Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 06:31 Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Silfrið vegna ásakana kvenna um að hann hafi beitt þær kynnferðisofbeldi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Frá þessu greinir Jón Baldvin í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og segi að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni og segir málið hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins,“ eins Jón Baldvin segir í grein sinni. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í viðtali við Stundina í janúar í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig öllu en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. Í grein sinni segir Jón Baldvin vitnisburð móður Carmenar um það sem eigi að hafa gerst á heimili hans umræddan dag „ótrúverðugri en ella vegna þess að hún hefur áður reynst verða tvísaga í sambærilegu máli, en hún var æskuvinkona Aldísar á Ísafjarðarárum. Hún bar á sínum tíma til baka fullyrðingar Aldísar um, að hún hefði orðið fyrir áreitni af minni hálfu. Við það slitnaði upp úr vinskapnum þar til nú, að þær hafa sæst á ný.“ Jón Baldvin var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970 til 1979 og Aldís er dóttir hans og Bryndísar Schram. Aldís hefur lengi fullyrt að faðir hennar hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Fjölskylda hennar hefur aftur á móti haldið því fram að hún sé veik á geði og því skuli ekki taka frásagnir hennar trúanlegar. Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Jón Baldvin að ákæran sé síðasta útspilið í skipulagðri aðför að mannorði sínu og Bryndísar sem hafi bráðum staðið yfir í tuttugu ár. Greinir Jón Baldvin svo frá því í lok greinar sinnar að Bryndís hafi skrifað bók um fjölskylduharmleik þeirra sem settur sé í samhengi við þjóðfélagslegan veruleika. Bókin komi út á næstu dögum. MeToo Lögreglumál Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. 28. júní 2019 11:12 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Frá þessu greinir Jón Baldvin í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og segi að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni og segir málið hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins,“ eins Jón Baldvin segir í grein sinni. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í viðtali við Stundina í janúar í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig öllu en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. Í grein sinni segir Jón Baldvin vitnisburð móður Carmenar um það sem eigi að hafa gerst á heimili hans umræddan dag „ótrúverðugri en ella vegna þess að hún hefur áður reynst verða tvísaga í sambærilegu máli, en hún var æskuvinkona Aldísar á Ísafjarðarárum. Hún bar á sínum tíma til baka fullyrðingar Aldísar um, að hún hefði orðið fyrir áreitni af minni hálfu. Við það slitnaði upp úr vinskapnum þar til nú, að þær hafa sæst á ný.“ Jón Baldvin var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970 til 1979 og Aldís er dóttir hans og Bryndísar Schram. Aldís hefur lengi fullyrt að faðir hennar hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Fjölskylda hennar hefur aftur á móti haldið því fram að hún sé veik á geði og því skuli ekki taka frásagnir hennar trúanlegar. Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Jón Baldvin að ákæran sé síðasta útspilið í skipulagðri aðför að mannorði sínu og Bryndísar sem hafi bráðum staðið yfir í tuttugu ár. Greinir Jón Baldvin svo frá því í lok greinar sinnar að Bryndís hafi skrifað bók um fjölskylduharmleik þeirra sem settur sé í samhengi við þjóðfélagslegan veruleika. Bókin komi út á næstu dögum.
MeToo Lögreglumál Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. 28. júní 2019 11:12 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
„Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00
Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. 28. júní 2019 11:12