Réttarhöldunum frestað vegna kórónuveirunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. september 2020 12:00 Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum. AP/Francisco Seco Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. Vanessa Baraitster, dómarinn í málinu, sagði við viðstadda í morgun að lögmaðurinn færi í skimun fyrir lok vikunnar. Því væri hægt að halda áfram eftir helgi. Réttarhöldin hófust á mánudag og fjalla þau um framsalskröfu Bandaríkjamanna. Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum þar í landi í tengslum við birtingu á bandarískum leyniskjölum árið 2010 og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm. Áminntur í dómsal Þessi 49 ára gamli Ástrali fékk áminningu í dómsal í gær fyrir frammíköll þegar lögmaður Bandaríkjamanna yfirheyrði Clive Stafford-Smith, stofnanda mannréttindabaráttusamtakanna Reprieve og vitni í málinu. Stafford-Smith sagði að leyniskjölin sem WikiLeaks birtu meðal annars sýna fram á alvarleg brot Bandaríkjamanna, til dæmis varðandi drónaárásir í Pakistan. Við tók rifrildi vitnisins og lögmannsins um hvað ákæra Bandaríkjamanna snýst áður en Assange greip fram í og sagði, samkvæmt viðstöddum, að málflutningur bandaríska lögmannsins væri þvættingur. Paul Rogers, prófessor í friðarfræðum við Bradford-háskóla, bar sömuleiðis vitni í málinu í gær. Sagði útlit fyrir að réttarhöldin væru pólitísks eðlis. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði við fréttastofu á mánudag að alvarlegir vankantar væru á málinu, sem minnti frekar á sýndarréttarhöld í alræðisríki en framgang í rótgrónu lýðræðisríki. WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. Vanessa Baraitster, dómarinn í málinu, sagði við viðstadda í morgun að lögmaðurinn færi í skimun fyrir lok vikunnar. Því væri hægt að halda áfram eftir helgi. Réttarhöldin hófust á mánudag og fjalla þau um framsalskröfu Bandaríkjamanna. Assange hefur verið ákærður fyrir brot á njósnalögum þar í landi í tengslum við birtingu á bandarískum leyniskjölum árið 2010 og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm. Áminntur í dómsal Þessi 49 ára gamli Ástrali fékk áminningu í dómsal í gær fyrir frammíköll þegar lögmaður Bandaríkjamanna yfirheyrði Clive Stafford-Smith, stofnanda mannréttindabaráttusamtakanna Reprieve og vitni í málinu. Stafford-Smith sagði að leyniskjölin sem WikiLeaks birtu meðal annars sýna fram á alvarleg brot Bandaríkjamanna, til dæmis varðandi drónaárásir í Pakistan. Við tók rifrildi vitnisins og lögmannsins um hvað ákæra Bandaríkjamanna snýst áður en Assange greip fram í og sagði, samkvæmt viðstöddum, að málflutningur bandaríska lögmannsins væri þvættingur. Paul Rogers, prófessor í friðarfræðum við Bradford-háskóla, bar sömuleiðis vitni í málinu í gær. Sagði útlit fyrir að réttarhöldin væru pólitísks eðlis. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði við fréttastofu á mánudag að alvarlegir vankantar væru á málinu, sem minnti frekar á sýndarréttarhöld í alræðisríki en framgang í rótgrónu lýðræðisríki.
WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00