Utanríkiráðherra Svíþjóðar, Ann Linde, hefur birt mynd af evrópskum diplómötum með hvítrússneska Nóbelsverðlaunahafanum Svetlana Alexievitsj á heimili hennar. Fyrr í dag sagði Alexievitsj að grímuklæddir menn hafi reynt að brjótast þar inn.
Alexievitsj bauð fjölmiðlamönnum til fundar á heimili sitt fyrr í dag, en hún er síðasti meðlimur samhæfingarráðs stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlands sem er ekki í haldi yfirvalda.
Alexievitsj hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2015 fyrir sögur sínar af lífi fólks á Sovéttímanum.
Harassments, arrests & forced exile of opposition in Belarus is serious violation of peaceful protests by the regime in Belarus.
— Ann Linde (@AnnLinde) September 9, 2020
Happy to share this photo taken a moment ago in Minsk with
Svetlana Aleksijevitj surrounded by European diplomats, including a Swedish diplomat. pic.twitter.com/b96Nafhlf6
Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands og Alexander Lúkasjenkó forseti hafa beint spjótum sínum að að stjórnarandstæðingum í kjölfar mótmælaöldu sem blossaði upp í landinu eftir að Lúkasjenkó var sagður hafa unnið stórsigur í forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Hann hefur verið sakaður um stórfellt kosningasvindl.
Þúsundir hafa verið handteknir
Maria Kolesnikova, ein þriggja kvenna sem tóku saman höndum til að skora Lúkasjenkó á hólm, er nú í haldi lögreglu eftir að hún neitaði að verða við beiðni yfirvalda að yfirgefa landið og halda til Úkraínu. Í morgun var svo greint frá því að lögfræðingurinn Maxim Znak, sem einnig átti sæti í samhæfingarráðinu, hafi verið tekinn höndum í morgun.
Þúsundir stjórnarandstæðinga og mótmælenda hafa verið handteknir í Hvíta-Rússlandi síðustu daga.