„Hendi guðs“ var hluti af Pho-show í Kaplakrika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 13:15 Phoenetia Browne er landsliðskona frá Sankti Kitts og Nevis. Skjámynd/S2 Sport FH-konur unnu mikilvægan sigur á KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin ræddu sérstaklega frammistöðu Phoenetia Browne í síðustu leikjum FH. Það er óhætt að segja að Phoenetia Browne hafi gerbreytt sóknarleik FH-liðsins síðan hún byrjaði að spila með Hafnarfjarðarliðinu um miðjan ágústmánuð. „FH-stelpur með mikilvægan sigur og þær eru komnar með níu stig. Þær segjast alls ekki ætla að falla og ég held að þær hafi trú á því núna. Þær höfðu ekki trú á því,“ byrjaði Helena Ólafsdóttir umræðuna um FH-liðið. „Nú hafa þær ástæðu til að trúa. Þær eru búnar að sýna sitt út á velli, farnar að safna stigum og farnar að skora mörk. Eftir að Pho mætir á svæðið 16. ágúst þá er FH, liðið sem gat ekki skorað mörk, búið að skora sjö mörk í fjórum leikjum. Eitthvað er hún að gera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Phoenetia Browne er 26 ára gömul og hefur skorað 19 landsliðsmörk fyrir Sankti Kitts og Nevis. Hún kom til FH frá finnska félaginu Åland United. Það kom reyndar í ljós við nánari skoðun að Phoenetia Browne notaði hendina til að leggja fyrir sig boltann í markinu á móti KR. „Þarna er Pho að beita brögðum. Þetta er hendi guðs,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þetta er lúmskt hjá henni, hún má eiga það. Ég tók ekki eftir þessu, sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „FH skoraði líka ólöglegt mark í bikarleiknum þar sem Pho á í hlut,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Þær eru hins vegar allar í engum vafa um það sem Phoenetia Browne hefur breytt hjá þessu FH-liði. „Pho er klók og hún nýtir sér allt. Hún er allt í öllu, finnst mér, í þeirra sóknarleik. Hún er búin að koma að fimm af þessum sjö mörkum. Þær voru með þrjú mörk áður en hún kemur og þetta er ótrúlegur viðsnúningur á einu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þeim vantaði þetta. Þeim vantaði einhvern sem gat skorað, sem tekur hitann af hinum og er að búa eitthvað til. Hún er ekki bara að skora því hún er í öllum boltum,“ sagði Mist. „Ég hefði borið hana á gullstól inn í klefa eftir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hér fyrir neðan má finna allt umfjöllunina um Phoenetiu Browne. Klippa: Pho-show í Kaplakrika FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00. Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
FH-konur unnu mikilvægan sigur á KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin ræddu sérstaklega frammistöðu Phoenetia Browne í síðustu leikjum FH. Það er óhætt að segja að Phoenetia Browne hafi gerbreytt sóknarleik FH-liðsins síðan hún byrjaði að spila með Hafnarfjarðarliðinu um miðjan ágústmánuð. „FH-stelpur með mikilvægan sigur og þær eru komnar með níu stig. Þær segjast alls ekki ætla að falla og ég held að þær hafi trú á því núna. Þær höfðu ekki trú á því,“ byrjaði Helena Ólafsdóttir umræðuna um FH-liðið. „Nú hafa þær ástæðu til að trúa. Þær eru búnar að sýna sitt út á velli, farnar að safna stigum og farnar að skora mörk. Eftir að Pho mætir á svæðið 16. ágúst þá er FH, liðið sem gat ekki skorað mörk, búið að skora sjö mörk í fjórum leikjum. Eitthvað er hún að gera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Phoenetia Browne er 26 ára gömul og hefur skorað 19 landsliðsmörk fyrir Sankti Kitts og Nevis. Hún kom til FH frá finnska félaginu Åland United. Það kom reyndar í ljós við nánari skoðun að Phoenetia Browne notaði hendina til að leggja fyrir sig boltann í markinu á móti KR. „Þarna er Pho að beita brögðum. Þetta er hendi guðs,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þetta er lúmskt hjá henni, hún má eiga það. Ég tók ekki eftir þessu, sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „FH skoraði líka ólöglegt mark í bikarleiknum þar sem Pho á í hlut,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Þær eru hins vegar allar í engum vafa um það sem Phoenetia Browne hefur breytt hjá þessu FH-liði. „Pho er klók og hún nýtir sér allt. Hún er allt í öllu, finnst mér, í þeirra sóknarleik. Hún er búin að koma að fimm af þessum sjö mörkum. Þær voru með þrjú mörk áður en hún kemur og þetta er ótrúlegur viðsnúningur á einu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þeim vantaði þetta. Þeim vantaði einhvern sem gat skorað, sem tekur hitann af hinum og er að búa eitthvað til. Hún er ekki bara að skora því hún er í öllum boltum,“ sagði Mist. „Ég hefði borið hana á gullstól inn í klefa eftir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hér fyrir neðan má finna allt umfjöllunina um Phoenetiu Browne. Klippa: Pho-show í Kaplakrika FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00.
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti