Rúmlega tuttugu til viðbótar með frumubreytingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2020 16:16 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. Nú hefur komið í ljós að fimmtíu og tvær þeirra eru með vægar frumubreytingar. Þetta segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins, í samtali við fréttastofu. Áður hafði komið fram að um þrjátíu konur hefðu ranglega fengið neikvæða greiningu við skoðun leghálssýna. Ein kona er með ólæknandi krabbamein en hún fékk ranga greiningu í skoðun árið 2018. Funduðu vegna gagns sem fannst Þá funduðu fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands, Krabbameinsfélags Íslands og embættis landlæknis sameiginlega í dag til að fara yfir níu blaðsíðna gagn sem fannst í gær. Skjalið var unnið í desember árið 2017 af greiningardeild SÍ og varðar mælingar og markmið þjónustusamnings við KÍ. Skjalið var talið geta varpað ljósi á orð Tryggva Björns Stefánssonar krabbameinslæknis sem fullyrti í Kastljósi í síðustu viku að gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins hefði verið í lamasessi árið 2017. Krabbameinsfélagið óskaði í framhaldinu eftir gögnum frá Sjúkratryggingum sem styddu fullyrðingar Tryggva Björns. Engin gögn bárust. „Ég hef á þessari stundu ekki séð gögn sem gætu staðið undir þessari fullyrðingu,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Skjalið sagt ófullbúið Í tilkynningu aðilanna að loknum fundi kemur fram að augljóst sé að umrætt skjal er ófullbúið vinnugagn sem byggir á gögnum frá KÍ og samskiptum starfsmanna KÍ og SÍ. Í skjalinu má finna misskilning og ranga hugtakanotkun enda er krabbameinsskimun flókið viðfangsefni og túlkun efnisins krefst sérfræðiþekkingar. Skjalið var sent velferðarráðuneytinu í febrúar 2018 án þess að fram kæmi að um vinnugagn væri að ræða en skjalið hafði ekki verið sent KÍ til yfirlestrar áður en því var komið til ráðuneytisins. Aðilar eru sammála um að óábyrgt væri að birta skjalið án nánari skýringa og athugasemda af hálfu KÍ. „Það er mat landlæknis eftir sameiginlega yfirferð með SÍ og KÍ að það séu engar upplýsingar í skjalinu sem kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá embætti landlæknis.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur nú yfirfarið 2.200 sýni af þeim sex þúsund sem endurskoða þurfti eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. Nú hefur komið í ljós að fimmtíu og tvær þeirra eru með vægar frumubreytingar. Þetta segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins, í samtali við fréttastofu. Áður hafði komið fram að um þrjátíu konur hefðu ranglega fengið neikvæða greiningu við skoðun leghálssýna. Ein kona er með ólæknandi krabbamein en hún fékk ranga greiningu í skoðun árið 2018. Funduðu vegna gagns sem fannst Þá funduðu fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands, Krabbameinsfélags Íslands og embættis landlæknis sameiginlega í dag til að fara yfir níu blaðsíðna gagn sem fannst í gær. Skjalið var unnið í desember árið 2017 af greiningardeild SÍ og varðar mælingar og markmið þjónustusamnings við KÍ. Skjalið var talið geta varpað ljósi á orð Tryggva Björns Stefánssonar krabbameinslæknis sem fullyrti í Kastljósi í síðustu viku að gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins hefði verið í lamasessi árið 2017. Krabbameinsfélagið óskaði í framhaldinu eftir gögnum frá Sjúkratryggingum sem styddu fullyrðingar Tryggva Björns. Engin gögn bárust. „Ég hef á þessari stundu ekki séð gögn sem gætu staðið undir þessari fullyrðingu,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Skjalið sagt ófullbúið Í tilkynningu aðilanna að loknum fundi kemur fram að augljóst sé að umrætt skjal er ófullbúið vinnugagn sem byggir á gögnum frá KÍ og samskiptum starfsmanna KÍ og SÍ. Í skjalinu má finna misskilning og ranga hugtakanotkun enda er krabbameinsskimun flókið viðfangsefni og túlkun efnisins krefst sérfræðiþekkingar. Skjalið var sent velferðarráðuneytinu í febrúar 2018 án þess að fram kæmi að um vinnugagn væri að ræða en skjalið hafði ekki verið sent KÍ til yfirlestrar áður en því var komið til ráðuneytisins. Aðilar eru sammála um að óábyrgt væri að birta skjalið án nánari skýringa og athugasemda af hálfu KÍ. „Það er mat landlæknis eftir sameiginlega yfirferð með SÍ og KÍ að það séu engar upplýsingar í skjalinu sem kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá embætti landlæknis.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57 Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42 „Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fá erlendan sérfræðing til að taka út skoðun leghálssýna Embætti landlæknis vinnur að því að fá aðila erlendis frá til að taka út skoðun leghálssýna hjá Krabbameinsfélaginu. Markmiðið er að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. 8. september 2020 14:57
Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. 7. september 2020 21:42
„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. 7. september 2020 14:26