Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 22:33 Um 14.800 slökkviliðsmenn berjast við elda víða um Kaliforníu. AP/Cindy Yamanaka Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. Gamla metið var 1,96 milljónir ekra og var það sett árið 2018. Það sem er þó hvað merkilegast við metið er að sá hluti ársins sem iðulega er verstur vestanhafs, er ekki hafinn. Talskona slökkviliðsins Cal Fire, sem heldur utan um skógar- og kjarrelda, segir embættismenn uggandi yfir ástandinu. September og október séu verstu mánuðirnir, þá sé þurrkur iðulega mikill og vindar meiri, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Alls berjast um 14.800 slökkviliðsmenn við 23 stóra elda í ríkinu en frá 15. ágúst hafa 900 eldar verið skráðir. Embættismenn segja nauðsynlegt að koma í veg fyrir að nýir eldar kvikni. Ekki sé hægt að sinna þeim öllum. Með það í huga hefur tjaldsvæðum og almenningsgörðum víða verið lokað. Þannig er vonast til þess að færri eldar kvikni. Einn eldurinn, sem brennt hefur um sjö þúsund ekrur, kviknaði til að mynda út frá reyktæki sem notað var í veislu þar sem verið var að opinbera kyn ófædds barns, samkvæmt frétt LA Times. Íbúar Kaliforníu hafa sömuleiðis verið beðnir um að draga úr rafmagnsnotkun en sú mikla hitabylgja sem gengið yfir svæðið hefur leitt til mikillar rafmagnsnotkunar og eldarnir hafa skemmt dreifikerfi. Sunnudagurinn var einn heitasti dagurinn frá því mælingar hófust í Kaliforníu. Hér má sjá tvær gervihnattarmyndir sem teknar voru í gær. Önnur tekin um klukkan ellefu að morgni til og sú seinni um klukkan sjö um kvöldið. Skoða má myndefni úr gervihnettinum sem myndir eru frá með því að smella hér. On the left, California at 11am this morning from satellite. On the right, the same shot at 7pm this evening. Shows you the enormous amount of smoke sent into the atmosphere from numerous fires that broke out today. #CreekFire #ValleyFire #ElDoradoFire pic.twitter.com/MQLTEAc5ha— Drew Tuma (@DrewTumaABC7) September 6, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. Gamla metið var 1,96 milljónir ekra og var það sett árið 2018. Það sem er þó hvað merkilegast við metið er að sá hluti ársins sem iðulega er verstur vestanhafs, er ekki hafinn. Talskona slökkviliðsins Cal Fire, sem heldur utan um skógar- og kjarrelda, segir embættismenn uggandi yfir ástandinu. September og október séu verstu mánuðirnir, þá sé þurrkur iðulega mikill og vindar meiri, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Alls berjast um 14.800 slökkviliðsmenn við 23 stóra elda í ríkinu en frá 15. ágúst hafa 900 eldar verið skráðir. Embættismenn segja nauðsynlegt að koma í veg fyrir að nýir eldar kvikni. Ekki sé hægt að sinna þeim öllum. Með það í huga hefur tjaldsvæðum og almenningsgörðum víða verið lokað. Þannig er vonast til þess að færri eldar kvikni. Einn eldurinn, sem brennt hefur um sjö þúsund ekrur, kviknaði til að mynda út frá reyktæki sem notað var í veislu þar sem verið var að opinbera kyn ófædds barns, samkvæmt frétt LA Times. Íbúar Kaliforníu hafa sömuleiðis verið beðnir um að draga úr rafmagnsnotkun en sú mikla hitabylgja sem gengið yfir svæðið hefur leitt til mikillar rafmagnsnotkunar og eldarnir hafa skemmt dreifikerfi. Sunnudagurinn var einn heitasti dagurinn frá því mælingar hófust í Kaliforníu. Hér má sjá tvær gervihnattarmyndir sem teknar voru í gær. Önnur tekin um klukkan ellefu að morgni til og sú seinni um klukkan sjö um kvöldið. Skoða má myndefni úr gervihnettinum sem myndir eru frá með því að smella hér. On the left, California at 11am this morning from satellite. On the right, the same shot at 7pm this evening. Shows you the enormous amount of smoke sent into the atmosphere from numerous fires that broke out today. #CreekFire #ValleyFire #ElDoradoFire pic.twitter.com/MQLTEAc5ha— Drew Tuma (@DrewTumaABC7) September 6, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira