Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 12:20 Vitni segjast hafa séð óþekkta menn stinga Mariu Kolesnikovu upp í smárútu og aka með hana burt í miðborg Minsk í dag. Vísir/EPA Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. Kolesnikova situr í samhæfingarráði hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem var stofnað til að taka þátt í viðræðum við Alexander Lúkasjenkó forseta eftir umdeildar kosningar í síðasta mánuði. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu vegna þess sem margir landsmenn telja umfangsmikil kosningasvik forsetans sem var endurkjörinn með afgerandi meirihluta samkvæmt opinberum úrslitum. Reuters-fréttastofan segir að lögreglan í Minsk rannsaki tilkynningar um hvarf Kolesnikovu. Talið er að um 100.000 manns hafi komið saman í Minsk í gær til að krefjast afsagnar Lúkasjenkó forseta. Innanríkisráðuneytið Hvíta-Rússlands fullyrðir að Kolesnikova hafi ekki verið handtekin, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað og handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar eftir að mótmælin miklu hófust í ágúst. Saksóknarar hófu þannig sakamálarannsókn á samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Tveir fulltrúar þess voru dæmdir í tíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli í síðustu viku. Olga Kovalkova, annar fulltrúanna, segir að hún hafi verið hvött til að flýja til Póllands og að henni hafi verið hótað lengri fangelsisdómi. Sviatlana Tsikhanouskaya, helsti keppinautur Lúkasjenkó í kosningunum, flúði til Litháen daginn eftir kosningarnar undir þrýstingi frá stjórnvöldum. Hún segir að hvarf Kolesnikovu sé enn ein tilraun ríkisstjórnar Lúkasjenkó til þess að ógna stjórnarandstöðunni. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, tekur í sama streng og hvetur til þess að Kolesnikovu verði sleppt þegar í stað. Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. Kolesnikova situr í samhæfingarráði hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem var stofnað til að taka þátt í viðræðum við Alexander Lúkasjenkó forseta eftir umdeildar kosningar í síðasta mánuði. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu vegna þess sem margir landsmenn telja umfangsmikil kosningasvik forsetans sem var endurkjörinn með afgerandi meirihluta samkvæmt opinberum úrslitum. Reuters-fréttastofan segir að lögreglan í Minsk rannsaki tilkynningar um hvarf Kolesnikovu. Talið er að um 100.000 manns hafi komið saman í Minsk í gær til að krefjast afsagnar Lúkasjenkó forseta. Innanríkisráðuneytið Hvíta-Rússlands fullyrðir að Kolesnikova hafi ekki verið handtekin, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað og handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar eftir að mótmælin miklu hófust í ágúst. Saksóknarar hófu þannig sakamálarannsókn á samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Tveir fulltrúar þess voru dæmdir í tíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli í síðustu viku. Olga Kovalkova, annar fulltrúanna, segir að hún hafi verið hvött til að flýja til Póllands og að henni hafi verið hótað lengri fangelsisdómi. Sviatlana Tsikhanouskaya, helsti keppinautur Lúkasjenkó í kosningunum, flúði til Litháen daginn eftir kosningarnar undir þrýstingi frá stjórnvöldum. Hún segir að hvarf Kolesnikovu sé enn ein tilraun ríkisstjórnar Lúkasjenkó til þess að ógna stjórnarandstöðunni. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, tekur í sama streng og hvetur til þess að Kolesnikovu verði sleppt þegar í stað.
Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54