Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2020 14:57 Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. RÚV greindi fyrst frá. Krabbameinsfélagið vinnur að endurskoðun sex þúsund sýna eftir að tugir kvenna eru með frumubreytingar í leghálsi sem vegna mistaka greindust ekki við skoðun hjá félaginu árið 2018. Kona um fimmtugt er með ólæknandi krabbamein vegna mistakanna og hefur lögmaður hennar mál fleiri kvenna á sínu borði. Krabbameinsfélagið segir að mistökin hafi uppgötvast í sumar og hafið endurskoðun sýna. Málið varð ekki að vitneskju almennings fyrr en fjallað var um tilfelli fyrrnefndrar konu í fréttum Stöðvar 2. Krabbameinslæknir sem sinnti afmörkuðu verkefni fyrir Sjúkratryggingar Íslands sagði í Kastljósi í vikunni að gæðakerfi leitarstöðvar KÍ stæðist ekki viðmið Evróputilskipana. Forstjóri sjúkratrygginga sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði engin gögn séð sem styddu þessa fullyrðingu. Viðkomandi talaði ekki fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands. Landlæknir metur ekki hver beri ábyrgð á því að allt að 150 konur hafi fengið ranga greiningu á leghálssýnum. Krabbameinsfélagið hafi axlað þá ábyrgð að gangast við mistökum og biðja hluteigandi afsökunar. Landlæknir kalli reglulega eftir gögnum frá KÍ Í skriflegu svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu um eftirlit Landlæknis með KÍ kemur fram að embættið hafi ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi KÍ. Leghálsskimanir færast frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin.Vísir/Vilhelm „Þó svo að slík úttekt hafi ekki farið fram þá hefur landlæknir í gegnum árin óskað eftir upplýsingum um starfsemina, gæðavísa og árangurstölur. Hefur þetta verið gert með vísunum í heimild landlæknis til að krefja heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og aðra sem veita heilbrigðisþjónustu um upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg til að sinna eftirlitshlutverki sínu,“ segir í svarinu. Sú heilbrigðisþjónusta sem KÍ veiti sé af þeim toga að mögulegt er að mæla og fylgjast með gæðum hennar yfir lengri tíma með því að rýna í innkallanir, þátttöku, biðtíma eftir skimunum og einnig með mælingum á nýgengi þeirra krabbameina sem skimað er fyrir. Upplýsingar um nýgengi (fjöldi nýgreindra einstaklinga í tilteknu þýði á ákveðnu tímabili) og fjölda tilfella er að finna í gögnum Krabbameinsskrár, sem er á ábyrgð landlæknis en í umsjá KÍ. „Að auki hefur landlæknir óskað eftir greinargerð frá félaginu um árangur skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameini, t.d. með tilliti til dánartíðni. KÍ birtir með reglubundnum hætti tölfræðilegar upplýsingar um gæðamælikvarða á skimun og greiningu og er það gert samkvæmt evrópskum viðmiðunarreglum krabbameinsrannsóknarstofnunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar.“ Varðandi það hvernig landlæknir tryggi að sú heilbrigðisþjónusta sem KÍ uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíkrar þjónustu þá sé hægt að horfa til þjónustusamnings KÍ og Sjúkratrygginga Íslands og kröfulýsinga fyrir krabbameinsleit. Þar sé tilgreint hvaða sérhæfðu starfsmenn skuli starfa á Leitarstöð KÍ. Auk eftirlitsskyldu landlæknis hafa Sjúkratryggingar Íslands ríkulega eftirlitsskyldu með að tegundir, magn, gæði, kostnaður og árangur þjónustu sé í samræmi við gerða samninga. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. RÚV greindi fyrst frá. Krabbameinsfélagið vinnur að endurskoðun sex þúsund sýna eftir að tugir kvenna eru með frumubreytingar í leghálsi sem vegna mistaka greindust ekki við skoðun hjá félaginu árið 2018. Kona um fimmtugt er með ólæknandi krabbamein vegna mistakanna og hefur lögmaður hennar mál fleiri kvenna á sínu borði. Krabbameinsfélagið segir að mistökin hafi uppgötvast í sumar og hafið endurskoðun sýna. Málið varð ekki að vitneskju almennings fyrr en fjallað var um tilfelli fyrrnefndrar konu í fréttum Stöðvar 2. Krabbameinslæknir sem sinnti afmörkuðu verkefni fyrir Sjúkratryggingar Íslands sagði í Kastljósi í vikunni að gæðakerfi leitarstöðvar KÍ stæðist ekki viðmið Evróputilskipana. Forstjóri sjúkratrygginga sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði engin gögn séð sem styddu þessa fullyrðingu. Viðkomandi talaði ekki fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands. Landlæknir metur ekki hver beri ábyrgð á því að allt að 150 konur hafi fengið ranga greiningu á leghálssýnum. Krabbameinsfélagið hafi axlað þá ábyrgð að gangast við mistökum og biðja hluteigandi afsökunar. Landlæknir kalli reglulega eftir gögnum frá KÍ Í skriflegu svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu um eftirlit Landlæknis með KÍ kemur fram að embættið hafi ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi KÍ. Leghálsskimanir færast frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin.Vísir/Vilhelm „Þó svo að slík úttekt hafi ekki farið fram þá hefur landlæknir í gegnum árin óskað eftir upplýsingum um starfsemina, gæðavísa og árangurstölur. Hefur þetta verið gert með vísunum í heimild landlæknis til að krefja heilbrigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir og aðra sem veita heilbrigðisþjónustu um upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg til að sinna eftirlitshlutverki sínu,“ segir í svarinu. Sú heilbrigðisþjónusta sem KÍ veiti sé af þeim toga að mögulegt er að mæla og fylgjast með gæðum hennar yfir lengri tíma með því að rýna í innkallanir, þátttöku, biðtíma eftir skimunum og einnig með mælingum á nýgengi þeirra krabbameina sem skimað er fyrir. Upplýsingar um nýgengi (fjöldi nýgreindra einstaklinga í tilteknu þýði á ákveðnu tímabili) og fjölda tilfella er að finna í gögnum Krabbameinsskrár, sem er á ábyrgð landlæknis en í umsjá KÍ. „Að auki hefur landlæknir óskað eftir greinargerð frá félaginu um árangur skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameini, t.d. með tilliti til dánartíðni. KÍ birtir með reglubundnum hætti tölfræðilegar upplýsingar um gæðamælikvarða á skimun og greiningu og er það gert samkvæmt evrópskum viðmiðunarreglum krabbameinsrannsóknarstofnunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar.“ Varðandi það hvernig landlæknir tryggi að sú heilbrigðisþjónusta sem KÍ uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíkrar þjónustu þá sé hægt að horfa til þjónustusamnings KÍ og Sjúkratrygginga Íslands og kröfulýsinga fyrir krabbameinsleit. Þar sé tilgreint hvaða sérhæfðu starfsmenn skuli starfa á Leitarstöð KÍ. Auk eftirlitsskyldu landlæknis hafa Sjúkratryggingar Íslands ríkulega eftirlitsskyldu með að tegundir, magn, gæði, kostnaður og árangur þjónustu sé í samræmi við gerða samninga.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42
„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26
Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24