Austurland - heimsyfirráð eða dauði... Sigurður Ragnarsson skrifar 9. september 2020 16:00 Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klárlega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyrirsögnin er bara til að ná athygli. Því hefur oft verið haldið fram að sameiningar sveitarfélaga séu bara nauðvörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira og á að vera það. Það er ekki markmið okkar að standa vörð, heldur sækja fram. Við setjum okkur háleit og skýr markmið, um fólksfjölgun, fjölgun starfa og eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta kerfið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón í veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulagsgerð hefur verið til alltof skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði ekki slegið hendinni móti sífelldri endurskoðun og breytingum.Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni , sköpunarkraft og fjármuni íbúa.Aðalskipulag á að túlka meginlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagsins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breytingu aðalskipulags, eða hvort breytingin er lítilháttar. Núna er aðalskipulag nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara þá vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll framboð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leiðarljósi að innan 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóðflutningar á næstu árum og þá verðum við að vera tilbúin. Þetta skiptir SVO miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meginlínur, svo sem uppbyggingu vegakerfis, flugvalla, hafna og íbúða- og atvinnulóða, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu. Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild, samvinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis.Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afríkskan skemmtigarð í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarð ofan Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest óvekjandi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara, þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mannanna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úreltum lögum sem beinlínis hamlar dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreifbýlið sérstakan taxta á dreifingu rafmagns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla.Það er augljóst að slík lög voru hugsuð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letjandi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá framlög í samræmi við eitthvað landsmeðaltal, sem endurspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársvelt, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu excel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hættir að nota skynsemina.Lesa ekki á milli lína og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt meiri kostnað í þeim næsta.Alltof mikil og nákvæm deildarskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun með hjálp þingsins hlýtur að vilja stoppa ýmiskonar mismunum gagnvart landsbyggðinni,sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. ALLIR þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Höfundur skipar 7. sæti fyrir Miðflokkinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í kosningunum 19. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Sjá meira
Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klárlega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyrirsögnin er bara til að ná athygli. Því hefur oft verið haldið fram að sameiningar sveitarfélaga séu bara nauðvörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira og á að vera það. Það er ekki markmið okkar að standa vörð, heldur sækja fram. Við setjum okkur háleit og skýr markmið, um fólksfjölgun, fjölgun starfa og eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta kerfið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón í veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulagsgerð hefur verið til alltof skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði ekki slegið hendinni móti sífelldri endurskoðun og breytingum.Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni , sköpunarkraft og fjármuni íbúa.Aðalskipulag á að túlka meginlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagsins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breytingu aðalskipulags, eða hvort breytingin er lítilháttar. Núna er aðalskipulag nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara þá vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll framboð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leiðarljósi að innan 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóðflutningar á næstu árum og þá verðum við að vera tilbúin. Þetta skiptir SVO miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meginlínur, svo sem uppbyggingu vegakerfis, flugvalla, hafna og íbúða- og atvinnulóða, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu. Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild, samvinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis.Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afríkskan skemmtigarð í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarð ofan Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest óvekjandi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara, þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mannanna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úreltum lögum sem beinlínis hamlar dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreifbýlið sérstakan taxta á dreifingu rafmagns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla.Það er augljóst að slík lög voru hugsuð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letjandi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá framlög í samræmi við eitthvað landsmeðaltal, sem endurspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársvelt, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu excel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hættir að nota skynsemina.Lesa ekki á milli lína og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt meiri kostnað í þeim næsta.Alltof mikil og nákvæm deildarskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun með hjálp þingsins hlýtur að vilja stoppa ýmiskonar mismunum gagnvart landsbyggðinni,sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. ALLIR þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Höfundur skipar 7. sæti fyrir Miðflokkinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í kosningunum 19. september næstkomandi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun