Fluttu fótboltaleik á milli bæjarfélaga í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 08:30 Það voru stórir pollar á Grýluvelli í Hveragerði í gær. Hér sjást Hamarstelpurnar bregða aðeins á leik eftir að leikurinn var stöðvaður en þær settu smá myndbrot inn á Instagram síðu sína. Mynd/Instagram Það var mikill rigning á suðvesturhorni landsins í gær og það hafði mikil áhrif á einn fótboltaleik sem endaði með því að fara á mikið flakk. Stelpurnar í sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar voru komnar til Hveragerðis í gær til að spila á móti Hamar í 2. deild kvenna. Að baki var langt ferðalag að austan og ekki vinsælt ef þyrfti að fresta leiknum. Rigning sá hins vegar til þess að vallaraðstæður voru langt frá því að vera ákjósanlegar. Fljótlega kom í ljós að það var ekki hægt að spila á vellinum. Leikurinn hófst klukkan 15.00 en dómari þurfti að hætta leik á átjándu mínútu þar sem Grýluvöllur í Hveragerði var algjörlega vatnsósa. Þrír leikmenn úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar léku sér aðeins í pollunum á vellinum eftir að það var búið að stoppa leik.Mynd/Instagram Var þá ákveðið að flytja leikinn inn í fótboltahöll. Sú fótboltahöll var Kórinn í Kópavogi sem var í 41 kílómetra fjarlægð frá Grýluvellinum í Hveragerði. Það mátti fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum félaganna en bæði liðin voru lausnamiðuð þegar kom að því að leita leiða til að hægt væri að klára þennan leik. Hér til vinstri má meðal annars sjá stelpur úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar fíflast aðeins í pollunum á vellinum. Allir leikmenn, starfsmenn og dómarar leiksins drifu sig upp í bíl og keyrðu alla þessa leik og leikurinn var flautaður aftur á skömmu fyrir sex. Þegar honum lauk loksins voru liðnir fimm klukkutímar síðan dómarinn flautaði hann á. Lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar var komið í 1-0 þegar gera þurftu hlé á leiknum og vann hann að lokum 4-0. Bílferðin fór greinilega betur í stelpurnar að austan því þær komust í 3-0 fljótlega eftir að leikurinn var flautaður aftur á í Kórnum. Fjarðab/Höttur/Leiknir er í harðri baráttu um sæti í Lengjudeildinni og liðið vann þarna mikilvægan sigur. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði mark liðsins á vellinum í Hveragerði strax á fimmtu mínútu en mörkin í Kórnum skoruðu þær Hafdís Ágústsdóttir, Halla Marinósdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir. Íslenski boltinn Hveragerði Kópavogur Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Það var mikill rigning á suðvesturhorni landsins í gær og það hafði mikil áhrif á einn fótboltaleik sem endaði með því að fara á mikið flakk. Stelpurnar í sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar voru komnar til Hveragerðis í gær til að spila á móti Hamar í 2. deild kvenna. Að baki var langt ferðalag að austan og ekki vinsælt ef þyrfti að fresta leiknum. Rigning sá hins vegar til þess að vallaraðstæður voru langt frá því að vera ákjósanlegar. Fljótlega kom í ljós að það var ekki hægt að spila á vellinum. Leikurinn hófst klukkan 15.00 en dómari þurfti að hætta leik á átjándu mínútu þar sem Grýluvöllur í Hveragerði var algjörlega vatnsósa. Þrír leikmenn úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar léku sér aðeins í pollunum á vellinum eftir að það var búið að stoppa leik.Mynd/Instagram Var þá ákveðið að flytja leikinn inn í fótboltahöll. Sú fótboltahöll var Kórinn í Kópavogi sem var í 41 kílómetra fjarlægð frá Grýluvellinum í Hveragerði. Það mátti fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum félaganna en bæði liðin voru lausnamiðuð þegar kom að því að leita leiða til að hægt væri að klára þennan leik. Hér til vinstri má meðal annars sjá stelpur úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar fíflast aðeins í pollunum á vellinum. Allir leikmenn, starfsmenn og dómarar leiksins drifu sig upp í bíl og keyrðu alla þessa leik og leikurinn var flautaður aftur á skömmu fyrir sex. Þegar honum lauk loksins voru liðnir fimm klukkutímar síðan dómarinn flautaði hann á. Lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar var komið í 1-0 þegar gera þurftu hlé á leiknum og vann hann að lokum 4-0. Bílferðin fór greinilega betur í stelpurnar að austan því þær komust í 3-0 fljótlega eftir að leikurinn var flautaður aftur á í Kórnum. Fjarðab/Höttur/Leiknir er í harðri baráttu um sæti í Lengjudeildinni og liðið vann þarna mikilvægan sigur. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði mark liðsins á vellinum í Hveragerði strax á fimmtu mínútu en mörkin í Kórnum skoruðu þær Hafdís Ágústsdóttir, Halla Marinósdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir.
Íslenski boltinn Hveragerði Kópavogur Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira