Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 7. september 2020 18:01 Foden (t.v.) og Greenwood komu báðir við sögu á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag. Vísir/Getty Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor. Þeir Greenwood og Foden komu báðir við sögu þegar enska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvelli á laugardag með einu marki gegn engu. Enska liðið þurfti að lúta ströngum reglum um sóttkví á meðan það var hér á landi og máttu ekki eiga samskipti við neinn utan hennar. Konurnar sýndu frá heimsókninni og undanfara hennar á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið. Því var ákveðið að bóka tvö önnur herbergi á hótelinu þar sem þeir gátu hitt konurnar. Um er að ræða brot á sóttvarnalögum en rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu leikmennina tvo á hótel Sögu í dag. Leikmennirnir hafa báðir gengist við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fengu fyrir það hámarkssekt, 250.000 krónur hvor. Ætla má að sektin sem enska knattspyrnusambandið muni leggja á þá verði talsvert hærri. Höfðu sjálfar samband við lögreglu Konurnar vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó í samtali við fréttastofu að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir að mennirnir væru í sóttkví. Þær höfðu sjálfar samband við lögreglu að fyrra bragði þegar málið komst í hámæli í dag. Eftir nokkurra klukkutíma athugun var úrskurðað að þær þyrftu ekki að fara í sóttkví vegna heimsóknarinnar. Breska pressan hefur verið undirlögð af fréttum af málinu í dag og hafa konurnar fengið fjölda fyrirspurna vegna málsins frá erlendum blaðamönnum. Enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þeir Greenwood og Foden, sem leika fyrir Manchester United og Manchester City, voru teknir út úr hópnum sem ferðaðist til Danmerkur í dag. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því fyrr í dag að leikmennirnir tveir myndu ferðast aftur til Englands. Þá sagði hann að málið væri litið alvarlegum augum og ekki væri hægt að afsaka athæfið þrátt fyrir ungan aldur þeirra. Greenwood er 18 ára og Foden er tvítugur. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor. Þeir Greenwood og Foden komu báðir við sögu þegar enska landsliðið lagði það íslenska á Laugardalsvelli á laugardag með einu marki gegn engu. Enska liðið þurfti að lúta ströngum reglum um sóttkví á meðan það var hér á landi og máttu ekki eiga samskipti við neinn utan hennar. Konurnar sýndu frá heimsókninni og undanfara hennar á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið. Því var ákveðið að bóka tvö önnur herbergi á hótelinu þar sem þeir gátu hitt konurnar. Um er að ræða brot á sóttvarnalögum en rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu leikmennina tvo á hótel Sögu í dag. Leikmennirnir hafa báðir gengist við broti gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fengu fyrir það hámarkssekt, 250.000 krónur hvor. Ætla má að sektin sem enska knattspyrnusambandið muni leggja á þá verði talsvert hærri. Höfðu sjálfar samband við lögreglu Konurnar vildu ekki tjá sig um málið en sögðu þó í samtali við fréttastofu að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir að mennirnir væru í sóttkví. Þær höfðu sjálfar samband við lögreglu að fyrra bragði þegar málið komst í hámæli í dag. Eftir nokkurra klukkutíma athugun var úrskurðað að þær þyrftu ekki að fara í sóttkví vegna heimsóknarinnar. Breska pressan hefur verið undirlögð af fréttum af málinu í dag og hafa konurnar fengið fjölda fyrirspurna vegna málsins frá erlendum blaðamönnum. Enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þeir Greenwood og Foden, sem leika fyrir Manchester United og Manchester City, voru teknir út úr hópnum sem ferðaðist til Danmerkur í dag. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því fyrr í dag að leikmennirnir tveir myndu ferðast aftur til Englands. Þá sagði hann að málið væri litið alvarlegum augum og ekki væri hægt að afsaka athæfið þrátt fyrir ungan aldur þeirra. Greenwood er 18 ára og Foden er tvítugur.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59
Sjáðu enska liðið yfirgefa Hótel Sögu Enska landsliðið yfirgaf Hótel Sögu áðan og hélt til Keflavíkur þaðan sem það flýgur til Kaupmannahafnar. 7. september 2020 14:34