skref – ekki á lánsamning – segir loksins að hún sé að huga að framtíðinni og stefni á að vera úti næstu árin,“ bætti Margrét Lára við. „Ég held hún verði allavega þessi tvö ár. Fer auðvitað eftir hvernig gengur, hvernig hún passar inn í liðið og hvort hún fái mikinn spiltíma,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir er Helena spurði hvort þetta væri það síðasta sem við myndum sjá af Berglindi í Pepsi Max deildinni. Klippa: Segir ljóst að það sé verið að fylgjast með deildinni hér heima Breiðablik er sem stendur í 2. sæti Pepsi Max deildar kvenna, einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Vals en Blikar eiga leik til góða. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00 „Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30 „Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30 Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04 Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Mikil ánægja ríkti í Pepsi Max Mörkunum í gær. Annars vegar var gleðin yfir því að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon og hins vegar að Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi. Franska liðið Le Havre keypti Berglindi nýverið og telur Margrét Lára Viðarsdóttir það augljóst merki um hversu vel sé fylgst með Pepsi Max deild kvenna erlendis frá. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Hún er keypt til Frakklands og stingur okkur af í miðju Íslandsmóti. Hún átti örugglega ekki von á að það yrði mitt mót þegar hana langaði að fara í atvinnumennsku,“ sagði Helena kímin og bætti við. „Hún er keypt frá Breiðablik, það er áhugavert.“ „Það eru bara frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta að deildin okkar selur, hún er áhugaverð. Það er fylgst með því sem er að gerast hérna. Við höldum oft að við séum bara á litla skerinu okkar og enginn viti neitt en greinilega ekki,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem spilaði sjálf sem atvinnumaður erlendis til margra ára. „Berglind Björg er búin að eiga frábært tímabil og ég er rosalega glöð fyrir hennar hönd. Að vera taka þetta skref – ekki á lánsamning – segir loksins að hún sé að huga að framtíðinni og stefni á að vera úti næstu árin,“ bætti Margrét Lára við. „Ég held hún verði allavega þessi tvö ár. Fer auðvitað eftir hvernig gengur, hvernig hún passar inn í liðið og hvort hún fái mikinn spiltíma,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir er Helena spurði hvort þetta væri það síðasta sem við myndum sjá af Berglindi í Pepsi Max deildinni. Klippa: Segir ljóst að það sé verið að fylgjast með deildinni hér heima Breiðablik er sem stendur í 2. sæti Pepsi Max deildar kvenna, einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Vals en Blikar eiga leik til góða. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00 „Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30 „Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30 Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04 Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00
„Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30
„Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30
Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04
Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30