Minnst 500 þyrftu að mega koma saman svo menningarlíf blómstri á ný Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 20:00 Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Tvö hundruð mega koma saman frá og með morgundeginum og nálægðartakmörk verða miðuð við einn metra. Þjóðleikhússtjóri segir að til að menningarlífið fari að blómstra á ný þurfi 500 manns að mega koma saman. Auglýsing heilbrigðisráðherra um rýmri samkomutakmarkanir tekur gildi á miðnætti. Þá mega tvö hundruð koma saman. Tveggja metra reglan verður afnumin og í staðinn verða fjarlægðartakmörk miðuð við einn metra. Strandar á eins metra reglunni Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands segir rýmri samkomutakmarkanir auðvelda skólahald að því leyti að hægt verður að opna á milli rýma. Málin strandi þó á eins metra reglunni, en ekki sé hægt að útfæra skólahald að fullu í staðnámi vegna hennar. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG.STÖÐ2 Þjóðleikhússjóri segir rýmkunina jákvætt skref. Nú verður hægt að setja á svið sýningar í minni sölum leikhússins. 200 manna takmark geri leikhúsinu þó ekki kleift að sýna á stóra sviðinu. „Til að hægt sé að draga tjöldin frá hér á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þurfa hátt í 500 manns að mega koma saman,“ „Um leið og það er komið þá getum við byrjað að sýna Kardimommubæinn, Framúrskarandi vinkonu og þessar stóru sýningar og þá fyrst verður menningarlífið komið af stað af fullum krafti,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hlakkar til að draga tjöldin frá Aðspurður hvað sé því til fyrirstöðu að taka annað hvert sæti úr umferð og leyfa 200 manns í stóra salinn sem að jafnaði tekur rúmlega 500 manns - segir hann það meðal annars stranda á kostnaði. „Þessar stóru sýningar eru auðvitað kostnaðarsamar á hverju kvöldi þannig það þarf bara ákveðinn fjölda til að standa undir kostnaði við hvert sýningarkvöld,“ sagði Magnús Geir. „Mín trú og minn skilningur á samtölum við aðra í menningargeiranum er sá að það þurfi að fara með markið upp í svona 500 manns og helst að nándarreglan verði valkvæð til þess að menningarlífið fari af stað af fullum krafti.“ Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælinga. Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00 Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30 Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Tvö hundruð mega koma saman frá og með morgundeginum og nálægðartakmörk verða miðuð við einn metra. Þjóðleikhússtjóri segir að til að menningarlífið fari að blómstra á ný þurfi 500 manns að mega koma saman. Auglýsing heilbrigðisráðherra um rýmri samkomutakmarkanir tekur gildi á miðnætti. Þá mega tvö hundruð koma saman. Tveggja metra reglan verður afnumin og í staðinn verða fjarlægðartakmörk miðuð við einn metra. Strandar á eins metra reglunni Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands segir rýmri samkomutakmarkanir auðvelda skólahald að því leyti að hægt verður að opna á milli rýma. Málin strandi þó á eins metra reglunni, en ekki sé hægt að útfæra skólahald að fullu í staðnámi vegna hennar. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG.STÖÐ2 Þjóðleikhússjóri segir rýmkunina jákvætt skref. Nú verður hægt að setja á svið sýningar í minni sölum leikhússins. 200 manna takmark geri leikhúsinu þó ekki kleift að sýna á stóra sviðinu. „Til að hægt sé að draga tjöldin frá hér á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þurfa hátt í 500 manns að mega koma saman,“ „Um leið og það er komið þá getum við byrjað að sýna Kardimommubæinn, Framúrskarandi vinkonu og þessar stóru sýningar og þá fyrst verður menningarlífið komið af stað af fullum krafti,“ sagði Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hlakkar til að draga tjöldin frá Aðspurður hvað sé því til fyrirstöðu að taka annað hvert sæti úr umferð og leyfa 200 manns í stóra salinn sem að jafnaði tekur rúmlega 500 manns - segir hann það meðal annars stranda á kostnaði. „Þessar stóru sýningar eru auðvitað kostnaðarsamar á hverju kvöldi þannig það þarf bara ákveðinn fjölda til að standa undir kostnaði við hvert sýningarkvöld,“ sagði Magnús Geir. „Mín trú og minn skilningur á samtölum við aðra í menningargeiranum er sá að það þurfi að fara með markið upp í svona 500 manns og helst að nándarreglan verði valkvæð til þess að menningarlífið fari af stað af fullum krafti.“ Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælinga.
Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00 Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30 Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag. 6. september 2020 14:00
Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30
Staðfestir tillögur Þórólfs um rýmri veirutakmarkanir Breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem útlistaðar voru á upplýsingafundi almannavarna í gær. 4. september 2020 11:19