Framtíðin er norræn hringrás Bjarni Herrera, Hrund Gunnsteinsdóttir og Harpa Júlíusdóttir skrifa 8. september 2020 07:30 Nú í september 2020 voru sett á fót samnorræn samtök sem ætlað er að vera regnhlífarsamtök um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Samtökin bera heitið ‘NordicCircularHotspot’ og hafa hlotið fjármögnun frá Nordic Innovation að fjárhæð 1,5m norskra króna. Stofnendur og stjórnendur þessara samtaka eru helstu sérfræðingar Norðurlandanna í hringrásarhagkerfinu og eru undirrituð hluti af þeim hóp. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni mun þá gegna því hlutverki að vera miðja samtakanna hér á landi. Af hverju er þetta mikilvægt? Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) er hagkerfi þar sem leitast er við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi (að öllum úrgangi sé skilað aftur í hringrásina). Þannig má draga úr sóun, nýta betur auðlindir heimsins og ýta undir sjálfbærni. Með iðnbyltingunni fór manneskjan að búa til ótrúlegustu hluti, allt frá bensínvélum til fartölva og tískufatnaðar í massavís. Þessi hugmyndafræði byggði á því að auðlindir heimsins væru ótæmandi og vinnuafl til staðar. Okkar núverandi nálgun hefur náð endimörkum og virkar ekki lengur fyrir fólk, atvinnulíf og umfram allt, jörðina okkar og náttúruna. Nú er því ekki lengur um “rusl” að ræða heldur “úrgang” eða “virði” sem hægt er að nýta. Tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation, leiðandi hugveitu um hringrásarhagkerfið á heimsvísu. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessari þróun á Íslandi: nýsköpunartækifæri, atvinnusköpun og fjárfestingartækifæri sem gætu verið til þess fallin að skapa útflutningsverðmæti, bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka hagsæld á Íslandi. Þannig myndu hráefni nýtast betur og útblástur minnka sem styður við skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Betur má ef duga skal Noregur gerði nýlega heildstæða úttekt á því hvar þjóðin stendur þegar kemur að innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Niðurstaðan er að einungis 2.4% af norsku hagkerfi er í anda hringrásarhagkerfisins. Finnar eru komnir einna lengst af Norðurlöndunum, en þarlend stjórnvöld hafa gert aðgerðaráætlun í víðtæku samráði ólíkra hagaðila og sett sér það markmið að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Í þessum mánuði samþykktu norrænu atvinnuvegaráðherrarnir áætlun þar sem fjármagn er lagt til í verkefni og nýsköpun sem styður við sjálfbærar lausnir og hringrásarhagkerfið. Samvinna fyrirtækja, atvinnugeira og þjóða er ein af þungamiðjum hringrásarhagkerfisins og í þeim anda stendur nú yfir stofnun Nordic Circular Hotspot, samnorræns vettvangs um norræna hringrás. Því betur má ef duga skal. Aðgengi Íslands að vettvangi Nordic Circular Hotspot opnar á fjölda tækifæra til þess að deila reynslu á milli Norðurlandanna, auka samstarf og flýta umbreytingu hagkerfis okkar úr línulegu yfir í hringrásarhagkerfi með tilheyrandi verðmætasköpun. Bjarni Herrera, framkvæmdarstjóri CIRCULAR Solutions Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Nú í september 2020 voru sett á fót samnorræn samtök sem ætlað er að vera regnhlífarsamtök um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Samtökin bera heitið ‘NordicCircularHotspot’ og hafa hlotið fjármögnun frá Nordic Innovation að fjárhæð 1,5m norskra króna. Stofnendur og stjórnendur þessara samtaka eru helstu sérfræðingar Norðurlandanna í hringrásarhagkerfinu og eru undirrituð hluti af þeim hóp. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni mun þá gegna því hlutverki að vera miðja samtakanna hér á landi. Af hverju er þetta mikilvægt? Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) er hagkerfi þar sem leitast er við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi (að öllum úrgangi sé skilað aftur í hringrásina). Þannig má draga úr sóun, nýta betur auðlindir heimsins og ýta undir sjálfbærni. Með iðnbyltingunni fór manneskjan að búa til ótrúlegustu hluti, allt frá bensínvélum til fartölva og tískufatnaðar í massavís. Þessi hugmyndafræði byggði á því að auðlindir heimsins væru ótæmandi og vinnuafl til staðar. Okkar núverandi nálgun hefur náð endimörkum og virkar ekki lengur fyrir fólk, atvinnulíf og umfram allt, jörðina okkar og náttúruna. Nú er því ekki lengur um “rusl” að ræða heldur “úrgang” eða “virði” sem hægt er að nýta. Tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation, leiðandi hugveitu um hringrásarhagkerfið á heimsvísu. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessari þróun á Íslandi: nýsköpunartækifæri, atvinnusköpun og fjárfestingartækifæri sem gætu verið til þess fallin að skapa útflutningsverðmæti, bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka hagsæld á Íslandi. Þannig myndu hráefni nýtast betur og útblástur minnka sem styður við skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Betur má ef duga skal Noregur gerði nýlega heildstæða úttekt á því hvar þjóðin stendur þegar kemur að innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Niðurstaðan er að einungis 2.4% af norsku hagkerfi er í anda hringrásarhagkerfisins. Finnar eru komnir einna lengst af Norðurlöndunum, en þarlend stjórnvöld hafa gert aðgerðaráætlun í víðtæku samráði ólíkra hagaðila og sett sér það markmið að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Í þessum mánuði samþykktu norrænu atvinnuvegaráðherrarnir áætlun þar sem fjármagn er lagt til í verkefni og nýsköpun sem styður við sjálfbærar lausnir og hringrásarhagkerfið. Samvinna fyrirtækja, atvinnugeira og þjóða er ein af þungamiðjum hringrásarhagkerfisins og í þeim anda stendur nú yfir stofnun Nordic Circular Hotspot, samnorræns vettvangs um norræna hringrás. Því betur má ef duga skal. Aðgengi Íslands að vettvangi Nordic Circular Hotspot opnar á fjölda tækifæra til þess að deila reynslu á milli Norðurlandanna, auka samstarf og flýta umbreytingu hagkerfis okkar úr línulegu yfir í hringrásarhagkerfi með tilheyrandi verðmætasköpun. Bjarni Herrera, framkvæmdarstjóri CIRCULAR Solutions Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun