Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 15:00 Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. BALDUR HRAFNKELL Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær sögðum við frá því að dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu eftir kórónuveirusmit og að vísbendingar séu um að veirusýkingin geti valdið ólæknandi sjúkdómnum ME sem oft er kallaður síþreyta. Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu í kjölfar smits. „ME getur verið að koma í kjölfarið á slæmum veirusýkingum og Covid-19 er það“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Hún hefur áhyggjur af greiningaferlinu sem innan tíðar mun heyra undir heilsugæsluna. „Heilsugæslan greinir ekki eða hefur ekki greint ME. Við erum með nöfn á átta læknum sem hafa tekið að sér að greina ME sjúklinga. Greiningin og meðferðin á að fara fram innan heilsugæslunnar en hún býður ekki upp á þá meðferð núna en það er stefna stjórnvalda að greining og öll meðferð fari þar fram,“ sagði Guðrún. Því óttast hún læknar þar hafi ekki þekkingu til að greina sjúkdóminn og af þeim sökum verði hætta á rangri greiningu og vísun í rangar meðferðir. Greiningaferli flókið Greiningaferli ME sjúkdómsins getur ekki hafist fyrr en sex mánuðum eftir veikindi. „Fólk verður að hafa verið með örmögnun í að minnsta kosti hálft ár eftir veikindi. Það er ekki hægt að greina ME áður“ sagði Guðrún. Um hálft ár er frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Í ljósi þess segist hún eiga von á að fleiri hafi samband við félagið vegna síþreytu. „Ég á von á því já. Ég vil endilega koma því á framfæri að fólk hafi samband við okkur í félaginu. Við erum ekki læknar en við getum hjálpað til við að leiðbeina af okkar reynslu um það hvernig hægt er að halda einkennunum niðri og öðlast betri lífsgæði.“ sagði Guðrún. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru þeir allir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær sögðum við frá því að dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu eftir kórónuveirusmit og að vísbendingar séu um að veirusýkingin geti valdið ólæknandi sjúkdómnum ME sem oft er kallaður síþreyta. Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu í kjölfar smits. „ME getur verið að koma í kjölfarið á slæmum veirusýkingum og Covid-19 er það“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Hún hefur áhyggjur af greiningaferlinu sem innan tíðar mun heyra undir heilsugæsluna. „Heilsugæslan greinir ekki eða hefur ekki greint ME. Við erum með nöfn á átta læknum sem hafa tekið að sér að greina ME sjúklinga. Greiningin og meðferðin á að fara fram innan heilsugæslunnar en hún býður ekki upp á þá meðferð núna en það er stefna stjórnvalda að greining og öll meðferð fari þar fram,“ sagði Guðrún. Því óttast hún læknar þar hafi ekki þekkingu til að greina sjúkdóminn og af þeim sökum verði hætta á rangri greiningu og vísun í rangar meðferðir. Greiningaferli flókið Greiningaferli ME sjúkdómsins getur ekki hafist fyrr en sex mánuðum eftir veikindi. „Fólk verður að hafa verið með örmögnun í að minnsta kosti hálft ár eftir veikindi. Það er ekki hægt að greina ME áður“ sagði Guðrún. Um hálft ár er frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Í ljósi þess segist hún eiga von á að fleiri hafi samband við félagið vegna síþreytu. „Ég á von á því já. Ég vil endilega koma því á framfæri að fólk hafi samband við okkur í félaginu. Við erum ekki læknar en við getum hjálpað til við að leiðbeina af okkar reynslu um það hvernig hægt er að halda einkennunum niðri og öðlast betri lífsgæði.“ sagði Guðrún. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru þeir allir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira