Krummi frumsýnir nýtt lag og myndband um utangarðsfólk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. september 2020 12:00 Krummi segir að nýja lagið fjalli um utangarðsfólk í samfélaginu, sem reiki um ósýnilegt. Skjáskot/Frozen Teardrops Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband frá tónlistarmanninum Krumma Björgvinssyni. Lagið kallast Frozen Teardrops og er af nýrri breiðskífu Krumma sem er væntanleg á nýju ári. Lagið er hreinræktað „útlaga kántrý rokk“ með gospel áhrifum. „Textinn er ekki á léttu nótunum en hann fjallar um utangarðsfólk í samfélaginu sem skortir ást og umhyggju og hvað götulífið hefur í för með sér. Með frosin tár á tómum maga biðja þau um hjálparhönd með oftast engum árangri vegna fordóma samfélagsins. Þau reika með vindinum nafnlaus og ósýnileg eins og útskúfaðir englar alheimsins,“ segir Krummi um nýja lagið. Samhliða útgáfu lagsins kemur tónlistarmynd við lagið. Myndbandið gerist á einhverskonar felustað í eyðimörk þar sem fjölkynngi á sér stað. Seiðskrattar sem fremja seið í gegnum tónlist til þess að virkja innri sem ytri krafta. Myndbandinu er leikstýrt af Einari Snorra og Brynjari Snæ. Einar Snorri er hluti af tvíeykinu Snorri Bros sem hafa leikstýrt myndböndum fyrir meðal annars R.E.M og Black Rebel Motorcycle Club. Brynjar Snær er þekktur sem einn fremsti ljósmyndari landsins. Myndbandið var gert með hjálp frá myndlistarmanninum Jóni Sæmundi Auðarsyni. Framleiðsla var í höndum Krumma, Snorra Bros og Öldu Music. Myndbandið við Frozen Teardrops má sjá hér að neðan. Klippa: Krummi - Frozen Teardrops Menning Tengdar fréttir Samkoma: Tónleikar með Krumma Krummi Björgvinsson heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 6. apríl 2020 10:15 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband frá tónlistarmanninum Krumma Björgvinssyni. Lagið kallast Frozen Teardrops og er af nýrri breiðskífu Krumma sem er væntanleg á nýju ári. Lagið er hreinræktað „útlaga kántrý rokk“ með gospel áhrifum. „Textinn er ekki á léttu nótunum en hann fjallar um utangarðsfólk í samfélaginu sem skortir ást og umhyggju og hvað götulífið hefur í för með sér. Með frosin tár á tómum maga biðja þau um hjálparhönd með oftast engum árangri vegna fordóma samfélagsins. Þau reika með vindinum nafnlaus og ósýnileg eins og útskúfaðir englar alheimsins,“ segir Krummi um nýja lagið. Samhliða útgáfu lagsins kemur tónlistarmynd við lagið. Myndbandið gerist á einhverskonar felustað í eyðimörk þar sem fjölkynngi á sér stað. Seiðskrattar sem fremja seið í gegnum tónlist til þess að virkja innri sem ytri krafta. Myndbandinu er leikstýrt af Einari Snorra og Brynjari Snæ. Einar Snorri er hluti af tvíeykinu Snorri Bros sem hafa leikstýrt myndböndum fyrir meðal annars R.E.M og Black Rebel Motorcycle Club. Brynjar Snær er þekktur sem einn fremsti ljósmyndari landsins. Myndbandið var gert með hjálp frá myndlistarmanninum Jóni Sæmundi Auðarsyni. Framleiðsla var í höndum Krumma, Snorra Bros og Öldu Music. Myndbandið við Frozen Teardrops má sjá hér að neðan. Klippa: Krummi - Frozen Teardrops
Menning Tengdar fréttir Samkoma: Tónleikar með Krumma Krummi Björgvinsson heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 6. apríl 2020 10:15 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Samkoma: Tónleikar með Krumma Krummi Björgvinsson heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 6. apríl 2020 10:15