Boðum Hann, breytum Honum ekki Árný Björg Blandon skrifar 10. september 2020 11:30 Mig langar að tjá mig aðeins eftir að hafa lesið grein hér á Vísi sem vísar í setningu séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, starfsmanns á biskupsstofu, en hún skrifar í Hinseginspjalli sínu á Facebook: „Kristur er allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna”. Í þessari setningu kemur fram rökvilla. Þrjú fyrstu orðin eru sannarlega rétt og þar hefði mátt koma punktur eftir þau því að það er vitað að Jesús var ekki hvítur og náði ekki að verða miðaldra. Jesús er okkar allra, kvenna, barna og karla. Fyrir marga er hann bjargvættur, hjálpari, vinur. Í sunnudagaskólanum er sungið um Jesú, besta VIN barnanna og ég upplifi svo mikla hryggð yfir því að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni birti Jesú í umtalaðri auglýsingu fyrir sunnudagaskólann á þennan hátt. Ég myndi aldrei leyfa að einhver afskræmdi mynd af mér eða fjölskyldu minni, af fáum einstaklingum sem fyndist það afar sniðugt að auglýsa okkur eins og við erum ekki, stilla svo myndum upp fyrir almenning til að auglýsa sig og sín verkefni án leyfis viðkomandi eða aðstandenda og til að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til fólks. Ég þekki Jesú og hef gert í áratugi. Hann er mér svo dýrmætur, hefur gert svo mikið fyrir mig, mína fjölskyldu og vini. Hjarta mitt er sorgmætt og þungt yfir því að Hann skuli vera settur í þessa auglýsingaherferð þegar kirkjan á að leggja áherslu á að boða fagnaðarerindið eins og það kemur fyrir sig. En starfsfólk á biskupsstofunni tekur sér þetta bessaleyfi. Hvað með fólkið sem er í kirkjunni, borgar sitt ársgjald og vill þetta ekki, hefur það ekkert að segja? Er þjóðkirkjan ekki líka þeirra sem eru meðlimir? Hvað með alla prestana sem þetta særir? Í auglýsingunni er farið langt langt yfir strikið að mínu mati. Jesús ER SONUR Guðs, frelsari okkar manna, þetta er virðingarleysi við kirkjuna, boðskap hennar, meðlimi hennar og fólkið í landinu. Það hefur enginn rétt á að breyta ímynd Hans. Skyldu starfmenn biskupsstofu hafa gleymt trúarjátningu þjóðkirkjunnar? "Ég trúi á Guð Föður, skapara himins og jarðar, ég trúi á einkaSON Hans Jesú Krist". Hvernig á nú á að hugsa og túlka trúarjátninguna eftir þessa auglýsingu? Ég bið til Guðs að henni verði ekki að breytt til að aðlaga hana og til að styðja við vonda auglýsingu. Jóh 3:16. Litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf SON sinn eingetinn til þess að hver sem á HANN trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta lærði ég í sunnudagaskólanum. Hvernig á nú að aðlaga þetta vers að skoðun þjóðkirkjunnar með auglýsingunni? Ekki mega þau breyta Biblíunni. Börn eru auðtrúa, þau treysta á fólkið sem á að kenna þeim rétt frá röngu, þau hafa heyrt margt sem Biblían segir okkur og hefur verið kennt að Jesús er karlmaður. Þau hafa lært það í sunnudagaskólanum og í sumarbúðum og mörg á heimilum sínum. Þetta hlýtur að rugla þau í ríminu og það er heilmikil ábyrgð. Og að lokum, það þarf alls ekki að hjálpa Jesú við að undirstrika kærleika Hans, það þarf bara boða Hann eins og Hann er og eins og alltaf hefur verið gert. Mér finnst mjög virðingarvert að þjóðkirkjan hafi beðið hinseginn fólk afsökunar, það var tími til kominn þar sem Jesús elskar alla. En mörgum þeirra finnst þessi auglýsingaherferð særa þau sem ég skil algjörlega. Að síðustu, myndi biskup Íslands samþykkja að hún yrði teiknuð í auglýsingu fyrir sunnudagaskólann með þykkar augabrýr, skalla, flatbrjósta og með skegg ef það nú undirstrikaði betur kærleika Krists? Ég er hreint ekki viss. Það væri bara orðin skopmynd af biskupi sem er fulltrúi þjóðkirkjunnar og yrði algjört virðingarleysi við hana og hennar fólk. Virðingarfyllst, Árný Björg Blandon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Árný Björg Blandon Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að tjá mig aðeins eftir að hafa lesið grein hér á Vísi sem vísar í setningu séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, starfsmanns á biskupsstofu, en hún skrifar í Hinseginspjalli sínu á Facebook: „Kristur er allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna”. Í þessari setningu kemur fram rökvilla. Þrjú fyrstu orðin eru sannarlega rétt og þar hefði mátt koma punktur eftir þau því að það er vitað að Jesús var ekki hvítur og náði ekki að verða miðaldra. Jesús er okkar allra, kvenna, barna og karla. Fyrir marga er hann bjargvættur, hjálpari, vinur. Í sunnudagaskólanum er sungið um Jesú, besta VIN barnanna og ég upplifi svo mikla hryggð yfir því að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni birti Jesú í umtalaðri auglýsingu fyrir sunnudagaskólann á þennan hátt. Ég myndi aldrei leyfa að einhver afskræmdi mynd af mér eða fjölskyldu minni, af fáum einstaklingum sem fyndist það afar sniðugt að auglýsa okkur eins og við erum ekki, stilla svo myndum upp fyrir almenning til að auglýsa sig og sín verkefni án leyfis viðkomandi eða aðstandenda og til að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til fólks. Ég þekki Jesú og hef gert í áratugi. Hann er mér svo dýrmætur, hefur gert svo mikið fyrir mig, mína fjölskyldu og vini. Hjarta mitt er sorgmætt og þungt yfir því að Hann skuli vera settur í þessa auglýsingaherferð þegar kirkjan á að leggja áherslu á að boða fagnaðarerindið eins og það kemur fyrir sig. En starfsfólk á biskupsstofunni tekur sér þetta bessaleyfi. Hvað með fólkið sem er í kirkjunni, borgar sitt ársgjald og vill þetta ekki, hefur það ekkert að segja? Er þjóðkirkjan ekki líka þeirra sem eru meðlimir? Hvað með alla prestana sem þetta særir? Í auglýsingunni er farið langt langt yfir strikið að mínu mati. Jesús ER SONUR Guðs, frelsari okkar manna, þetta er virðingarleysi við kirkjuna, boðskap hennar, meðlimi hennar og fólkið í landinu. Það hefur enginn rétt á að breyta ímynd Hans. Skyldu starfmenn biskupsstofu hafa gleymt trúarjátningu þjóðkirkjunnar? "Ég trúi á Guð Föður, skapara himins og jarðar, ég trúi á einkaSON Hans Jesú Krist". Hvernig á nú á að hugsa og túlka trúarjátninguna eftir þessa auglýsingu? Ég bið til Guðs að henni verði ekki að breytt til að aðlaga hana og til að styðja við vonda auglýsingu. Jóh 3:16. Litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf SON sinn eingetinn til þess að hver sem á HANN trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta lærði ég í sunnudagaskólanum. Hvernig á nú að aðlaga þetta vers að skoðun þjóðkirkjunnar með auglýsingunni? Ekki mega þau breyta Biblíunni. Börn eru auðtrúa, þau treysta á fólkið sem á að kenna þeim rétt frá röngu, þau hafa heyrt margt sem Biblían segir okkur og hefur verið kennt að Jesús er karlmaður. Þau hafa lært það í sunnudagaskólanum og í sumarbúðum og mörg á heimilum sínum. Þetta hlýtur að rugla þau í ríminu og það er heilmikil ábyrgð. Og að lokum, það þarf alls ekki að hjálpa Jesú við að undirstrika kærleika Hans, það þarf bara boða Hann eins og Hann er og eins og alltaf hefur verið gert. Mér finnst mjög virðingarvert að þjóðkirkjan hafi beðið hinseginn fólk afsökunar, það var tími til kominn þar sem Jesús elskar alla. En mörgum þeirra finnst þessi auglýsingaherferð særa þau sem ég skil algjörlega. Að síðustu, myndi biskup Íslands samþykkja að hún yrði teiknuð í auglýsingu fyrir sunnudagaskólann með þykkar augabrýr, skalla, flatbrjósta og með skegg ef það nú undirstrikaði betur kærleika Krists? Ég er hreint ekki viss. Það væri bara orðin skopmynd af biskupi sem er fulltrúi þjóðkirkjunnar og yrði algjört virðingarleysi við hana og hennar fólk. Virðingarfyllst, Árný Björg Blandon.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun