„Ofurmannlegt“ ef þessi hópur tryggði Liverpool aftur titilinn Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2020 22:45 Það vantar ferskt blóð í þennan leikmannahóp að mati Gary Neville, svo Liverpool haldi sama flugi. VÍSIR/GETTY Sparkspekingurinn Gary Neville segir að Liverpool verði að landa hágæðaleikmanni á borð við Thiago Alcantara til að geta varið Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liverpool varð Englandsmeistari á methraða á síðustu leiktíð, ef horft er til fjölda umferða sem voru til stefnu þegar titillinn var í höfn. Á endanum var liðið 18 stigum á undan Manchester City og 33 stigum á undan liðunum í 3.-4. sæti, Manchester United og Chelsea. Liverpool tekur á móti Leeds á laugardaginn í 1. umferð nýrrar leiktíðar, en félagið hefur haft afar hægt um sig á leikmannamarkaðnum. Aðeins gríski varnarmaðurinn Kostas Tsimikas hefur komið frá Olympiacos, en Dejan Lovren og Adam Lallana farið. Neville segir söguna sýna að meira þurfi til hjá Liverpool, svo að félagið haldi áfram sama dampi og síðustu ár. „Það að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, vinna hana ári síðar, og fara svo og vinna Englandsmeistaratitilinn, sogar alveg rosalega mikið úr þessum leikmannahópi sem Liverpool hefur haft síðustu þrjú ár. Það þyrfti ofurmannlegt átak til að þeir gætu farið af stað og haldið sér í sama gæðaflokki áfram,“ sagði Neville. Thiago maðurinn til að halda fluginu áfram „Það væri ekki vitlaust að áætla að þeir muni gefa aðeins eftir, ef það tekst ekki að örva hópinn með því að gera eitthvað til að lyfta þeim aftur upp. Thiago væri maðurinn til þess. Hann er í heimsklassa og myndi færa þeim heimsklassa framgöngu á svæði á vellinum þar sem slíkt skortir hjá þeim,“ sagði Neville. Thiago er með samning við Bayern sem rennur út næsta sumar og hefur verið orðaður við Liverpool. Enska félagið mun þó ekki hafa gert tilboð í spænska landsliðsmanninn. „Liverpool er ekki fullkomið. Þeir eru með heimsklassa markvörð, miðverði og framherja. Þeir eru með mjög góða og vinnusama miðjumenn, en tækju næsta skref með því að fá Thiago. Hann gæti stjórnað leikjum með þessari sendingafærni og hugsun sem hann hefur,“ sagði Neille. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Sparkspekingurinn Gary Neville segir að Liverpool verði að landa hágæðaleikmanni á borð við Thiago Alcantara til að geta varið Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liverpool varð Englandsmeistari á methraða á síðustu leiktíð, ef horft er til fjölda umferða sem voru til stefnu þegar titillinn var í höfn. Á endanum var liðið 18 stigum á undan Manchester City og 33 stigum á undan liðunum í 3.-4. sæti, Manchester United og Chelsea. Liverpool tekur á móti Leeds á laugardaginn í 1. umferð nýrrar leiktíðar, en félagið hefur haft afar hægt um sig á leikmannamarkaðnum. Aðeins gríski varnarmaðurinn Kostas Tsimikas hefur komið frá Olympiacos, en Dejan Lovren og Adam Lallana farið. Neville segir söguna sýna að meira þurfi til hjá Liverpool, svo að félagið haldi áfram sama dampi og síðustu ár. „Það að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, vinna hana ári síðar, og fara svo og vinna Englandsmeistaratitilinn, sogar alveg rosalega mikið úr þessum leikmannahópi sem Liverpool hefur haft síðustu þrjú ár. Það þyrfti ofurmannlegt átak til að þeir gætu farið af stað og haldið sér í sama gæðaflokki áfram,“ sagði Neville. Thiago maðurinn til að halda fluginu áfram „Það væri ekki vitlaust að áætla að þeir muni gefa aðeins eftir, ef það tekst ekki að örva hópinn með því að gera eitthvað til að lyfta þeim aftur upp. Thiago væri maðurinn til þess. Hann er í heimsklassa og myndi færa þeim heimsklassa framgöngu á svæði á vellinum þar sem slíkt skortir hjá þeim,“ sagði Neville. Thiago er með samning við Bayern sem rennur út næsta sumar og hefur verið orðaður við Liverpool. Enska félagið mun þó ekki hafa gert tilboð í spænska landsliðsmanninn. „Liverpool er ekki fullkomið. Þeir eru með heimsklassa markvörð, miðverði og framherja. Þeir eru með mjög góða og vinnusama miðjumenn, en tækju næsta skref með því að fá Thiago. Hann gæti stjórnað leikjum með þessari sendingafærni og hugsun sem hann hefur,“ sagði Neille.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira